Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 52
0BRUI1RBÓT -AFÖKYGGISASTÆDUM Nýjungar í 70 ár ISGuðjónáhf. I 91-27233 FOSTUDAGUR 21. AGUST 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Póstur og sími: Símakerfið „aflúsað“ AÐ undanförnu hefur orðið vart við bilun i sjálfvirku símstöðinni í Reykjavík en ein- göngu á númerum sem byija á 6. Hefur samband rofnað við þessi númer þrisvar síðan á föstudag. Ekki er vitað með vissu hvað veldur. „Eitthvað hefur komist inn í tölvustýringuna þannig að fyrst varð vart við truflun á tímabilinu átta til níu á fostudag. Síðan olli bilunin aftur rofi á þriðjudag milli klukkan sex og átta,“ sagði Þor- varður Jónsson framkvæmdar- stjóri tæknideildar Pósts- og síma. „Unnið hefur verið að viðgerð að næturlagi og reynt að komast eft- ir hvað valdi. I fyrrinótt rofnaði sambandið í hálfa klukkustund milli klukkan tvö og þrjú þegar verið var að þrengja þá möguleika sem valdið geta þessari bilun. A tæknimáli kallast viðgerð sem þessi að „aflúsa" kerfið." Stefán Valgeirsson: Óráð að selja ríkis- bankana „ÞETTA er alveg furðuleg máls- meðferð,“ sagði Stefán Valgeirs- son, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, þegar Morgun- blaðið spurði hann álits á þeirri hugmynd að selja Búnaðarbank- ann samhliða Utvegsbankanum. „Það er búið að selja Útvegs- bankann eftir venjulegum við- skiptaháttum." „Ég hef alltaf talið það vera óráð að selja ríkisbankana. Búnaðar- bankinn hefur til dæmis tekið lán erlendis og fengið betri kjör vegna þess að hann er ríkisbanki. Það er enginn launung að ævintýrið með Útvegsbankann hefur gert okkur Islendingum erfiðara fyrir á erlend- um fjármagnsmörkuðum. Ég hélt að stjómvöld ættu að hugsa meira um viðskiptakjör en ekki bara um þetta frelsi sumra sem þau virðast bera svo fyrir bijósti. Þetta er ekki frelsi Sambandsins. Mér finnst þetta fáránleg hugmynd og ég væri algjörlega á móti sölu bankans ef til þess kæmi.“ Eðvarð Þór setti Norður- landamet í baksundi EÐVARÐ Þór Eðvarðsson setti í gærkvöldi Norðurlandamet í 200 m baksundi á Evrópumótinu sem fram fer í Strassborg í Frakklandi. í úrslitasundinu synti Eðvarð á 2.02,79 mínútum og lenti í fjórða sæti. Hann átti sjálfur gamla Norð- urlandametið. Nánar á bls. 51. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins: Ekki næg ástæða til að slíta stjómarsamstarfi fengi Sambandið ekki Utvegsbankann keyptan STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins segir að þótt óánægja myndi ríkja í Framsóknar- flokknum ef gengið yrði framhjá Sambandinu við sölu á hlutabréfum Útvegsbankans væri slíkt ekki næg ástæða til stjórnarslita. Sam- kvæmt könnun sem gerð var i flokksráði Sjálfstæðisflokksins á miðvikudag mun mikill meirihluti flokksráðsmanna vera andvígur því að Útvegsbankinn verði seldur Sambandinu frekar en þeim 33 aðilum tengdum sjávarútvegi sem einnig hafa boðið í hlutabréf bank- ans, og telja að ef slíkt gerist ætti að slíta stjórnarsamstarfinu. Ekki hefur verið birt niðurstaða úr athugun Sjálfstæðisflokksins en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins urðu úrslitin á áðurgreind- an veg. Þegar Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins var spurður um hvort þetta þýddi ekki að Sjálfstæð- isflokkurinn myndi slíta stjómar- samstarfinu ef Útvegsbankinn yrði seldur Sambandinu sagði hann: „Þetta var engin atkvæðagreiðsla, aðeins samráð mitt við mína flokks- menn. Ég hef hinsvegar eftir þetta samráð vitneskju um það að við höfum tekið á málinu í samræmi við þá meginskoðun sem uppi hefur verið meðal okkar fólks. Og ég veit nú um þess hug og við höldum á okkar málum í samræmi við það. Morgunblaðið spurði Steingrím Hermannsson formann Framsókn- arflokksins hver hann teldi að viðbrögð framsóknarmanna yrðu ef gengið yrði framhjá Sambandinu við sölu á Útvegsbankanum. „Ég. hygg að framsóknarmenn myndu telja það ákaflega furðulegt og hlytu að líta svo á að samvinnu- hreyfingin væri talin annars flokks í þessu þjóðfélagi. Það stendur hvergi í söluskilmálunum að sam- vinnuhreyfingin megi ekki kaupa. En að vera með hótanir um stjóm- arslit dettur mér ekki í hug því þetta er á valdi viðskiptaráðherra og við verðum að sætta okkur við það sem hann gerir eftir að hafa ráðfært sig við okkur. Því þó að þetta sé mikilvægt mál eru önnur mál mikilvægari og ríkistjóminni verður að takast þar sitt ætlunar- verk,“ sagði Steingrímur. Ræða átti Útvegsbankamálið á ríkisstjórnarfundi í gær en fundin- um var frestað fram á þriðjudag að ósk fjármálaráðherra svo hann gæti setið ráðstefnu um tollamál. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra átti í gær viðræður við Val Amþórs- son stjómarformann Sambandsins og Kristján Ragnarsson fulltrúa hinna bjóðendanna, en vildi í sam- tali við Morgunblaðið ekki skýra frá efni viðræðnanna og hvorki játa því né neita að verið væri að ræða þann möguleika að breyta Búnaðar- bankanum í hlutafélag og Sam- bandið fengi keyptan meirihluta þar. Jón sagðist reikna með að þess- ar viðræður stæðu fram yfir helgi og vildi ekki spá um hvort úrslit fengjust fyrir r.æsta ríkisstjómar- fund. Þegar Steingrímur Hermannsson var spurður hvort hann teldi að lausn næðist á þessu máli sem allir gætu sætt sig við sagði hann að ef samvinnuhreyfingin og þeir aðil- ar sem að Búnaðarbankanum standa sættu sig við áðurgreinda leið gæti það orðið lausn. „Hinsveg- ar skiljum við það ekki vel að það sé svona ólýðræðislegt að sam- vinnuhreyfingin eignist meirihluta í Útvegsbankanum en það sé í lagi með Búnaðarbankann," sagði Steingrímur Hermannsson. Reykjanesbraut: Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur HARÐUR árekstur varð á Reykjanesbraut á móts við Krýsuvíkurveg um klukkan 16.00 í gærdag. Vörubíll ók í veg fyrir fullhlaðinn mjólkurbíl með þeim afleiðingum að öku- maður og farþegi í mjólkurbíln- um voru fluttir á slysadeild. Mjólkurbíllinn var á leið suður Reykjanesbraut, en vörubíllinn kom niður Suðurbraut og ætlaði yfir Reykjanesbraut á Krýsuvík- urveginn, en ók þá í veg fyrir mjólkurbílinn. Um klukkustund tók að skera flak mjólkurbílsins utan af ökumanni hans og farþega og voru þeir báðir fluttir á slysa- deild. Farþegi í mjólkurbílnum brotnaði á báðum fótum og hand- legg en ökumaður vörubílsins slapp hins vegar lítið meiddur. Miklar annir voru hjá lögregl- unni í Hafnarfirði í gærdag vegna umferðaróhappa og fyrir kvöld- mat höfðu orðið alls sjö útköll vegna árekstra. Ekki var um al- varleg meiðsli að ræða fyrir utan áreksturinn á Reykjanesbrautinni. Morgunblaðiö/Julius Um klukkustund tók að skera flak mjólkurbílsins utan af ökumanni og farþega hans. Á myndinni má sjá björgunarmenn vinna að því að ná hinum stórslasaða farþega út úr flaki mjólkurbilsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.