Morgunblaðið - 23.08.1987, Qupperneq 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987
íieimáníi
©1987 UniverMt Pre»* Syndicete
.KLuKKQn Y\yab strauK
hann ctf spítaLanum. ?"
Þessir hringdu .. .
Þakkir
Jón Júlíusson hringdi:
„Ég vil þakka stúlkunum á 03
innilega fyrir góða þjónustu og
veit að það eru fleiri sem eru sömu
skoðunar.
Ég vil einnig koma á framfæri
kærum kveðjum til séra Árelíusar
Níelssonar. Hann er boðinn og
búinn til að vera nótt og dag með
hinum sjúku og þeim sem eiga
bágt og lætur hluta af launum
sínum til hinna bágstöddu."
Dugnaður á Djúpuvík
U.B. Hveragerði hringdi:
„Mig langar að koma á fram-
færi þakklæti til hinna bráðdug-
legu ungu hjóna Evu og Ásbjöms
á Djúpuvík. Ég gisti á hótelinu
þeirra í sumar sem mér er ógley-
manlegt. Það er ekki hægt annað
en að dást að þeirra framtaki og
dugnaði á þessum níðurnídda stað
sem svo sannarlega má muna sinn
fífill fegurri.
Uppbyggingin sem komin er
er samofin nýju og gömlu í gamla
kvennabragganum og hefur tekist
með ágætum og ekki gleymst að
hafa hreinlæti í fyrirrúmi.
En hvers vegna fær þetta fólk
ekki að njóta þeirra sjálfsögðu
mannréttinda að horfa á sjónvarp?
Hvenær verður tækjunum komið
fyrir í senditækjaskúmum sem
byggður hefur verið á Gjögri?
Þama eru 40 til 50 manns yfir
sumarið auk ferðamanna en að
vetri bara ein eða tvær fjölskyldur
að ég held. Svo er fólk á Suðurl-
andi alveg að farast ef það getur
ekki stillt tæki sitt á fleiri sjón-
varpsstöðvar eða hlustað á
margar útvarpsstöðvar ótruflað.
Við sjáum það svo oft að það er
ekki sama hvort við búum í dreif-
býlinu eða á Stór—Reykjavíkur-
svæðinu.
Ég vil þakka þessu unga fólki
eftir að hafa séð þeirra frábæra
dugnað og einnig Laufeyju Vald-
imarsdóttur fyrir hennar óeigin-
gjama starf fyrir eldri borgara í
Hveragerði.“
Góð þjónusta hjá Flug-
leiðum
Sigrún Reynisdóttir hringdi:
„Ég var að lesa í Velvakanda
á miðvikudaginn bréf frá manni
sem hafði mikið út á þjónustu
Flugleiða að setja og er afar ós-
ammála honum. Ég hef nokkrum
sinnum ferðast með Flugleiðum á
milli landa og verið mjög ánægð
með þá þjónustu sem ég hef feng-
ið. Maturinn hefur verið mjög
góður og finnst mér óskiljanlegt
að einhver hafi eitthvað út á hann
að setja."
Gullúr tapaðist
Ágúst Jónsson Rekavogi 18
hringdi. Hann tapaði gullúri um
helgina og biður skilvísan
finnanda að hringja í síma 34367.
Vel gert við aldraða
Ein gömul hringdi:
„Ég hringi vegna þess að mér
finnst enginn hafa komið á fram-
færi þakklæti fyrir starf sem við
gamla fólkið höfum fengið að
njóta undanfarin sumur. Þar á ég
við sumarferðir eldri borgara á
vegum Félagsmálastofnunar
Rey lq a víkurborgar.
Ég veit að það eru fleiri en ég
sem eru þakklátir. Við fórum
hringinn um landið síðasta sumar
og gistum á Edduhótelum. Mót-
tökumar voru alls staðar góðar
en sérstaklega vil ég koma á fram-
færi þakklæti til starfsmanna
Edduhótelanna á Skógum undir
Eyjaijöllum og í Eiðaskóla. Það
var svo gott að dvelja þar að það
var engu líkt.
í ferðalaginu var fólk alveg upp
undir nírætt og mjög vel hugsað
um alla. Við aldraðir höfum marg-
ir unnið og unnið árum saman og
þegar við hættum erum við
kannski orðin svo gömul að við
treystum okkur ekki til neins á
eigin spýtur svo að þetta er mjög
þarft framtak."
Lyklakippa fannst
V.H. hringdi:
„Ég fann lyklakippu með hús-
lyklum fyrir innan ómerkt tjald-
stæði inn af Fljótshlíð, innan við
Gilsá sunnudaginn 16. sl. Eigandi
lyklanna getur hringt í mig í síma
36489.“
Kastaðu bara kveðju á ann Næsti! — Gjörðu svo vel.
og láttu eins og ekkert sé!
HÖGNI HREKKVÍSI
y-'
Yíkverji skrifar
að er ástæða til að lofa það
framtak Laugarásbíós að
verða fyrst íslenskra kvikmynda-
húsa til að setja íslenskt tal á
teiknimynd sem kvikmyndahúsið er
nú að taka til sýninga. Valhöll heit-
ir teiknimyndin og hefur m.a. unnið
til barnamyndaverðlauna í Cannes.
Ekki ómerkari kraftar en Jóhann
Sigurðarson, Þórhallur Sigurðsson,
Kristinn Sigmundsson og Flosi Ól-
afsson meðal annarra hafa tekið
að sér að gefa teiknimyndafígúrun-
um sem sóttar eru í norrænan
goðsagnaheim, íslenskt líf á hvíta
tjaldinu og er það vel við hæfi.
Éyrir yngstu áhorfenduma, þá sem
ekki hafa lært að lesa eða náð les-
hraða til að lesa íslenskan texta á
tjaldi eða sjónvarpsskjá, hlýtur
þetta framtak Laugarásbíós að
verða mikill gleðiauki. Vonandi
meta foreldrar yngstu þegna lands-
ins þetta frumkvæði að verðleikum
og fjölmenna með böm sín í bíóið
til að sjá Þór og Loka fara á kostum.
XXX
Athyglisverðar eru þær áætlanir
norrænna póst og símamála-
stjórna að koma á laggimar sér-
stöku fyrirtæki til að annast
íjarskiptaþjónustu á alþjóðlegum
grundvelli og sem gerir gagnanet-
um Norðurlandanna kleift að koma
á samböndum út um ajlan heim.
Þessar áætlanir hafa vakið mikla
athygli og þannig sá t.d. hið virta
stórblað The Financial Times
ástæðu til að geta áforma Norður-
landanna um stofnun SCANTEL-
fyrirtækisins í forsíðufrétt í sl. viku.
Þar kom fram að íjarskipta- og
gagnanetsþjónusta af því tagi sem
Norðurlöndin ráðgera með SCANT-
EL á sér ekki hliðstæðu í heiminum
í dag en um langt skeið hafa verið
uppi áform meðal helstu landa Evr-
ópu að koma á laggimar áþekku
samstarfi á evrópskum grundvelli
án þess að af því hafí orðið til
þessa. Financial Times telur hins
vegar að SCANTEL geti orðið upp-
hafíð að slíku evrópsku samstarfí
og víst er að norrænu póst- og síma-
málastofnanimar eru reiðubúnar að
. víkka út þetta samstarf, ef áhugi
reynist fyrir slíku meðal annarra
Evrópuþjóða.
Það er ánægjulegt ef þetta norr-
æna frumkvæði getur orðið til þess
að greiða fyrir milliríkjasamböndum
á sviði tölvugagnasamskipta, svo
mikilvæg sem slík samskipti eru
að verða á þessari upplýsingaöld.
íslenska póst- og símamálastofnun-
in á að vísu eftir að fá heimild
ríkisstjómar og Alþingis til að ger-
ast eignaraðili í SCANTEL en engin
ástæða er til að ætla annað en það
verði auðsótt mál, þegar tekið er
tillit til þeirra hagsmuna er þarna
eru í húfí.
XXX
Iíslenskri bókaútgáfu sem ann-
arri gildir það lögmál að vera
hittinn á það lesefni sem líklegast
er til vinsælda hjá hinum almenna
lesanda. Hér virðist törfraformúlan
einatt vera viðtalsbók við einhveija
þá persónu sem mikið hefur verið
í fréttunum og látið að sér kveða
á vettvangi þjóðmála eða í listalíf-
inu. Þannig hefur nú flogið fyrir
að bæjarstjórinn í Hafnarfírði, Guð-
mundur Ámi Stefánsson sé að
vinna að slíkri bók um Guðmund
J. Guðmundsson sem hlýtur þá að
koma sterklega til álita á metsölu-
listum væntanlegrar jólabókaút-
gáfu.
í útlöndum verða metsölubæk-
umar einatt til með frumlegri
hætti. Metsölubókin í Þýskalandi
er til að mynda eftir liðalega fertug-
an grunnskólakennara og gárunga,
Winfried Bomemann að nafni.
Hann hafði einhveiju sinni lent í
veðmáli við félaga sína um það
hvort tiltekinn pfenningspeningur
væri falsaður eða ekki og skrifað
þarlendum seðlabanka ósk, um úr-
skurð í þessu deiliefni. Árangurinn
var lærð skýrsla um myntsláttu frá
seðlabankanum. Litlu síðar skrifaði
Bomemann knattspymuhetjunni
Karl-Heinz Rummenigge bréf til að
óska eftir eiginhandaráritun fyrir
tilbúinn son sinn og þegar hann
fékk innvirðulegt svarbréf til baka
kviknaði hugmyndinn.
Bomemann bjó til persónuna
Gerda von Nussik, aldraða konu án
erfíngja, sem skrifaði ýmsum fræg-
um persónum um allan heim bréf
og gerði þeim tilboð að verða einka-
erfíngjar að auðæfum hennar.
Meðal þeirra sem sáu við gabbinu
vom Eddy Murphy og Ronald Reag-
an sem báðir stungu upp á því að
hún arfleiddi liknarfélög að auð-
legðinni. í gryíjuna féllu hins vegar
Idi Amin, Tony Curtis og fjallamað-
urinn Reinhold Messner ásamt
Marlene Dietrich meðan Walter
Mondale, forsetaframbjóðandi,
stakk upp á að Gerda von Nussik
arfleiddi NATO að öllum eigum
sínum. Það er rétt að taka fram
að Bomemann upphóf sprellið í lok
síðasta áratugar og hefur síðan
skrifað bréf til ótölulegs fjölda
frægs fólks og svörum þess hefur
hann nú safnað saman í bók sem
selst betur en nokkur önnur í bóka-
búðum í Þyskalandi um þessar
mundir.
Þetta er kannski frumleiki sem
íslensk bókaútgáfa ætti að gefa
gaum.