Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 29 Valdaránið í Burundi: Forsetinn kom- inn til Kenýa París, Reuter. FORSETI Afrikurikisins Bur- undi, Jean-Baptiste Bagaza, sem hélt heimleiðis eftir að fréttist af valdaráni hersins i Burundi, hœtti við að fljúga til höfuð- borgarinnar Biýumburi og er talinn vera staddur í Nairobi í Kenýa. Yfirvöld þar veijast allra frétta. Herforingjar tóku völdin í Bur- undi á fimmtudag er forsetinn var staddur í Kanada á ráðstefnu leið- toga frönskumælandi þjóða. Forset- inn var talinn vera á leið heim og lenti flugvél hans í Nairobi í Kenýa á tilskildum tíma. Landamærum og flugvöllum Burundi var lokað við valdatökuna og ijarskiptasamband var rofíð. Varð flugvél forsetans ' því að snúa frá og var haldið að hann myndi fara til nágrannaríkis- ins Rúanda, en forsetanum var neitað um lendingarleyfi þar og er hann nú staddur í Nairobi. Mi m?' ■ w Pólland: Samstöðufélagar sektaðir Varsjá, Reuter. PÓLSKUR dómstóll hefur dæmt sex félaga i Samstöðu, hinu ólög- lega verkalýðsfélagi i PóUandi, tíl að greiða háar fjársektir fyrir að taka þátt i fjöldasamkomu á sjö ára afmæli félagsins. Einn þeirra var Jozef Pinior, einn af frammámönnum Samstöðu. Hann sagði fréttamönnum á fimmtudag að sektin, 50 þúsund zlotij, næmi tveggja mánaða meðal- launum. Hann sagðist ásamt félögum sínum myndu áfrýja dómn- um. Samkoman á afmælinu á mánudag var á lóð verksmiðju í Wroclaw. Lögreglan stöðvaði fund- inn þegar hálf klukkustund var liðin. Lögreglumaður færir einn leiðtoga verkfaUsmanna i borginni Ulsan á brott. Reuter Suður-Kórea: • • Oryggissveitir hand- taka verkfallsmenn Seoul, Reuter. SVEITIR óeirðalögreglu réðust inn i tvær verksmiðjur i Suður- 4* Heimsókn Honeckers til Vestur-Þýskalands: Leiðtogi A-Þjóðverja vitjar heimahaganna HÚS númer 88 við Kuchen- bergstrasse er aðeins nokkur hundruð metra frá Karl-Marx- Strasse. Þann tíunda þessa mánaðar verður húsið og allt nágrennið girt af og öryggis- verðir verða á hveiju strái í borginni Neunkirchen i Saar- landi í Vestur-Þýskalandi. Þá mun Erich Honecker, leiðtogi austur-þýska kommúnista- flokksins, snúa aftur tíl heima- bæjar sins. Honecker er væntanlegur í fímm daga heimsókn til Vestur- Þýskalands og hann hyggst veija nokkrum klukkustundum í sínum gamla heimabæ. Hann mun fara að gröf foreldra sinna í fyrsta skipti og að því loknu mun systir hans bjóða honum í kaffí og kök- ur. Hún býr í Kuchenstrasse 88 en húsið hlaut hún í arf frá foreld- rum þeirra. íbúar Neunkirchen og ná- grannabæjarins Wiebelskirchen þar sem Honecker ólst upp eru ekki yfír sig spenntir yfír heim- komu kommúnistaleiðtogans. Ævisaga þessa frægasta sonar bæjarins er til sölu í bókabúðum en „fjölmargar bækur seljast mun betur," segir einn afgreiðslumað- urinn með glott á vör. „Já, hann Erich. Leyfum honum að koma. Hvers vegna ekki? Hann er hvort eð er kominn á eftirlaunaaldur og þess vegna er honum hleypt út úr Austur-Þýskalandi," segja hin- ir eldri íbúar bæjarins. „Það skiptir okkur engu,“ bæta margir við. Tveir leigubílstjórar sem grein- arhöfundur ræddi við voru á öðru máli og sögðu að Honecker ætti að halda sig þar sem hann hefði kosið að búa. „Mörg hundruð þús- und Þjóðveijar eiga þá ósk heit- asta að fá að heiðra minningu foreldra sinna en Honecker kemur í veg fyrir það,“ sagði annar þeirra. Annar bætti við að Honec- ker ætti að láta rífa Berlínarmúr- inn áður en hann tæki sér á hendur ferð vestur yfir. íbúar Neunkirchen vita vel að Honecker Erich Honecker sem ungur maður. Skólafélögum hans í Neunkirchen ber saman um að hann hafi verið vinalaus ein- fari. Ungliðahreyfing kom- múnistaflokksins átti hug hans allan. annaðist undirbúning byggingar múrsins árið 1961. Honécker mun tæpast þekkja borgina þar sem leit fyrst dagsins ljós fyrir réttum 75 árum. Þegar hann kvaddi hana árið 1947 var hún miðstöð kola- og jámvinnslu. Nú eru námumar lokaðar og við stáliðjuver borgarinnar starfa nú aðeins 1.100 manns. Sagt er að Honecker fá sendar myndir frá systur sinni með reglulegu milli- bili. Hún stendur á sjötugu og er enn meðlimur í Þýska kommúni- staflokknum, sem eitt sinn réði Wiebelskirchen, en var loks inn- limaður í þann austur-þýska. Flokksmenn vonast þó til þess að heimsókn Honeckers geti kveikt byltingarmóð í bijóstum íbúanna og það skili sér í næstu sveitar- stjómarkosningum. Jafnaðar- mennska hefur hins vegar tekið við af byltingarandanum og í síðustu kosningum fékk Þýski kommúnistaflokkurinn aðeins flögur prósent atkvæða. Ekki er vitað hvort Honecker getur verið viðstaddur „Hátíð vin- áttu og friðar" sem áformað er að halda á aðaltorgi Wiebelskirc- hen. Að sögn eins talmanns Þýska kommúnistaflokksins mun fulltrúi hans líkast til vera viðstaddur hátíðarhöldin en ekki er áformað að flokksmenn eigi formlegan fund með Honecker. Þetta kemur á óvart því það var einmitt í Wie- belskirchen sem Erich Honecker steig sín fyrstu spor í átt til valda í Austur-Berlín. „Hann átti enga sanna vini,“ segir Kurt Humbs, sem var sessu- nautur Honeckers í bamaskóla. „Hann lék sér ekki með hinum bömunum og tók aldrei þátt í íþróttum. Hann virtist aðeins hafa tíma til að sinna ungliðahreyfíngu kommúnistaflokksins." Humbs er einn fárra sem þekktu Honecker í æsku og em reiðbúnir til að ræða við fréttamenn. Hann er líka ákaflega eftirsóttur sem og Wem- er Zins, sem er stjómarformaður tréblásturssveitar Wiebelskirc- hen. Faðir Honeckers var bumbuslagari sveitarinnar og son- urinn tók við af honum. Síðar var hann gerður að heiðursfélaga. Sveitin mun blása til heiðurs gestinum er hann kemur til Neun- kirchen. Að sögn Wemers Zinc mun sveitin leika „Litli trompet- leikarinn" sem Zinc segir að sé uppáhaldslag leiðtogans. Zinc ætti að vita hvað hann syngur, hann sótti Honecker heim í Aust- ur-Berlín árið 1973. Zinc vonast til þess að heim- sóknin geti orðið til þess að bæta samband þýsku ríkjanna tveggja. Peter Neuber, borgarstjóri Neun- kirchen, tekur í sama streng; „Utan Þýskalands vill enginn að ríkin tvö sameinist." Tony Catteral, The Observer. Kóreu í gær og handtóku 175 manns. Stjórnvöld hafa ákveðið að láta hart mæta hörðu til að bæla niður verkfali verkamanna viða um landið. Leiðtogar verkfallsmanna í skipasmíðastöð í Ulsan voru hand- teknir svo og félagar þeirra í verksmiðju einni í Inchon skammt vestur af höfuðborginni Seoul. Eftir handtökumar skýrði Chung Kwan- young innanríkisráðherra frá því að ofbeldisaðgerðir verkfallsmanna yrðu ekki lengur liðnar og myndu lögreglusveitir framvegis beija þær niður með hörðu. 3.000 óeirðalögreglumenn réðust inn í Daewoo-bifreiðaverksmiðjuna að ósk forráðamanna hennar en verkfallsmenn höfðu tekið hana á sitt vald. Fyrr í vikunni lögðu verka- menn bifreiðar og tækjabúnað í rúst til að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri laun. 70 leiðtogar verkfallsmanna í Ulsan voru hand- teknir er lögreglusveitir réðust inn í svefnskála starfsmanna Hyundai- samsteypunnar. Fleiri verkfalls- menn voru handteknir í skipasmíða- stöð í borginni. Um 15.000 verkamenn söfnuðust þar saman til að mótmæla handtökunum og þurftu lögreglumenn að beita tárag- asi. Verkfallsátök hafa brotist út víða í Suður-Kóreu undanfama mánuði. í júlimánuði neyddust stjómvöld til að lofa lýðræðislegum umbótum og var í fyrstu viðurkennt að verka- menn hefðu ekki notið gífurlegs hagvaxtar undangenginna ára. í siðustu viku sagði Kim Chung-yul forsætisráðherra hins vegar að kommúnistar bæru ábyrgð á ólg- unni í landinu og að þeir ætluðu sér að koma á byltingu. í kjölfar þessa voru nokkrir grunaðir rót- tæklingar settir bak við lás og slá. Reuter Björgunarmaður að störfum í skógi í Oregon. Bandaríkin: Skógareldar hjálpa við rannsóknir á fimbulvetri kjamorkustyijaldar Oregon, Reuter. SKÓGARELDAR, sem geisað hafa víða á vesturströnd Banda- ríkjanna siðan í siðustu viku, hafa vakið áhuga visindamanna sem leggja stund á rannsóknir vegna hugsanlegrar kjamorkustyijaldar. Eldamir kviknuðu er eldingum sló byrgi ljós frá sólu séu aðstæður sam- niður víða um Bandaríkin. 13000 björgunarmenn beijast við eldinn í Kalifomiufylki einu, en eldar loga einnig í Washington og Idaho. Um 8000 manns flúðu heimili sín vegna eldanna. Veðurstofan hefur gefíð mönnum von um að veður breytist og eldingum muni hætta að slá niður. Hópur visindamanna sem áhuga hefur á hvemig kjamorkustyijöld breyti veðurfari í heiminum hefur fylgst með eldunum og áhrifum þeirra. Telja visindamennimir að vegna þegs að reykurinn frá eldunum bærilegar við það sem verði eftir kjamorkusprengingar í styijöld og ekki sést til sólar mánuðum saman og í kjölfarið fylgi fímbulvetur. Rann- sóknimar fara fram með þeim hætti að lítilli flugvél er flogið inní reykj- armökkinn og er hún útbúin tækjum sem safna upplýsingum um ástand, s.s. hitastig og birtu, á þeim svæðum sem hulin em reyk. Robert Luna for- svarsmaður hópsins telur að með þessum- hætti megi fá upplýsingar sem varpa muni nýju ljósi á kenning- ar um kjamorkuveturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.