Morgunblaðið - 05.09.1987, Side 48

Morgunblaðið - 05.09.1987, Side 48
T'QOf -1 CTT » -T* T /~rrrr t ▼ rrr r* T r\ rr r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 Pönnukökur frá ýmsum löndum Nú svigna búrhillur undan krukkum og flöskum með sultu og saft, og í frystikistunum bíða berin þess að við borðum þau. Þá vaknar spumingin: „Hvemig er best að nýta allt góðgætið?" Sem íslendingar dettur okkur fyrst í hug „pönnukökur", og það er einmitt fjölbreytt úrval allra þjóða pönnukanna, sem boðið er upp á í þessum þætti. í matreiðslubókinni hennar Nikólínu frá árinu 1858 em pönnukökur á enskan hátt og þjóðverskan hátt, auk hinna íslensku, sem ýmsar tilfæringar em við. í fyrstu mat- reiðslubók, sem kom út á íslandi árið 1800 er skemmtileg og ítarleg uppskrift af pönnukökum, sem birtist hér til gamans og fróðleiks. A y i Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON „í pönnu-kökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hann vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti og jafnótt með sleif samanhrært, uns orðið er, sem þunnur vellingur, þá er enn saman við hrært, ef til er, lítið af smásteyttum kardemomm- um, nokkuð af þvegnum kórenn- um, síðan velgd steikara-panna yfir eldi, rjóðmð vel innan með smjöri, deigið vel upphrært og af því í senn tekin ein væn mat-sleif með kórennum nokkmm í, og dreift yfír pönnubotninn, pönn- unni svo alla vega tilhallað, að það um allan botninn saman- renni, og verði ekki mjög þunnt. Þá er pannan yfír eldinn sett, en þegar kakan húsar vel frá pönnu- börmunum viðast utan með, og er farin að styrkjast er hún allt í kring losuð með hnífí, og henni með báðum höndum svo snúið, að það liggi aptur við botninn, er áður vissi upp af kökunni, en þeg- ar viðlíka er fráliðið, er kakan aptur húsar frá utan með, er hún í miðju samanlögð með hnífí, strax á pönnunni, og síðan tvöfold aptur í miðju, síðan úrtekin. Þetta má allt ské með skyndi, svo ekki of- bakist og kakan festist við botn- inn.“ Þetta er skýr og nákvæm lýsing á pönnukökubakstri. Þær pönnu- kökur sem hér birtast uppskriftir af, em ekki með svona nákvæmri verklýsingu, enda sennilega óþarfí á íslandi, þar sem flestir em van- ir pönnukökubakstri. íslenskar pönnukökur 2 egg, 1 msk. sykur, V4 tsk. salt, 3 dl hveiti, V2 tsk. lyftiduft, 2 msk. matarolía, 1 peli ijómi, blábeijasulta. 1. Hrærið saman egg, sykur og salt. 2. Setjið hveiti, lyftiduft og mjólk út í og hrærið saman. 3. Setjið matarolíu út í. 4. Hitið pönnukökupönnu og bakið þunnar pönnukökur úr deig- inu. 5. Þeytið ijómann, blandið sultunni saman við hann og setjið á pönnukökumar. Leggið saman í femt. Pönnukökur frá Austurríki 2V2 dl hveiti, 1 peli ijómi, 1 dl vatn, 5 dl bláber, fersk eða fryst, 3 msk. sykur, 1 msk. smjör eða smjörlíki. 1. Setjið hveiti í skál, hrærið ijóma og vatn út í og hrærið sam- fellt deig. 2. Setjið bláberin út í. Ef blá- berin em fryst, þarf að þíða þau. 3. Dýfíð samanbrotnum eld- húspappír í smjörið og smyijið pönnuna. Bakið síðan pönnukökur úr deiginu. Þetta eiga að vera þykkar pönnukökur. 4. Stráið sykri milli pönnu- kakanna um leið og þið leggið þær saman. 5. Skerið pönnukökumar eins og tertu, þegar þið berið þær fram. Meðlæti: Þeyttur ijómi eða ís. Rússneskar pönnukökur 20 möndlur, 75 g smjör eða smjörlíki, 1 dl hveiti, 1 peli mjólk, 1 tsk. sykur, 3 eggjarauður, 3 eggjahvítur, 1 msk. smjör eða smjörlíki á pönnuna, V2 dl rifsbeija- eða hrútabeija- hlaup, 2 dl fryst rifs- eða hrútaber, 1 msk. flórsykur, nokkrir frystir rifsbeijaklasar. 1. Afþíðið rifsberin/ hrútaber- in, 2. Hellið sjóðandi vatni á möndlumar. Látið þær standa í því í 5 mínútur. Flettið þá hýðinu af þeim. Saxið þær síðan miðl- ungsgróft. 3. Bræðið smjörið í potti, hræ- rið út í það hveiti, þynnið með mjólkinni og búið til uppbakaðan jafning. 4. Setjið jafninginn í hrærivél- arskál, stráið sykri yfír og látið kólna. 5. Hrærið síðan eina eggja- rauðu í senn út í jafninginn. 6. Þeytið hvítumar og setjið út í. 7. Saxið möndlumar og setjið út í. 8. Setjið hálfa msk. af smjöri á pönnukökupönnu, setjið síðan helming deigsins á pönnuna. Haf- ið hægan hita og bakið pönnukök- una á fyrri hliðinni. 9. Rennið pönnukökunni yfír á potthlemm og hvolfíð síðan aftur á pönnuna. Bakið á þeirri hlið. 10. Farið eins að með hina pönnu- kökuna. 11. Blandið saman rifsbeijum og rifsbeijahlaupi (eða hrútabeijum). Setjið milli pönnukakanna. 12. Setjið flórsykur á sigti og sigtið yfír pönnukökumar. 13. Leggið rifsbeijaklasa fallega ofan á efri pönnukökuna. Meðlæti: Þeyttur ijómi. Argentískar pönnukökur 100 g smjör eða smjörlíki, 2V2 dl hveiti, 5 dl volgt vatn, 1—2 msk. sykur, 5 eggjarauður, 5 eggjahvítur, 1 peli ijómi, 1—2 msk. smjör eða smjörlíki til að setja á pönnuna, 2 dl sólbeijasulta, 50 g smjör, safí úr 1 sítrónu. 1. Bræðið smjör í potti, setjið hveiti út í, þynnið með vatninu. Setjið í hrærivélarskál, stráið sykri yfír og kælið. 2. Hrærið eggjarauðumar eina í senn út í. 3. Þeytið hvítumar, þeytið ijómann. 4. Blandið ijóma og eggja- hvítum varlega saman við deigið. 5. Setjið skálina með deiginu í kæliskáp og látið bíða í 2 klst. 6. Dýfíð samanbrotnum eld- húspappír í smjörið og smyijið pönnuna milli þess sem þið bakið 8—10 þykkar pönnukökur úr deiginu. Hafíð hægan hita. 7. Velgið sólbeijasultuna, smyijið henni síðan á pönnukök- umar um leið og þær em bakaðar. Bijótið þær saman einu sinni og leggið á eldfast fat, setjið fatið í volgan bakaraofninn. 8. Bræðið smjörið, setjið sítrónusafa út í og hellið yfír pönnukökumar á fatinu. Berið strax á borð. Pönnukökur frá Nor- mandí með íslenskum krækiberjum 2 egg, 2 msk. sykur, V2 tsk. salt, 4 dl hveiti, 1 peli mjólk, 1 peli eplasafí, 1 msk. matarolía, 5 epli, 3 dl krækiber, fersk eða frosin, V2 dós sýrður ijómi, V2 dl sheriy eða eplasafí, 2 msk. hunang. 1. Hrærið saman egg, sykur og salt, 2. Setið hveiti, mjólk og eplas- afa út í. 3. Setjið matarolíu út í. 4. Hitið pönnukökupönnu og bakið þykkar pönnukökur úr deig- inu. 5. Afhýðið eplin, rífíð síðan gróft á rifjámi. 6. Setjið krækiber saman við eplin. Athugið að affrysta þarf þau, ef þau em frosin. 7. Setjið sýrðan ijóma eða sherry eða eplasafa saman við berin og eplin. 8. Skiptið fyllingunni jafnt á pönnukökumar, vefjið upp. Raðið síðan á kringlótt lítið fat, fyrst 6 og síðan 6 þvert ofan á þær. 9. Hellið hunangi yfír pönnu- kökumar, hitið bakaraofninn og setjið pönnukökumar smástund í ofninn þannig að hunangið jafnist vel um pönnukökumar. Athugið: Hægt er að hella koní- aki, rommi eða líkjör yfír pönnu- kökumar og kveikja í (flambera). Það gera þeir í Normandí, en á íslandi ættum við að nota kræki- betjalíkjör til þess. Arabískar pönnukökur með íslensku kræki- berjahlaupi 2 bollar hveiti, 1 msk. þurrger, 1 tsk. sykur, 2 bollar volgt vatn (35°C), krækibeijahlaup. 1. Setjið gerið ásamt sykri í helming vatnsins og látið standa í 10 mínútur. 2. Setjið hveitið í stóra skál, setjið síðan vatnið með gerinu út í og hrærið saman, bætið síðan því sem eftir er af vatninu í og hrærið saman. Hrærið vel þar til þetta er orðið samfellt. 3. Setjið volgt vatn í eldhús- vaskinn, setjið síðan stykki yfír skálina og látið skálina í vatnið. Þetta lyftir sér vel á 30 mínútum. 4. Smyijið pönnukökupönnu með olíu, setjið síðan deigið með skeið á pönnuna, smyijið örlítið um hana, en látið ekki verða eins stórt og pannan. Hafíð miðlungs- hita. 5. Þegar pönnukakan breytir um lit og þomar örlítið er henni snúið við og hún bökuð á síðari hliðinni. 6. Haldið pönnukökunum heit- um með því að hvolfa diski yfír þær. 7. Setjið krækibeijahlaup í skál, berið pönnukökumar á borð og látið hvem og einn smyija krækibeijahlaupinu þykkt yfír pönnukökumar. Athugið: Ef krækibeijahlaupið ykkar er þunnt, eins og virðist vera hjá mörgum, vegna lélegs hleypis, er hægt að setja hlaupið í skál og dýfa pönnukökunum ofan á.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.