Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Kosningaúrslitin voru viðvör- un fyrir Sjálfstæðisflokkinn — sagði Sólveig Pétursdóttir á þingi sjálfstæðiskvenna Hér fer á eftir rœða, sem Sól- veig- Pétursdóttir flutti á þingi Landssambands sjálfstæðis- kvenna um síðustu helgi: Konur og stjómmál eru eðlilegt umræðuefni á þingi sem þessu. Það er eðlilegt vegna þess, að það eru sjálfstæðiskonur, sem hér þinga og það er líka eðlilegt, þegar litið er til þess, hversu lítið konum hefur orðið ágengt og þá einkanlega í okkar flokki, Sjálfstæðisfíokknum. En hverju er um að kenna? Eru þetta kannski forlög, örlög eða jafnvel álög? Varla held ég að nokkur maður sé svo forlagatrúar, þegar litið er til þeirrar baráttu kvenna til að hasla sér völl í íslensk- um stjómmálum. Enda segir í þekktri stöku Páls Vídalín: Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr ýmsum stað, en ólög faeðast heima. Svo er nú það. Er hér þá alfarið við forystu Sjálfstæðisflokksins að sakast í. þessu efni? Fæðast ólögin þar? Nei, svo einfalt er þetta ekki. Bæði er það, að þeir menn, sem nú em í fyrirsvari fyrir flokkinn, ekki sízt formaður flokksins, Þor- steinn Pálsson, sem og reyndar fyrrverandi formenn flokksins, eru og voru að mínu mati sér mjög meðvitaðir um þá nauðsyn að bæta stöðu kvenna innaii flokksins. Það verður hinsvegar að viðurkennast, að prófkjörin hafa ekki reynst okk- ur konum nógu hagstæð í gegnum tíðina. Reynslan hefur sýnt, að þar verður yfirleitt mestur hagur þeirra, sem fyrir sitja og þekktastir em meðal flokksmanna. Formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna hafði þetta til málanna að leggja í fréttabréfi: „Margar skýringar em á því, hvers vegna fleiri konur hafa ekki náð í efstu sætin á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins. Ein er sú, að fá sæti em laus. Önnur er að kven- frambjóðendur em í fæstum tilvik- um fulltrúar stétta, en margir frambjóðendur setjast í sæti í um- boði ákveðinna hópa eða stétta þjóðfélagsins. Þriðja ástæðan gæti verið, að konur hafí lítinn áhuga á framboðsmálum í þeirri mynd, sem þau hafa þróast á undanfömum ámm.“ Hér er væntanlega átt við próf- kjörin og þá hörku, sem fylgir þeim nú. Þetta er mergur málsins, eigum við bara að gefast upp og bíða eft- ir tilboði frá uppstillingamefnd? Á það get ég engan veginn fallist. Við verðum að halda áfram barátt- unni á jafnréttisgrundvelli þrátt fyrir að hægt hafí miðað. Á meðan prófkjörin em við lýði verðum við að taka þátt í þeim, þau byggja jú á lýðræði ef þátttakendur virða leik- regjur. Á ársriti Kvenréttindafélags ís- lands, 19. júní, síðasta tölublaði, em m.a. 4 karlmenn spurðir að þvf, hvaða leiðir séu vænlegastar til að koma konu á þing. Sá fyrsti, Þor- bjöm Broddason, lektor, sker sig frá hinum. Yfírskrift hans svars en „Homkerlingar við háborð valds- ins.“ Hann leggur aðaláherslu á hlutdeild kvenna í stjóm verkalýðs- hreyfínga. Ennfremur segir hann: „Til þess að ná þessu marki verða konur að ná vel saman sjálfar og beita síðan fortölum við þá karla, sem sitja á fleti fyrir. Þegar fortöl- ur duga ekki ber hiklaust að hóta stofnun sérsambanda kvenna á vinnumarkaði og gera alvöru úr slíkum hótunum, ef þörf krefur." Elías Snæland Jónsson, ritstjóri, segir hinsvegar í sínu svari: „Kjami málsins er líklega sá, að enginn kemst fyrirhafnarlaust á þing, hvorki karl né kona. Til þess að ná slíkum áfanga þarf yfírleitt mikla baráttu og mikið starf. Konur, sem ekki hafa vilja eða aðstæður til að leggja út í slíkt geta því að öðm jöfnu ekki vænst þess að ná sæti á þingi. Það þarf að breyta aðstæðum og kannski í mörgum tilvikum að efla viljann líka.“ Ólafur Þ. Harðarson, lektor, seg- ir: „Bezta leiðin til að Ijölga konum á þingi sýnist mér einfaldlega sú, að konur beijist í vaxandi mæli fyrir auknum áhrifum á hveijum þeim vettvangi, sem þær kjósa sér. Konur hafa auðvitað mjög ólíkar hugsjónir og þeim geta hentað mjög ólíkar baráttuaðferðir. En án ein- hverskonar baráttu næst enginn árangur." Að lokum er Ólafur E. Friðriks- son, fréttamaður, hann segir: „Meðan svo fáar konur, sem raun ber vitni sitja í bæjar- og sveitar- stjómum, svo fáar em í forsvari fyrir fyrirtæki og stofnanir eða em ★ í ■b\3 ri tfikuetrasfciPtSfafla • ei cet*19et ingshaírVíwa seZ xTÍ&oifxjttt °rY. X a en vl j 5 e co f c s. í forystu félaga innan flokkanna, em litlar líkur á, að hlutfall kvenna á Alþingi breytist vemlega. Svarið við spumingunni hlýtur því að vera, að hlutfall kvenna aukist í beinu framhaldi af aukinni þátttöku þeirra á fyrrgreindum sviðum og þá er það bezta leiðin. Konur hoppa ekki alskapaðar inn í æðsta stjóm- sýslustigið, Alþingi, frekar en karlar." Það var og! Þetta em sjónarmið, sem í sjálfu sér er ekki hægt að líta fram hjá. En það má ekki gleymast, að það er fjöldi sjálfstæð- iskvenna, sem hefur starfað ötul- lega bæði innan flokks og utan í allskyns ábyrgðarstörfum, en hafa ekki hlotið umbun fyrir erfíði. Þess- ar konur hafa sterka pólitíska vitund, þær hafa viljann engu síður en karlamir, en spumingin er: Er haldið aftur af þeim? Em of margir sjálfstæðismenn ' ennþá þeirrar skoðunar, að ein kona á framboðslista sé kvótinn? Það virðist vera og þess geldur Sjálf- stæðisflokkurinn nú. Forysta Sjálfstæðisflokksins fékk viðvömn. Ifyrst í sveitarstjóm- arkosningunum 1982, þegar Kvennaframboðið leit dagsins ljós. Og aftur í næstu sveitarstjómar- kosningum, 1986, þegar Sjálfstæð- isflokkurinn tapar vemlegu fylgi víða á landsbyggðinni, enda þótt hann ynni glæstan sigur í Reykja- vík, sem að mínu mati var mikið til fyrir persónulegar vinsældir Davíðs Oddssonar, borgarstjóra. Úrslit síðustu Alþingiskosninga fólu einnig í sér viðvömn, eða öllu held- ur refsingu, fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Það er ekki nokkur vafí á því í mínum huga, að ásamt framboði Borgaraflokksins höfðu kjara- og jafnréttismál veruleg áhrif á kosn- ingaúrslitin, einkum hvað konur varðar. Enda tókst Kvennalistakon- um að tvöfalda þingmannafjölda sinn. Ég tel þessa tvo málaflokka, kjara- og jafnréttismál, eiga sam- leið þar sem sú staðreynd blasir við, að stærsti láglaunahópurinn er einmitt konur. Við teljum það sjálf- sögð mannréttindi, að sömu laun Sólveig Pétursdóttir „Ég- tel þessa tvo mála- flokka, kjara- ogjafn- réttismál eiga samleið þar sem sú staðreynd blasir við, að stærsti láglaunahópurinn er einmitt konur. Við telj- um það sjálfsögð mannréttindi, að sömu laun séu greidd fyrir sömu vinnu, en dæmin eru alltof mörg um hið gagnstæða. Þegar ekki er hægt að skýra slíkan launamun milli kynj- anna þá er um misrétti að ræða. séu greidd fyrir sömu vinnu, en dæmin eru alltof mörg um hið gagn- stæða. Þegar ekki er hægt að skýra slíkan launamun milli kynjanna þá er um misrétti að ræða. Við þetta bætist óánægja með skóla- og dag- vistarmál, þar sem ekki hefur verið komið nægjanlega til móts við þarf- ir útivinnandi foreldra ungra bama. Það hlýtur reyndar að vera verðugt umhugsunarefni fyrir stjómvöld einmitt núna, þegar fslensk fram- leiðslufyrirtæki eiga í miklum erfíðleikum vegna manneklu. Fram- leiðslufyrirtækin skapa þjóðarverð- mætin í þessu landi, iðnfyrirtækin, Jason Robards, Winona Ryder og Jane Alexander leika aðalhlutverk- in í myndinni „Hver er ég?“, Laugarásbíó sýnir myndina „Hver er ég?“ milljónir, á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111. LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Hver er ég?“. Með aðalhlutverk i myndinni fara Winona Ryder, Jason Ro- bards, Jane Alexander og Rob Lowe. „Hver er ég?“ er um stúlkuna Gemmu (Winona Ryder). Gemma er trúuð og samviskusöm 13 ára stúlka sem býr á sveitabæ hjá önug- um afa sínum (Jason Robards). Gemma veit ekki hver faðir hennar er og af þeim sökum leita margar spumingar á hana. Hún yfirgefur afa sinn og fer á fund móður sinnar (Jane Alexander). Þar hittir Gemma meðal annarra ungan pilt (Rob Lowe) sem verður ástfanginn af henni, segir í frétt frá kvikmynda- húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.