Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 35 Bjarnarfjörður: Bjarnarfjarðará og Hallár- dalsá flæða hátt yfir bakka sína Vegnrinn norður Strandir lokaðist um tíma Búðakirkja á Snæfells- nesi vígð BÚÐAKIRKJA á Snæfellsnesi verður vígð sunnudaginn 6. sept- ember. Endurbygging kirkjunn- ar hófst árið 1984, en hún er með elstu timburkirkjum á landinu, reist 1848 af Steinunni Sveinsdóttur á Búðum. Fyrstu kirkju á Búðum byggði Bent Lárusson árið 1703. Ymsir gamlir gripir hafa varðveist frá þessum tíma, m.a. kirkjuklukkur, sérstæð altaristafla (frá 1750), kal- eikur og hurðarhringur, sem geymir áletrun er segir á vissan hátt frá baráttu Steinunnar fyrir endurreisn kirlqunnar 1848, en þá voru liðin 32 ár frá því kirlq'an var lögð af með konungsbréfí frá 1816. Endurbygging kirkjunnar hefur verið gerð undir umsjón þjóðminja- varðar, en allan veg og vanda af þessu verki hefur Hörður Ágústsson fomhúsafræðingur og listmálari haft. Smiður við byggingu kirkjunn- ar var Haukur Þórðarson frá Ölkeldu, málari Jón Svan Pétursson úr Stykkishólmi, en raflagnir ann- aðist Jón Amgrímsson í Ólafsvík. Er kirkjan nú í upphaflegri mynd jafnt ytra sem innra og litir allir í henni hinir sömu og í upphafi. í ráði er að hlaða upp kirkjugarðinn umhverfís kirkjuna og hefur Pétur Jónson landslagsarkitekt gert teikningar að því verki. Er það mál manna að vel hafi tekist til um alla þessa framkvæmd. Búðasókn er meðal fámennustu sókna á landinu, gjaldendur rúm- lega 30, og hefði þessi framkvæmd orðið heimamönnum ofviða, ef ekki hefðu komið til höfðingleg framlög frá gömlum sóknarbömum og vin- um Búðakirkju, svo og opinber Sóknamefnd Búðakirkju býður alla velunnara kirlqunnar og þá sem stutt hafa þessa endurbyggingu með fjárframlögum og gjafavinnu hjartanlega velkomna til vígslunn- ar, en veitingar verða framreiddar að athöfn lokinni á Hótel Búðum. SPLÚNKUNÝIR götuskór 1 ÖU- um litum og númerum verða á aldamótaverði á laugardags- flóamarkaði Félags einstæðra foreldra í Skeljanesi 6, í dag, laugardag,5.september. Svo segir í fréttatilkynningu Félags einstæðra foreldra um málið. Einnig er tekið fram, að allar „deildir" markaðsins hafi verið meira og minna endumýjaðar af vamingi. Gífurlega mikil aðsókn hefur Laugarhóli, Bjamarfirði. MIKIL flóð vom í Bjamarfirði í gærmorgun. í fyrrinótt gerði svo mikið vatnsverður af norð- austri á fjöllunum hér fyrir vestan og um Bjarnarfjörð að Bjamarfjarðará flæddi hátt yfir bakka sína og um dalinn. Einnig varð Hallárdalsá að for- áttufljóti, en veryulega er hún lítið meira en stór lækur. Er þetta mesta flóð sem komið hefur hér í dalnum í 35 ár. Þjóð- vegurinn norður Strandir lokaðist um tíma en varð fær upp úr hádeginu í gær. Ekki varð umtalsvert tjón í flóðun- verið að laugardagsmarkaði FEF og hefur verið ákveðið að hafa markaðinn einnig laugardaginn 12.september. Tízkuvamingurinn hefur runnið út eins og heitar lummur, en yfrið er á boðstólum í dag, kjólar, herraföt, vænar yfírflíkur á böm og fíillorðna, bamaföt, peysur, blússur ofl. Þá er bóksala sem fyrr, bútar í tonna- tali og húsgögn, svo að nokkuð sé nefnt. Eins og fyrr rennur allur ágóði Á fímmtudaginn gekk hér á með norðaustan roki og er líða tók á kvöldið tók að rigna svo mikið að vatn af húsþökum fossaði fram af þeim. Hélst þessi úrkoma alla nótt- ina og að morgni föstudags var komið mikið flóð í ána. Flæddi hún langt yfír bakka sína og eru hlutar af túninu í Odda eins og eyjar í ánni, en túngirðingin og hlið á Bakka, austan árinnar, stendur langt úti í Bjamarfy'arðará. Hvíteyri, neðan Svanshóls, hefur áður farið í kaf í svona flóði. Nú er hún umflotin en hefur ekki kaf- færst. Er það heppni því að snarlega til að standa undir af- borgunum af lánum á neyðar- húsnæði félagsins. Fréttabréf FEF er nú í undirbún- ingi og þar munu verða upplýsing- ar um fundi fram að jólum. Fyrstu fundir verða 24.september og sá næsti um miðjan október. Efni þeirra mun án efa þykja forvitni- legt og verður kynnt síðar. Aðal- fundur FEF verður ö.nóvember. nokkrar ær með lömbum sínum eru úti á eyrinni og mun þeim ekki hætta búin. Fyrir neðan nýja húsið á Klúku flæddi yfír veginn norður á Strand- ir og var hann ekki fær fyrr en eftir hádegið í gær þegar hann var að mestu orðinn vatnslaus. Ekki virðast hafa orðið skemmdir á veg- inum og ekki heldur veruiegt tjón á túnum eða girðingum. Þá er sömu sögu að segja um Hallárdalsá sem rennur í Bjamar- ijarðará hér rétt austan við húsin. Þegar litið var upp eftir dalnum í gær var eins og hún flyti ofan á jarðveginum, en ekki á milli bakka eins og venjulega. Goðafoss í Hall- árdalsá gaf nafna sínum í Skjálf- andafjóti lítið eftir á meðan á þessu stóð. í gær var norðaustan rok en mikið dró úr úrkomu. Það er ekki á hveiju hausti að flóð verða í Bjamarfjarðará, en 1950 og 1953 urðu þar stórflóð, jafnvel verri en nú. Það varð mik- ið flóð í hluta árinnar vegna krapastíflu þann 20. september 1981. Var þá snjógangur svo mik- ill að krapastífla hlóðst upp rétt fyrir neðan brúna hjá Odda. Þenn- an dag átti að rétta í Skarði, en réttin var umflotin svo að það var ekki hægt. Varð að reka féð að Odda og rétta þar í nýlega byggð- um fjárhúsum. SHÞ um. Laugardagsmarkaður Félags ein- stæðra foreldra í Skeljanesi í dag Leðurfatnaður frá SERGE MIKO í París. § l Opið alla laugardaga 10:00 - 14:00. Greiðslukort - afborganir. EGGERT feldshri Efst á Skólavördustígnum, sími II121.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.