Morgunblaðið - 21.08.1987, Page 51

Morgunblaðið - 21.08.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 51 SUND/EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ Í STRASSBORG Glæsilegt IMorður- landamet Eðvarðs — í 200 m baksundi. Synti á 2.02,79 mínútum og lenti ífjórða sæti Eðvarð Þór Eðvarðsson setti í gærkvöldi glæsilegt Norður- landamet í 200 m baksundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í Strassborg í Frakklandi. Hann synti á 2.02,79 mín. og hafnaði í 4. sæti. Sergey frá Sovétríkjunum varð Evrópumeistari, synti á 1.59,35 mín. og var aðeins sek- úndu frá heimsmetinu. Eðvarð Þór sýndi það og sannaði að hann er kominn í röð fremstu Valur Jónatansson skrífarfrá Frakklandi Zabolotnov baksundsmanna heims. Að hafna í 4. sæti á svo sterku móti sem þessu er frábært, því 10 af 12 bestu baksundmönnum heims eru Evrópubúar. Eðvarð var fyrstur Vestur-Evrópubúa í greininni. í undanrásunum í gærmorgun hugsaði hann aðeins um að kom- ast í A-úrslit og hafnaði þar í 6. sæti á 2.03,62 mín. Hann sagði eftir undanrásirnar að hann ætti meira inni og það sýndi hann svo í úrslitunum í gærkvöldi. Eðvarð byrjaði úrslitasundið frek- ar rólega en bætti stöðugt við og hélt góðum stíganda út sundið. Hann var í 6. sæti eftir 50 metra, 5. sæti eftir 150 m og vann sig svo upp um eitt sæti á síðustu 50 metrunum. Hann bætti Norð- urlandamet sitt um tæpa sekúndu. Zabolotnov og Polianskiy, heims- methafi, höfðu nokkra yfirburði og skiptust á um að hafa forystu. Munurinn á þeim í lokin va.r að- eins 2/100 hlutar úr sekúndu. Austur-Þjóðverjinn Frank Bal- trusch var þriðji á 2.00,22 mín. Thomas Deutsch, Ungveijalandi, varð fimmti á 2.03,18 mín. Patrick Kuhl, A-Þýskalandi, sjötti á 2.03,30 mín. Frank Hoffmeist- er, V-Þýskalandi, í sjöunda á 2.03,34 mín og Stefano Batti- stelli, Ítalíu, áttundi á 2.03,84 mín. Til gamans má geta þess að tími Eðvarðs í gær hefði nægt honum á verðlaunapall á Ólýmpíuleikun- um í Los Angeles og á heims- meistaramótinu í Madrid í fyrra. Eðvarð á því framtíðina fyrir sér sem sundmaður aðeins 20 ára gamall. „Toppurinn á feriinum" -sagði Eðvarð eftir úrslitasundið „ÉG hef aldrei verið ánægð- ari með nokkurt sund. Þetta er toppurinn á ferlinum," sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson eftir Norðurlandametið í 200 metra baksundi i gær. Eðvarð var að vonum ánægður með árangurinn og sagði að þetta væri uppskeran af þrotlaus- um æfíngum í heilt ár. „Ég setti strax stefnuna á Evrópumótið eft- ir heimsmeistaramótið í Madrid í fyrra. Ég hef æft mjög vel og það hefur verið þess virði“. „Þetta mót er mun sterkara en heimsmeistaramótið í fyrra, en þá var ég í 8. sæti. Ég hef lært að því hvað fór miður þar og nýtti mér það í dag. Það er alltaf gam- an að bæta Norðurlandametið. TOMAS Darnyi frá Ungverja- landi setti glæsilegt met í 400 m fjórsundi karla í fyrradag og vestur-þýska karlasveitin setti þá heimsmet í 4x200 m skriðsundi. Tomas Damyi er tvítugur. Hann bætti heimsmetið um hálfa sekúndu og Evrópumetið um tæpar þtjár sekúndur, synti á 4.15,42 mín., en eldra metið var 4.16,12 mín., og var það í eigu Bandaríkjamannsins Wharton. Yfirburðir Darnyi voru töluverðir í lokin. Landi hans og félagi, Joz- ef Szabo, varð annar á 4.18,30 mín. En það var Sovétmaðurinn Vadim Iaroschuk sem hélt uppi hraðanum í sundinu. Hann hafði nauma forystu allt þar til skrið- sundið var eftir. Þá tók Damyi til sinna ráða og hreinlega stakk hann af. Iaroschuk hafnaði í fjórða sæti á eftir Kuhl frá A- Þýskalandi. Damyi er 20 ára menntaskóla- nemi og vinur hans Szabo aðeins 18 ára. Þessir sundmenn komu vemlega á óvart. „Evrópumeist- aratitillinn var mér mikilvægari en heimsmetið. Ég hugsaði aðeins um að koma fyrstur í mark. En Að vinna Vestur-Þjóveijann Hoff- meister er nokkuð sem mig hefur aðeins dreymt um.“ Hvemig leggst 100 m baksund- ið i þig? „Nú, bara vel. Ég veit nokkuð vel hvar ég stend. Þrír fyrstu í 200 eiga allir sekúndu betri tíma en ég í ár. Ég á því ekki von á að vinna þá. En ég þori næstum að lofa íslandsmeti." Er Norðurlandametið í 100 m ekki í hættu? „Nei, ég á ekki von á því. Svíinn Baron á Norðurlandametið, 56,53 sekúndur og var það sett er hann vann gullverðlaunin á ÓI 1980. Ætli ég láti hann ekki halda met- inu eitthvað lengur," sagði Eðvarð eftir sundið í gær. það er gaman að hafa sett heims- met,“ sagði þessi hógværi Ungveiji á blaðamannafundi eftir sigurinn. Sérfræðingar telja þennan sund- mann einn þann fjölhæfasta sem komið hefur fram á sjónarsviðið síðan Mark Spitz var á toppnum eftir 1970. Vestur-þýska karlasveitin setti glæsilegt heimsmet í 4x200 m boðsundi, 7.13,10 mín. Fyrra metið átti sveit Bandaríkjamanna, 7.15,69 mín. Austur-þýska sveitin varð í öðru sæti á 7.14,27 mín. og var einnig undir gamla heims- metinu. Svíar komu síðan nokkuð óvænt í þriðja sæti. Eftir fyrsta sprett hafði V-Þýska- land forystu, Frakkland var í öðru og A-Þýskaland í þriðja. Eftir 2. sprett komst A-Þýskaland í annað sæti og í fyrsta eftir 3. sprett. Endaspretturinn var mjög svo jafn og spennandi milli Austur- og Vestur-Þýskalands. Michael Gross tók síðasta sprett fyrir Vestur-Þjóðveija og skreið fram- úr Austur-Þjóðveijanum þegar 25 metrar voru eftir. Gross náði jafn- framt besta brautartímanum, 1.46,81 mín. EAvarð Þór EAvarsson. EM-úrslit Úrslit í gær: 200 m baksund karla Sergey Zabolotnov, Sovétr....l.59,35 Igor Polianskiy, Sovétr..1.59,37 Frank Baltrusch, A-Þýskal. .2.00,22 Eðvarð Þór Eðvarðsson....2.02,79 Tamas Deutsch, Ungveijal. ..2.03,18 Patrick Kuhl, A-Þýskalandi ..2.03,30 Frank Hoffmeister, V-Þýskal. ._.........................2.03,34 Stefano Battistelli, ftalíu.2.03,84 100 m skriðsund karla Sven Lodziewski, A-Þýskal....49,79 Stephan Caron, Frakklandi....49,88 Dirk Richter, A-Þýskalandi...50,35 23. Magnús Ólafsson (ísl.met) .............................52,36 100 m baksund kvenna Kristin Otto, A-Þýskalandi ...1.01,86 Sveja Schlicht, V-Þýskalandi 1.02,21 Kathrin Zimmermann, A-Þýskal. ...........................1.02,55 400 m skriðsund kvenna Heike Friedrich, A-Þýskal.(Evróp- um.).....................4.06,39 Astrid Strauss, A-Þýskal..4.07,71 Stela Pura, Rúmeníu......4.09,65 4x100 m skriðsund kvenna 1. Austur-Þýskaland (mótsm.) ...........................3.42,58 Otto, Stellmach, Meissner, Friedrich. 2. Holland.................3.45,93 Muis, Plaats, Muis, Brienesse. 3. Vestur-Þýskaland........3.46,49 Bofinger, Schlicht, Pielke, Seick. Friðrik Ólafsson: "Erumá réttri leið“ „ÉG er mjög ánægður. Við stefndum alltaf á að hann bætti árangur sinn á þessu móti og það tókst vonum framar. Æfingaplanið hefur því gengið upp,“ sagði Friðrik Ólafsson, þjálfari, í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær. Arangurinn var vonum framar og bætir hressilega upp á „móralinn" hjá íslenska liðinu. „Útfærslan á sundinu tókst mjög vel hjá honum. Hann byijaði frek- ar rólega en jók svo hraðann eftir þvf sem á leið. Hann sýndi í hversu góðu úthaldi hann er. Hann er mikill keppnismaður og veit hvað þarf til að ná árangri á alþjóða- mótum sem þessum. Það getur verið erfitt að ná að bæta sig þegar sundmenn eru komnir eins langt og Eðvarð. En þetta sýnir að við erum á réttri leið,“ sagði Friðrik. Magnús settiís- landsmet ígær MAGNÚS Ólafsson setti í gær nýtt íslandsmet í 100 metra skriðsundi á Evrópumeistara- mótinu. Magnús synti á 52,36 sek- úndum og bætti eigið íslandsmet um hálfa sekúndu. Nýja Islandsmetið er hálfri sek- úndu frá ólympíulágmarkinu sem sett hefur verið í þessari grein. Magnús synti í 2. riðli og varð annar, fyrri 50 metrana synti hann betur, 25,08 sek. Hann hafnaði í 25. sæti af 33 keppend- um. Hann hefði þurft að synda á 51,47 til að komast í B-úrslit. Magnús keppir í dag í 400 m skriðsundi ásamt Ragnari Guð- mundssyni. Systurnar Bryndís og Hugrún Ólafsdætur keppa í 100 m flugsundi, Amþór Ragnarsson í 200 m bringusundi og Ragn- heiður Runólfsdóttir í 100 m bringusundi. Glæsilegt heimsmet Ungverjans Damyi KNATTSPYRIMA „Einsog hnífi væri stungið í lærið“ „ÉG hef aldrei tognað fyrr í lærvöðva og þetta er óskemmtileg reynsla. Ég var á hlaupum og jók snögglega hraðann, en þá var eins og hnífi væri stungið í lærið,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, fyr- irliði Stuttgart, við Morgun- blaðið, en eins og greint var frá í gær meiddist hann, þegar um 30 mínútur voru eftir af leik Stuttgart og Frankfurt í fyrra- kvöld. Vöðvi á hægra læri rifnaði og að sögn Ásgeirs er hann fjórði leikmaður Stuttgart, sem verður fyrir svipuðum meiðslum á tímabil- inu. „Mauricio Gaudino meiddist svona í æfingabúðum hálfum mán- uði fyrir keppnistímabilið og hann hefur ekki enn náð sér, en spilar samt. Ég fékk strax bólgueyðandi sprautu og er mikið betri í dag en í gær, en ég leik örugglega ekki næstu tvær vikumar. Þá er hæpið að ég verði með í landsleiknum gegn Norðmönnum, en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Ásgeir. Þar sem Stuttgart lék í fyrrakvöld á liðið frí í bundesligunni um helg- ina, en fer til Spánar í dag og leikur æfíngaleik við Espanol í Barcelona á morgun. Á þriðjudaginn er heima- leikúr við Köln, útileikur við sama lið í bikarnum annan laugardag og miðvikudaginn 2. september leikur Stuttgart við Bremen og bendir allt til þess að Ásgeir missi af þessum leikjum. 2. DEILD Víkingar efstir eftir sigur á Þrótti VÍKINGAR eru nú á toppi 2. deildar eftir 3:2 sigur á Þróttur- um í Laugardal í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 2:2. Ágúst Ásgeirsson skrífar. Það vom annars Þróttarar sem hófu leikinn af miklum krafti og fengu hvert tækifærið af öðru til að skora. Mistókst það þar til á 15. mínútu er Sigfús Kárason einlék upp vinstri kantinn og skaut bogaskoti úr utanverðum teign- um yfir markvörð Víkinga. Hægðu Þróttarar á ferðinni við markið og það notfærðu Víkingar sér. Sneru vöm í sókn og höfðu jafnað 5 mínútum seinna með lag- legu marki Atla Einarssonar. Stanzlaus sókn Víkinga hélt áfram og á 34. mínútu náðu þeir forystu, 2:1, er Trausti Ómarsson skoraði úr vítaspymu. Þróttarar efldust við mótlætið og jafnaði Sigurður Hallvarðsson, 2:2, á 41. mínútu. Seinni hálfleikur var tíðindalaus þar til á lokamínútunni að Trausti Ómarsson skoraði úr víti, sem hann fiskaði sjálfur, og kom Víkingum þar með í efsta sæti 2. deildar. Maður leikslns: Trausti Ómarsson, Vfking.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.