Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 47 Lmihaldslaus tónlist kallar á innihaldslaus myndbönd Rætt við breska myndbandasmiðinn Peter Bishop Tónlistarmyndbandagerð er orðin snar þáttur í því að koma popptónlist á framfæri, svo snar þáttur að iðulega ræður myndband þvi hvort lag lifir eða deyr. Fyrir skðmmu var hér á landi breski myndbandasmiðurinn Peter Bishop og náði blaðamaður tali af honum til að fræðast um stöðu tónlistarmyndbanda í Bretlandi og fleira sem tengist starfi hans. Peter, segðu mér af starfi þínu. Ég rek fyrirtækið The Film Garage með vini mínum Mark Kitchensmith og hef gert það í hálft annað ár. Sem stendur eru helstu verkefni okkar tónlistar- myndbandagerð og auglýsinga- gerð og við höfum yfrið nóg að gera. Við sérhæfum okkur í teiknimyndum, tvívíddar teikni- myndum. Gott dæmi um það er síðasta tónlistarmyndband okkar sem gert var við lagið Star Trekk- ing með hljómsveitinni The Firm. Lagið er byggt upp á kjánalegum texta og stefið er samkrull af als- kyns vögguvísum og þvílíku sem tölva var fengin til að hræra sam- an. Við bjuggum til persónur sem hæfðu laginu og nýttum okkur ýmsar hálf fáránlegar hugmyndir. Til dæmis eru persónumar í lag- inu með kartöfluhöfuð sem við gæddum lífí og geimskipið er risa- stór pizza. Þó að það hafi verið skemmti- legt að gera myndbandið við Star Trekking er þó mest gaman að vinna við tónlistarmyndbönd eða ' auglýsingar þar sem eitthvað inni- hald er að fínna. Vissulega kalla lög án innihalds á myndband án innihalds, en ég legg mikið upp úr því að gera myndbönd sem fela í sér einhvetja hugsun. Er dýrt að gera tónlistar- myndband í Bretlandi? Mjmdbönd sem byggð eru á teiknimyndum eru ódýrari en leik- in myndbönd og að mínu mati þá fær viðskiptavinurinn meira fyrir sinn snúð ef myndbandið er gert með teiknimyndum. Star Trekk- ing, til dæmis, var það sem kallað er ódýrt myndband, það kostaði 15.000 sterlingspund (um milljón fsl. kr.). Dæmi um dýrt myndband sem byggt er á teiknimyndum og því að gæða dauða hluti lífi má nefna myndbandið sem gert var við lag Peter Gabriel Sledge- hammer en það kostaði um 85.000 pund (um 5.300.000 fsl. kr.). Flest myndbönd gerð eftir formúlu Hvað með stöðu tónlistar- myndbandagerðar í Bretlandi í dag? Er unnt að koma lagi inn á vinsældalista án þess að hafa við það myndband? Það vona ég, því megnið af þeim tónlistarmyndböndum sem sjást í sjónvarpi eru afleit. Að minu mati eru um 10% mynd- banda áhugaverð, myndbönd sem ekki eru gerð eftir hinni viðteknu formúlu. Flest myndbönd eru gerð eftir þeirri formúlu með einni nýrn hugmynd til skrauts þegar best lætur. Yfirleitt eru þeir sem leita til okkar að leita eftir ein- hveiju öðru en formúlunni, þeir vilja fá eitthvað nýtt. Peter Bishop myndband getur gert óþekktri hljómsveit kleift að komast inn á vinsældalista ef það er á annað borð sýnt í sjónvarpi. ímynd búin til Það eru aftur á móti stóru út- gáfufyrirtækin sem hleypa af stokkunum myndbandagerð sem er ætluð til þess að búa til ein- hveija ákveðna ímynd af hljóm- sveit eða söngvara, ímynd sem verður síðan kannski hálf kjána- leg þegar skipt er um ímynd þar eð sú gamla þykir úr sér gengin. Þau ausa peningum í þessa ímynd sem er oftar en ekki í engu sam- bandi við hina raunverulegu ímynd tónlistarmannanna. Við voru til dæmis að vinna með Sam- antha Fox fyrir skömmu og hún var mjög ánægð með velgengni sína í poppheiminum og sagðist vera mjög ánægð með að hafa náð þetta langt án þess að geta sungið. Hún er gott dæmi um iðn- aðarframleiðslu. Þú talar um formúlu, hver er formúlan? Stóru útgáfufýrirtækin líta á tónlistarmyndband sem auglýs- ingu og leggja óhemju fé í gerð þeirra. Þau eru að auglýsa tónlist- Morgunblaðið/Einar Falur armann og hann verður að líta vel út. Hann má til dæmis alls ekki líta út eins og eiturlyfjaneyt- andi þó hann sé það. Það verður síðan að sjást á myndbandinu að miklu fé hafí verið varið í gerð þess. Þau hafa og starfsmenn sem fylgja eftir gerð myndbandsins til að tryggja að ekki komi fram í því nein pólitísk skoðun eða af- staða. Það miðast allt við sölu- möguleika. Mig langar mikið til að gera áhugaverð myndbönd, en tónlist- armenn vilja það yfirleitt ekki, þeir vilja flestir hafa sótthreinsaða ímynd og þekkjast á götu úti. Á hinn bóginn eru hljómsveitir eins og The Firm, sem ég gat um áð- an. Hljómsveitarmeðlir eru allir á þrítugasaldri og ekki mikið fyrir augað. Þeir báðu okkur um að gera eitthvað skemmtilegt og þá urðu kartöfluhausamir og fljúg- andi pizzan til sem komu þeim á topp breska vinsældalistans og myndbandið hefur einnig orðið vinsælt annarsstaðar í Evrópu, þrátt fyrir það hve kímnin er sér bresk. Það var annað upp á teningnum þegar við vorum að vinna með Samönthu Fox. Við gerðum fyrir hana handrit og vorum komnir af stað við myndbandagerðina þegar alls kyns vandamál komu upp. Hún varð að hafa sitt eigið förðunafólk og aðstoðarmenn og lífverði og því til viðbótar var fólk- ið sem saumar á hana föt. Hún hefur kímnigáfu og við hefðum getað unnið með henni en það var of mikið umstang. Þekki til Bubba og Megasar Stendur til að þú vinnir með íslenskum tónlistarmönnum eða útgáfufyrirtækjum? Það er ekkert ákveðið með það. Ég þekki þó til íslenskrar tónlist- ar, fæ t.d. alltaf senda nýjustu plötu Bubba Morthens. Ég man að það fyrsta sem ég heyrði af íslenskri tónlist var þegar ég var í Noregi eitt sinn og einhver spil- aði fyrir mig íslenskar bamagælur sem Megas söng. Ég man enn þann dag í dag hvað mér fannst hann syngja Inn og út um gluggann frábærlega. Við vinnum þó ekki aðeins við tónlistarmyndbönd, enda væri þá ekki mikill grundvöllur fyrir fyrir- tækið. Við vinnum einnig við auglýsingar á myndböndum og það gefur okkur traustari rekstr- argrundvöll. Við gerðum til dæmis kynningarmyndband fyrir blaðið Time Out í London, sem var gam- an að gera. Viðtal: Árni Matthiasson Gott myndband getur gefíð hljómsveit ímynd sem fleytt getur henni á topp vinsældalista. Það er síðan ekki nauðsynlegt að ausa peningum í myndbandsgerðina til að tryggja að það veki áhuga. Helsta vandamálið er að koma myndböndum á framfæri, að koma þeim inn í sjónvarp. Þar standa stóru útgáfufyrirtækin betur að vígi en litlu sjálfstæðu fyrirtækin. Á Bretlandi er einn sjónvarpsþáttur í hveijum sjálf- stæðu fyrirtækin fá sex mínútur undir myndbönd. Mörg þeirra myndbanda eru tekin á 8 mm kvikmyndavélar og lítið sem ekk- ert unnin frekar, en þrátt fyrir það eru þau oft framúrskarandi hugmyndarík og skemmtileg. Gott dæmi um það er myndband sem kvennahljómsveitin We’ve Got a Fuzzbox and We’re Gonna Use It gerði. Það var tekið á 8 mm kvikmyndavél í sjálflýsandi litum og lítið unnið, en varð til þess að koma þeim inn á vinsælda- lista og gefa þeim ímynd sem allir þekktu. Það sýnir að tónlistar- Atriði úr myndbandinu með Star Trekking. Atriði úr kynningarmyndbandinu fyrir Time Out.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.