Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 36 Tveir árekstrar í gær TVEIR allharðir árekstrar urðu á Akureyri í gær. Sá fyrri varð er tveir bílar rákust saman á gatnamótum Skarðshliðar og Smárahlíðar snemma að morgni. Ökumað- ur annarrar bifreiðarinnar var fluttur á sjúkrahús en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Þá rákust tvær bifreiðar sam- an á mótum Drottningarvegar og Leiruvegar um sexleytið og voru ökumaður og farþegi í ann- arri bifreiðinni fluttir á sjúkra- hús. Að sögn lögreglunnar voru þeir ekki taldir alvarlega slasað- ir. Fer ekki troðnar slóðir — segir Páll Jóhannesson söngvari um væntanlega plötu sína PÁLL Jóhannesson tenórsöngvari gefur á næstunni út hljóm- plötu þar sem hann syngur verk innlendra og erlendra höfunda. Hann fer á næstu mánuðum til Vestur-Þýskalands og hyggst þar koma sér á framfæri i þvi skyni að starfa á erlendri grund. „Ég fer ekki troðnar slóðir á þessari nýju plötu," sagði Páll í samtali við blaðamann. „Ég hef valið mér ákaflega falleg lög, ekki eingöngu það sem kalla mætti „gamlar lummur", og þau lög sem nokkuð hafa heyrst áður hafa ekki verið á efnisskrá tenóra." Páll sagði að á plötunni væru lög eftir íslensk tónskáld og að auki nokkur kunn ftölsk sönglög, en þar í landi hefur hann stundað söngnám. í tveimur laganna syng- ur hann með Karlakór Akureyrar og Geysi, en undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Þetta er önnur einkaplata Páls, hin fyrri kom út 1984. „Mér þótti hún mjög góð hvað allan flutning varðaði, en vinnsla hennar tókst ekki nógu vel. Nýja platan er að öllu leyti mjög vönduð. Hún er tekin upp í Hlégarði í Mosfells- sveit og Halldór Víkingsson sá um upptökumar með svokallaðri stafrænni tækni. Platan er síðan að öllu öðru leyti unnin hjá þekktu fyrirtæki í Þýskalandi. Þetta er Páll Jóhannesson söngvari mjög áhugaverð plata, þótt ég segi sjálfur frá.“ Páll gefur plötuna út sjálfur og kvaðst álíta það heppilegan kost. Hann sagðist ekki óttast að platan seldist ekki fyrir kostnaði, hann ætti nógu stóran hóp aðdáenda til að endar næðu saman. Á næst- unni kvaðst hann mundu kenna söng við Tónlistarskólann á Akur- eyri og jafnframt æfa ásamt pfanóleikara þýska ljóðasöngva, meðal annars flokkinn Malara- Morgunblaðið/svpáll stúlkuna fogru. í kjölfar útkomu plötunnar yrðu síðan tónleikar í haust í Reykjavík og ef til vill víðar, en leiðin lægi síðar á fund umboðsmanna í Þýskalandi. „Ég fór í sumar til ítalfu í eins. konar endurþjálfun. Þetta var í Monticelli, rétt hjá Mílanó, á þeim slóðum sem Verdi fæddist. Þjálf- arinn minn var mjög ánægður með mig, sagði að raddir eins og mfn væru sárafáar nú á dögum, svo ég er bjartsýnn." Akureyri óskar eftir fólki á öllum aldri til að bera út Morgunblaðið strax og það kemur íbæinn. „Hressandi morgunganga“ Hafið samband! fMtogtmliIfifrifr Hafnarstræti 85, Akureyri, sími 23905. Háskólinn á Akureyri verður settur í Akureyrarkirkju laugardag- inn 5. september 1987 kl. 14.00 Dagskrá: Ávörp: Haraldur Bessason, forstöðu- maður háskólakennslu á Akureyri, Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráð- herra, Sverrir Hermannsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, Halldór Blöndal, formaður háskólanefndar, Gunn- arRagnars, forseti bæjarstjórnar, Stefán G. Jónsson, námsbrautarstjóri í iðnrekstr- arfræðum, Margrét Tómasdóttir, náms- brautarstjóri íhjúkrunarfræðum. Skólinn settur:Haraldur Bessason, forstöðu- maður háskólakennslu á Akureyri. Háskólinn á Akureyri Ibúar við Sunnuhlíð: Vilja ekki dagvist- arheimili 1 götuna DAGVISTARMÁL í Glerárhverfi á Akureyri hafa verið í brenni- depli að undanförnu. Til greina kom að tekið yrði á leigu húsnæði fyrir dagvist i kjallara Glerárkirkju, en samningar tókust ekki. Félagsmálastofnun leitast nú við að eignast einbýlishús í Glerár- hverfi og nota það fyrir dagvist. í gærkvöldi var boðað til fundar með íbúum Sunnuhlíðar, en við þá götu stendur húsið sem Félags- málastofnun hefur augastað á. Tilefni fundarins var að skipulags- nefnd bæjarins kannaði hug íbúanna til þess að íbúðarhúsi þessu yrði breytt í dagvist. Að sögn Jóns Bjömssonar hjá Félags- málastofnun Akureyrarbæjar mættu um 20 manns á fundinn og sýndist sitt hveijum. Flestir voru því andvígir að húsinu yrði breytt, sumir vegna þess að það ylli mikilli umferð, aðrir vegna þess að af þessu hlytist hávaði og enn aðrir töldu breytinguna rýra verð fasteigna í nágrenninu. Þær raddir heyrðust einnig að það væri kostur að koma upp dagvist við Sunnuhlíð og mætti telja til hlunninda að hafa slíka stofnun í nágrenni við sig. Jón Bjömsson kvað þörf fyrir dagvist á þessum slóðum ákaflega brýna. Þama væri bamflesta hverfí bæjarins, enda mest byggt þar á undanfömum ámm. Með því átaki sem nú væri reynt að gera yrði unnt að sinna að nokkru þörf fyrir dagvist bama á aldrinum tveggja til sex ára, en í húsinu við Sunnuhlíð yrði unnt að vista því sem næst 25 böm. Hann sagði að eldri og yngri böm en þau sem í þessum aldurshópi væru þörfnuð- ust einnig vistar. Miklu breytti fyrir hin eldri að á þessu hausti yrði tekin upp skólagæsla við alla grunnskólana. Dagvistarþörf fyrir yngri böm en tveggja ára væri þó nokkur, en ekki eins mikil. Jón var spurður hvort einkaaðil- ar hefðu gripið til aðgerða í dagvistarmálum þar sem aðstaða á vegum Félagsmálastofnunar hrykki ekki til. Hann kvað vera til dæmi þess. Meðal annars myndu hvítasunnumenn koma á dagvist nú í næsta mánuði, þá hefðu samtök foreldra sem vantaði dagvist komið á fót heimilinu Krógabóli og ennfremur væru á vegum Fjórðungssjúkrahússins bæði skóladagheimili og bama- heimilið Stekkur og hefði svo verið í nokkur ár. Sunnuhlíðarmálið er nú í hönd- um skipulagsnefndar. Hjálparsveit skáta Akureyri: Yfírlýsing vegna slyss- ins við Ráðhústorg MORGUNBLAÐINU hefur boríst eftirfarandi yfirlýsing frá Hjálparsveit skáta á Akureyrí vegna slyssins sem varð við Ráðhústorg 29. ágúst síðastliðinn: Þann 29.8. varð það hörmu- lega slys, þegar nokkrir félagar sveitarinnar voru að síga á hús- vegg í sýningarskyni, að einn félagi okkar hrapaði niður og slasaðist þegar lína sem notuð var slitnaði. Línan sem notuð var hefur ekki viðurkenndan staðal sem klifurlína. En hún hefur nú verið togþolsprófuð hjá Iðntæknistofn- un Islands. Samkvæmt heimild- um frá stofnuninni slitnaði línan við 8.4 kgNt (sem er ca. 800 kg). Umrædd lína hefur margoft verið notuð við sig á æfíngum. Rekja má orsakir slyssins til þess að línan skarst í sundur á veggbrún, skömmu eftir að sig- maður lagði af stað niður. Þau mistök urðu við undirbúning að láðst hafði að láta teppi á vegg- brúnina undir línuna. Telja má fullvíst að þetta sé höfuðorsök slyssins. Tilviljun ein réð því hver notaði hveija línu. Þar sem æfíngar og störf þeirra er starfa í Hjálparsveit skáta á Akureyri em oft unnin við erfíð og hættuleg skilyrði hefur áva'.lt verið reynt að hafa tryggingamál í sem bestu lagi. Hjálparsveit skáta á Akureyri mun ganga ríkt eftir því að fé- lagi okkar fái allar þær bætur sem hægt er. Að öðru leyti mun Hjálparsveitin veita alla þá að- stoð sem hún getur. Slys þetta hlýtur óhjákvæmi- lega að krefjast vandlegrar endurskoðunar á öryggismálum í starfí sveitarinnar. Bæði hvað varðar útbúnað, þjálfun og ör- yggisreglur á vettvangi. Stjóm Hjálparsveitar skáta Akureyri lýsir yfír fullri ábyrgð sinni á þessu hörmulega slysi. F.h. Hjálparsveitar skáta Akureyri, Smári Sigurðs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.