Morgunblaðið - 23.08.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987
B 27
Skrímslaleit í Skotlandi
Ágæti Velvakandi
Mig langar til að hella nokkrum
vænum tárum úr viskubrunni
mínum í staup hinna auðtrúuðu.
En þannig er nú mál með vexti
að grein nokkur birtist í Velvakanda
þann 20. þessa mánaðar og fjallaði
um hið fræga Loch Ness skrímsli
eða „Nessie" eins og við sem vitum
betur nefnum þetta hugarfóstur
einfaldlega.
Hugarfóstur? Já, hugarfóstur!
Sem dæmi má geta þess er ég, sem
er nú hálfur Skoti (Nessie) og hálf-
ur íslendingur (Lagarfljótsormur)
en ekki eitthvað sem birtist á ís-
landi úr annarri vídd vegna dul-
rænna áhrifa, var staddur í
Skotlandi fyrir átta árum með hjálp
Flugleiða og eigin hreyfiorku en
ekki vegna dulrænna afla.
Fór ég ásamt frænda mínum til
Loch Ness í köfunarleiðangur. Ekk-
ert skrímsli var að finna en vatnið
var kalt og skyggni lélegt, þótt
aðeins væri farið niður á þriggja
metra dýpi svo ekki sé minnst á
hina tíu.
Að loknu sundi var farið á krá
eina og teygaður bjór og viskí.
Rætt var um ísland og fleira gáfu-
legt eins og skrímslið. Spurði ég
öldung einn um það hvort virkilega
væri skrímsli í vatninu. Hann glotti
við tönn og sagði eitthvað á þessa
leið: „Nei, við þurfum ekki að sjá
það núna. Það er svo mikið um
ferðafólk þetta sumarið."
„En hvað þá um Columba hinn
helga? Munkinn sem rak óvættinn
í vatnið fyrir um 600 árum síðan,“
spurði ég.
„Hann var klikkaður. Til þess að
geta verið tekinn í dýrlingatölu,
verður maður að vera klikkaður.“
Virtist þeim gamla vera í nöp við
ákveðinn trúarhóp sem óþarfi er
að fjölyrða um hér.
En hvað aðra trúarhópa varðar
virðist sem svo að þar sem tilvist
Nessie verður aldrei sönnuð, ein-
faldlega vegna þess að „hún“ er
bara hugarfóstur, verða menn að
finna aðra leið eins og að láta
„hana“ birtast annað slagið vegna
dulrænna áhrifa.
En það eru börn sem eiga að lifa
í ævintýraheimi álfa og óvætta en
fullorðið fólk í heimi raunveruleik-
ans.
Ronald Kristjánsson
P.S. Meðan ég man, þá er jú til
skrímsli í Loch Ness en það sökk
rétt fyrir utan Uroqhuart kastala
þegar verið var að taka kvikmynd
um Sherlock Holmes á sjöunda ára-
tuginum. Til er fræg ljósmynd er
sýnir bægsli ólíkt því á nokkru lif-
andi dýri en þeir sem vita betur
vita að þetta er (var) eign ensks
kvikmyndavers.
Frelsi og öryggi
á vegum landsins
Sleggjudómar
Rakel Sigurðardóttir skrifar:
Ég las grein eftir Önund Ás-
geirsson þriðjudaginn 18. ágúst sl.
í Morgunblaðinu. Greinin heitir
„Náttúruvemd og selir".
Ég er á sama máli og hann í
sambandi við það sem hann segir
um „náttúruverndarsamtök“, sem
ganga undir nafninu „Greenpeace".
Ég var stödd í Ísrael þegar ég
las í „Jerusalem Post“ að tveir
þokkapiltar úr álíka samtökum sem
nefna sig „Sea Shepherd" hefðu
sökkt tveimur hvalveiðiskipum í
Reykjavíkurhöfn og unnið spellvirki
í hvalveiðistöðinni í Hvalfirði. Þegar
þessir hryðjuverkamenn komu heim
til sín var þeim fagnað sem hetjum!
Ég er hjartanlega sammála
greinarhöfundi um að fólk í slíkum
samtökum, eða sem einstaklingar,
eigi að snúa sér frekar að sínum
eigin löndum í sambandi við nátt-
úruspjöll. Ekki veitir víst af!
Aftur á móti setur hann sjálfa
greinina á lægra plan með því að
fullyrða að Svíar séu siðspilltasta
þjóð Evrópu. Hvaðan hefur maður-
inn þessar upplýsingar? Hafa verið
gerðar nokkrar markverðar rann-
sóknir um þetta? Eða þekkir hann
svo mörg lönd í Evrópu að hann
geti fullyrt þetta af sinni eigin
reynslu? Éða eru þetta bara sleggju-
dómar?
Ósköp þykir mér það líka ömur-
legt, að annað hvort hefur maðurinn
uppi sleggjudóma um hinn frábæra
listamann Svía, Ingmar Bergman,
eða hefur ekki meiri listasmekk en
svo að hann kann ekki að meta list
Ingmar Bergmans.
Hvað hefur verið fórnað mörgum
mannslífum í umferðinni á undan-
förnum árum? Þau teljast í tugum
á hveiju einasta ári.
Nýlega var hámarkshraðinn auk-
inn upp í 90 km á klukkustund á
vegum úti. Nú var það á allra
manna vitorði, að með því var enn
verið að auka hættuna, því að við
sem ökum úti á vegunum og héldum
okkur á fyrrverandi hámarkshraða,
sáum á eftir næstum hvetjum ein-
asta bfl hverfa úr augsýn.
Aldrei hefi ég orðið vitni að því
að þeir sem þannig brutu reglur
umferðarlaganna hafi verið stöðv-
aðir af vegalögreglunni og þeir
áminntir. Aldrei. Enda var hækkun
hámarkshraðans rökstudd með því
að þeir sem vildu aka hraðara en
hámarkshraði var leyfður, þyrftu
þá ekki að lenda í því að btjóta
umferðarlögin. Stefnan er: Meiri
hraði, meiri hraði, skítt með manns-
lífin.
En nú sl. sunnudag varð ég vitni
að því að vegalögreglan lét til sín
taka. Fjórar konur voru í bíl á
skemmtiferð á Borgarfjarðarleið.
Veðrið og landið skartaði öllu því
fegursta sem ísland getur nokkru
sinni átt. Bílstjórinn ók rólega í
nokkurri umferð og hélt sig vel úti
á kanti. Útsýnið heillaði og verið
var að horfa til fjalla og jökla og
ræða um umhverfið og njóta hinnar
björtu sunnudagsferðar, þegar allt
í einu kemur vegalögreglan og
stöðvar bílinn.
Hvað var um að vera? Var eitt-
hvað athugavert við bílinn sem
hann vildi hjálpa til við að lagfæra?
Bílstjórinn opnar hurðina og spyr
hvað sé að. Þú ekur allt of hægt,
umferðin getur tafist, svarar
hnappamaðurinn ákveðinn.
Er kominn lágmarkshraði hér á
Borgarfjarðarleiðum? spyr bílstjór-
inn. Nei, ekki er það nú, svarar
hnappamaður, en ef ekið er svona
hægt með beinu línunni þá er hætta
á að menn freistist til að bijóta
reglumar með, því að aka fram úr
á óbrotinni línu.
Nú ber allt að sama brunni. Öku-
maður má ekki hafa frelsi til að
aka á löglegum hraða sem honum
hentar, vegna þess að þeir sem vilja
aka hraðar, jafnvel yfir hámarks-
hraða, þyrftu líka að bijóta um-
ferðarreglurnar með því að þurfa
að drífa sig fram úr yfir óbrotna
línu.
Við sem ökum á lögleyfðum
hraða krefjumst í nafni frelsisins
að mega aka á vegum landsins eins
og okkur hentar og að líka sé tekið
tillit til okkar, ekki síður en þeirra
sem aka á hámarkshraða og þeirra
alltof mörgu sem með of hröðum
akstri, þótt hámarkið sé komið í
90 km á klukkustund eru tilbúnir
að bijóta umferðarlögin.
Kona í Borgarnesi
Margir þekktu brýrnar
Þriðjudaginn 11. ágúst voru birt-
ar í Velvakanda fjórar myndir sem
Geir G. Zoega hafði tekið á sínum
tíma en ekki var vitað hvar. Var
skorað á lesendur að hafa samband
við Viktor Ingólfsson hjá Vegagerð
ríkisins ef þeir þekktu brýrnar.
Margir höfðu þegar hringt í Viktor
eftir að myndirnar voru birtar í
Vegamálum, tímariti vegagerðar-
manna, en margir lesendur Velvak-
anda þekktu þær einnig og nú er
vitað hvar allar myndirnar voru
teknar.
Mynd 1. Brú yfir Síká í Hrúta-
firði. Brúin stendur ennþá en
búið er að byggja nýja við hlið-
ina á henni.
Mynd 2. Brú yfir Bláskeggsá
við Þyril í Hvalfirði. Brúin er
löngu komin úr notkun en leif-
arnar af henni standa ennþá.
Mynd 3. Brattabrekka, ef
myndin prentast vel má greina
foss í Bjarnardalsá í baksýn.
Mynd 4. Þessi mynd er tekin í
Þingeyjarsýslu við Laxárvirkj-
un, nú er búið að virkja fossana
sem sjást fyrir ofan brýrnar.
ÚTSALA
Garn — garn
Frábært verð.
Póstsendum.
Óðinsgata 1, sími 13130.
KUPLINGSPRESSUR
KÚPLINGSDISKAR
KÚPLINGSLEGUR
Fyrir flestar tegundir
evrópskra og japanskra
fólks- og vörubifreiða.
Útvegum í allar helstu tegundir
fólks- og vörubifreiða.
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKIN N
SUPURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670