Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 5 Iðnþróunarstofnun Norðurlanda: Leitað til fleiri aðila varðandi tæknivæðingu í fyrstihúsunum Morgunblaðið/Bjami Sex af sjö stjórnarmönnum Iðnþróunarstofnunar Norðurlanda á fundi með fréttamönnum á Hótel Sögu, að loknum stjórnarfundinum á fimmtudag. STJÓRNARFUNDI í Iðnþró- unarstofnun Norðurlanda, þeim fyrsta sem haldin er hér á landi, lauk á Hótel Sögu __ síðastliðinn fimmtu- dag. Á fundinum var meðal annars rætt um framhald á íslandsverkefni stofnunar- innar, sem er að þróa nýja framleiðslutækni og nýtt framleiðsluskipulag í frysti- húsum. Erlendur Einarsson, fulltrúi íslands í stjórninni, sagði að loknum stjórnar- fundinum að ákveðið hefði verið að halda þessu mikil- væga starfi áfram, meðal annars með þvi að leita til fleiri aðila á sviði nútíma tæknivæðingar varðandi nánari útfærslu á þessu verkefni. Erlendur sagði að ástæðan fyrir því að þetta verkefni varð fyrir valinu hafi verið að frystiiðnaður- inn hefði orðið útundan í tækni- byltingunni, sem meðal annars hefði leitt til þess að sífellt hefur orðið erfiðara að manna frystihús- in auk þess sem launakjör og starfsumhverfi í frystihúsum hefur ekki uppfyllt kröfur tímans. Fyrsta skrefið var því að gera forkönnun á stöðunni í íslenskum frystiiðnaði sjávarafurða. Að þeirri úttekt unnu fúlltrúi frá Volvo í Gautaborg, sem hefur reynslu í nútíma tæknivæð- ingu og fulltrúi frá Vinnurann- sóknarstofnunni í Osló. Samstarf um þetta verkefni hefur verið við Sjávarafurðadeild Sambandsins og er nú ráðgert að bjóða öðrum aðil- um í íslenskum frystiiðnaði þáttöku í þessu verkefni. A stjómarfundinum í Reykjavík var ennfremur rætt um væntan- lega Upplýsingatæknistofnun Norðurlanda, en í tillögum Gyllen- hammemefndarinnar var gerð tillaga um að koma á fót slíkri stofnun til þess að styrkja stöðu Norðurlanda í menntun á upplýsin- gatækni. Stjóm Iðnþróunarstofnunar Norðurlanda skipa nú Ulf Sund- qvist, bankastjóri í Helsingsfors, sem er formaður, Erlendur Einars- son fyrmrn forstjóri, Per Hedwall forstjóri Vesterás. Sune Áhlén frá Samtökum norrænu launþega- hreyfinganna, Henrik Baasch, framkvæmdastjóri Kaupmanna- höfn, Káre Moe, forstjóri Osló og Fridtjov Clement ritari Norrænu ráðherranefndarinnar, sem er áheymarfulltrúi. Daglega stjóm annast Lars Buer í Osló. Einkareikningur Landsbankans er tékkareikningur með háum vöxtum, sem gefur kost á heimild til yfirdráttar og láni, auk margvís- legrar greiðsluþjónustu. Einkareikningur er framtíðarreikningur. Einkareikningur er nýr reikningur sem kemur til móts við þær kröfur sem viðskiptahættir nútímans gera um arðsemi og sveigjanleika. Vextir eru reiknaðir daglega og eru miklu hærri en áður hafa þekkst, sem þannig sparar þér snúninga við að færa á milli tékkareikninga og sparisjóðsbóka til að fá hærri vexti. Þeir fara ekki stighækkandi eftir upphæðum heldur eru jafnháir af öllum innstæðum. Þú getur sótt um allt að 30.000 króna yfirdráttarheimild til að mæta tímabundinni aukafjárþörf og möguleiki er á allt að 150.000 króna láni til allt að tveggja ára í tengslum við Einkareikninginn. Reikningnum fylgir bankakort sem hægt er að nota í tvennum tilgangi, sem ábyrgðarkort í tékkaviðskiptum og sem aðgangskort að hraðbönkum. Bankakortið gerir 16-17 ára unglingum kleift að stofna Einkareikning. Þeir nota bankakortið í stað tékkheftis þar til þeir hafa náð aldri til að mega nota tékkhefti. Einkareikningur er þess virði að kynna sér hann betur. Snúðu þér til næsta afgreiðslustaðar Landsbankans og fáðu nánari upplýsingar. Einkareikningur er framtíðarreikningur. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.