Morgunblaðið - 28.08.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.08.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Vörubíllinn, sem talið er að hafi verið notaður sem skotpallur flauganna. Reuter Reuter Jafnaðargeð fórnarlamba flóðanna Dhaka, Reuter. Á myndinni má sjá hvar fóm- arlömb flóðanna í Bangladesh búast til að yfirgefa heimili sitt í útjaðri Dhaka, höfuð- borgar Bangladesh. Milljónir manna em heimilislausar í þessum mestu flóðum í landinu í fjömtíu ár. Japan: Eldflaugaárás á keisarahöllina Tókíó, Reuter. AÐ MINNSTA kosti fimm heima- smíðuðum eldflaugum var í gær skotið að keisarahöllinni í miðri Tókíó-borg. Enginn meiddist af völdum flauganna og tjón var lítið. Lögreglan telur að komm- únískir öfgamenn standi að baki árásinni. Keisarahjónin voru ekki í höllinni þegar atvikið átti sér stað, en vinstrisinnar hafa að undanfömu sagst munu reyna að koma í veg fyrir fyrirhugaða heimsókn Hiro- hitos keisara til eyjarinnar Okin- awa. Ástæðuna segja þeir vera þá að enn hafi ekki gróið um heilt milli eyjarskeggja og stjómarinnar í Tókíó eftir-seinni heimstyijöldina. Hundruð þúsunda japanskra her- manna og Okinawa-búa féllu í bardögum um eyna undir lok heims- styijaldarinnar, en Okinawa var eina eyja Japans, sem barist var á. Lögreglan fann vörubíl í ljósum logum um einn og hálfan kílómetra frá keisarahöllinni og er talið að eldflaugunum hafí verið skotið úr honum. Ekki er enn ljóst nákvæm- lega hvað tilræðismennimir hugð- ust hæfa með flaugunum. Suður-Afríka: Námaeigendiir reynast harðir í hom að taka Setuverkfall í dýpstu námu heims Jóh&nnesarborg, Reuter. BLAKKIR námamenn fóru í gær í setuverkfall í dýpstu námu heims, en námaeigendur tilkynntu að þeir hygðust reka rúmlega 13.000 námamenn. Þessir atburðir sigla í kjölfar kosningar í fyrrakvöld, en þá felldi yfirgnæfandi meirihluti hinna 250.000 námaverkamanna tilboð námaeigenda. Verkfallið hefur nú staðið í 19 daga. Verkalýðssamtök námamanna (NUM) sagði að setuverkfallið hefði hafist eftir að vopnaðir öryggisverð- ir námaeigenda ráku námamenn úr svefnskálum sínum og þröngv- uðu þeim niður í námumar. Talsmaður Anglo American-sam- steypunnar vildi ekki svara ásökun- um NUM, en staðfesti að um 3.000 námamenn væru í setuverkfalli í námunni. Náman er 3,7 km djúp og þarf stóreflis frystivélar til þess að kæla loftið, sem dælt er niður í námuna, til þess að hitastig sé bærilegt. Anglo American sagðist í gær mundu reka alla verfallsmenn í námunni, en alls vinna um 7.500 manns þar. Auk þess voru um 10.000 verkfallsmenn aðrir reknir við aðrar námur fyrirtækisins. Þá setti fyrirtækið um 18.000 náma- mönnum öðrum afarkosti; að þeir sneru þegar til vinnu eða yrðu að öðrum kosti reknir. „Við munum nú einbeita okkur að því að koma námavinnslunni í eðlilegt horf á ný,“ sagði talsmaður fyrirtækisins og gaf í skyn að það hefði gefist upp á viðræðum við NUM og hygð- ist nú ráða nýtt vinnuafl. Verkamannasamband Suður- Afríku íhugar nú að blanda sér í deiluna. „Verkamenn eru reiðir yfir því að félagar þeirra í námunum, sem eru helstu auðlindir landsins, séu beittir ofríki; á þá er skotið, táragasi beitt gegn þeim, þeir svelt- ir, handteknir og hafðir í varðhaldi," sagði framkvæmdastjóri Verka- mannasambandsins, Jay Naidoo. „Þekki Námaráðið [samtök náma- eigenda] ekki vald okkar, fá þeir að kynnast þv!.“ Upphaflega krafðist NUM 30% launahækkunar, en lækkaði síðan kröfu sína niður í 27%. Þá var tek- ið fram að laúnakrafan yrði ekki lækkuð þrátt fyrir að námeigendur byðu ýmis bætt kjör önnur. IRA-menn drepa tvo lögregluþjóna Belfast, Reuter. Hryðjuverkamenn Irska lýðveld- ishersins (IRA) réðust í fyrra- kvöld inn á þröngt setna krá og skutu tvö lögregluþjóna til bana og særðu tvo aðra gesti. Byssumennimir ruddust inn á krána hófu skothríð og flúðu af vett- vangi að því loknu. Hinir tveir særðu liggja nú á sjúkrahúsi. IRA lýsti ábyrgðinni á hendur sér. < '</) —i 2 Nú eru sprengidagar framundan. Farðu út í næstu matvörubúð og fáðu þér saltkjöt og súpukjöt frá Sláturfélaginu með 15% afslætti á meðan tækifæri gefst. SLÁTURFÉLAG UÐURLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.