Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 48
i 48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 Halli ! Gaeti -feg fengti LykiLinn <xS áykrinum- ? Morgunblaðið/Einar Falur Enga akbraut yfir bamaleikvöllinn Ennum Malmö Kristinn Snæland skrifar: Þar sem málflutningur minn, í síma við umsjónarmann Velvak- anda, varðandi nafn borgarinnar Malmö í Svíþjóð, virðist ekki hafa komist nægilega til skil'a, vil ég skýra málið nánar. Fyrst vil ég geta þess að varð- andi „þekkingu" mína um nafngift þessa, get ég ekki vitnað til orða- bóka né annarra fræðirita. Ég man óljóst eftir að hafa séð forna upp- drætti af Malmö og samtímis skýringu á nafngiftinni. Helst er ég á því að þetta efni hafí birst í Morgunblaðinu eða öðru íslensku blaði. Auk þessa bjó ég um tíma í borginni og er því staðkunnugur. Það sem ég hefi fyrir satt um nafngift borgarinnar og upphaf er þetta: Þéttbýli myndast þarna vegna síldveiða, þannig að upphaf- lega er Malmö fiskimannabær. Kalksteinsnámur eru í úthverfí borgarinnar, Limhamn en þær eru síðari tíma verk og hafa ekkert með nafn borgarinnar að gera. í upp- hafi var gert mikið síki um bæinn til vamar og kom þar upp, að von- um sandur eða möl, sem sett var upp í hauga. Af þessum malar eða sandhaugum á borgin að hafa feng- ið nafn sitt. Ef þessi skýring er rétt þá væri væntanlega réttast að kalla borgina á íslensku „Sandhóla" sem er mýkra en hitt nafnið „Mal- haugar“ sem er nafnið sem ég man úr hinni lærðu grein. Það væri svo gott ef einhver fróð- ur maður sendi hér inn til Velvak- anda smá nótu um þetta umdeilda nafn og tæki af öll tvímæli. Vísa vikunnar Rétta að og ryðja frá ráðuneytið kunni. Og nú hefur eitthvert nepjustrá nauðgað maddömunni. Hákur Kvótasvindl: Afli gerður upptækur INNAN tiðar verður fimm út- gerðarfyrírtmkjum tilkynnt um upptðku A afla vtgm afla um- fram kvóta. Upptaita þewi er I tcngslum við kðnnun ijávarút- vegiráðuneytiiini á kvðtaavindli. Undanfarið hefur farið fram ranniókn á vegum ráðuneytiaina á hugsanlegu kvótaavindli og gtendur hún ennþá. Ráðuneytið hefur óakað eftir skýringum á afla umfram kvóta. Hefur það fellt sig við sumar skýringar en aðrar ekki. Stefnir I upptöku afla nokkurra fyrirtaekja; f fvrstu atrennu verðnr flmm Amir. Grjótagatan mun vera ein af elstu götum Reykjavíkur. Hún ligg- ur á milli Garðastrætis og Aðal- strætis. Lengd götunnar er u.þ.b. 100 m og breidd 4 m og 50 sm. Núverandi íbúar hennar eru 23, þar af 10 börn á ýmsum aldri. Mikil umferð er um götuna, bæði gang- andi fólk og svo börn að leik. Bifreiðaumferð er einnig mikil þarna (u.þ.b. 100 bílar yfir daginn, auk annarra ökutækja). Ótakmark- aður hraði ökutækja er um götuna. Engin hraðahindrun og engin við- vörun um að börn séu þarna að leik. Bilið frá íbúðarhúsum að götu er ea. 2 m. Þegar tekið er tillit til þessara aðstæðna í götunni, er aug- ljóst að hættuástand er komið langt yfir þau mörk sem eðlilegt getur talist. Það má teljast mikil mildi að ekkert slys hafi orðið við þessar aðstæður. En nú hefur sá fáheyrði atburður gerst að leggja á bílveg þvert yfir lítinn leikvöll, sem er þarna við götuna og hleypa enn meiri um- ferðarþunga á götuna. (Það er ekki nóg að gert við íbúa og þá sem eiga leið um götuna.) Ja, þvílík hugmynd, að láta sér detta í hug að leggja bílveg — já, bílveg — þvert yfir bamaleikvöll, öðru megin rólur og sandkassi, hinu megin lítill grasflötur með ttjám, sem krakkarnir höfðu gróðursett. Þetta er eini grasflöturinn í þorpinu sem krakkarnir hafa til umráða. (15—20 börn.) Ég er viss um að Agatha Christie hefði orðið græn af öfund af því geysilega hugarflugi sem þarna kemur fram. Og það væri áhuga- vert rannsóknarefni fyrir vísinda- menn að rannsaka það nánar. Það er alveg augljóst mál að þessar aðgerðir leiða til stórslysa. Það er ekkert lögmál til sem getur komið í veg fyrir það, eins og um hnútana er búið. Nóg var hættan fyrir en nú er hún fullkomin. En hver er svo tilgangurinn með þessum aðgerðum? Jú. Það á að byggja stórt hús þarna í nágrenninu og það vantar betri aðkomuleiðir að því fyrir vinnuvélar og efnis- flutninga. Einnig er þarna heild- verslun sem þarf að fá greiðari aðgang að versluninni með allan sinn varning, allt frá gallabuxum upp í frystikistur. Að sjálfsögðu verður að meta það meira en að- stöðu og öryggi barnanna og húsfrið íbúanna við götuna, og meira en öryggi allra þeirra Vest- urbæinga sem velja Grjótagötuna fyrir gönguleið í bæinn. M.F. HÖGNI HREKKVÍSI . HAF6>U <SRASK&RI6> ÞlTT í eimhverw öpteu'" Yíkverji skrifar Hver eru áhugamál yngri kyn- slóðarinnar? Hvernig tekst fjölmiðlum að ná til hennar? Þessar spumingar vöknuðu með Víkveija fyrir skömmu er Stöð 2 spurði veg- farendur hverjum selja ætti Utvegs- bankann. Vegfarendur af yngri kynslóðinni höfðu í bezta falli ekki skoðun á því máli, í versta falli vissu þeir ekki einu sinni að verið væri að selja bankann. Þetta kom Víkverja mjög á óvart því þessa dagana hefur ekki verið hægt að líta í blað eða fylgjast með fréttum í útvarpi eða sjónvarpi án þess að komast hjá því að heyra fréttir um Útvegsbankamálið. Svarið við spumingunum tveimur hlýtur því að vera það, að yngri kynslóðin hafi hverfandi áhuga á því, sem borið hefur hæst í fréttaheiminum á undanförnum vikum og að fjöl- miðlarnir ná alls ekki til hennar með fréttaflutning sinn. Sjálfsagt eru margar skýringar á þessu, en fjölmiðlar hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna unga fólk- ið virðist ekki fylgjast með fréttum af þessu tagi. Er fréttaflutningur- inn svona leiðinlegur? Leitar unga fólkið afþreyingar og upplýsinga með öðrum hætti. Getur svo verið, að þegar tónlistardagskrá Rásar 2 og svipaðra útvarpsstöðva er rofin með fréttum, sé segulbandsspólan látin sjá um tónlistina á meðan? xxx að fer sjálfsagt í taugarnar á fleirum en Víkveija að glíma við símakerfi landsins. Það er greinilega allt of lítið og vanmátt- ugt. Mjög algengt er að það taki ekki við fremstu tölustöfunum í því númeri, sem hringt er í. Hvað eftir annað dettur tölustafurinn 9 út, þegar hringt er út á land. Ef 0 kemur fyrir inni í símanúmeri, er algengt að samband fáist við ein- hveija af stofnunum Pósts og síma. Bilanir á símanúmerum sem byija á 6 eru svo tíðar, það veldur veru- legum óþægindum ekki síður en vitlaus símanúmer. Loks er Víkveiji orðinn hundleiður á blessuðum manninum, sem oftast svarar, þeg- ar hringt er í farsímakerfið: “Því miður er ekki hægt að ná í þetta númer sem stendur. Reynið aftur síðar.“ XXX Víkvetja þykir merkilegt hve langan tíma það tekur að opna verzlanir og þjónustufyrirtæki hér á landi. Sá tími virðist, samkvæmt auglýsingum, standa frá morgni til kvölds. Oftast er auglýst að „opnun- artími" sé frá 9 til 6. Ekki afgreiðsl- utími. Hvers vegna menn eru hættir að skilja móðurmálið svo hastarlega sem raun ber vitni, veit Víkveiji ekki. Honum þykir þó keyra um þverbak, þegar talað er um söluað- ila. Verður þá nafnorðið sala að söluaðild? Fari maður í búð og kaupi brauð, á hann þá aðild að sölu brauðsins, en kaupir það ekki? Ætli opnunaraðild, hvað sem það nú þýðir, verði næsta orðskrípið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.