Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.09.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1987 51 það. Hún hefði eflaust ekki getað óskað sér þess betra. Mamma átti skilið það besta af því besta. Þegar maður fær svona fregn er erfítt að trúa því að það sé satt, að maður hafí misst eitt af því besta sem maður hefur átt. Þá hvarflar hugurinn til baka og ég minnist svo margs sem mamma mér gaf af gimsteinum auðæfa sinna. Ég er í huganum þakklát fyrir að hafa verið svo lánsöm að eiga svona góða mömmu. Það fínn ég best núna hvað rík ég hef verið og er enn, því minningin lifír og henn- ar gullkom eru geymd í hugskoti mínu. Ég vil ekki segja ævisögu mömmu í þessari grein. Þetta em kveðjuorð mín sem ég vil skrifa, því ég trúi því að hún sé hjá okkur á þessari stundu, að hún heyri og sjái það sem skeður í sambandi við jarðarförina hennar. Ég vil minnast mömmu eins og hún var sem móðir, eiginkona og manneskja. Hún var alltaf góð, ekki bara við ættfólk sitt en alla. Mamma þoldi illa að fólki eða dýrum liði illa, þá leið hún með þeim. Sér- staklega átti hún bágt þegar hún heyrði um sjóslys. Mamma tók þó öllum mótgangi með ótrúlegri ró og stillingu. Ég minnist sérstaklega eins kvölds í Efri-Langey. Pabbi hafði heyrt að það væri genginn fískur í fjörðinn og fór af stað í róður í góðu veðri. Við vorum alein- ar heima, þetta var að hausti til. Ég hafði verið send upp að Hnúki í erindagerðum fyrir pabba. Á leið- inni niður Langeyjames og Langey byijaði að hvessa, öldumar í flóan- um urðu stærri og stærri, hvítfyss- andi brim eins og það verst gat verið. Mér varð ekki um sel en huggaði mig við að pabbi var ótrú- lega góður sjómaður, árvakur, rólegur og gerði ekkert að óhugs- uðu. Við heimkomuna fann ég að mömmu var innanbijósts líkt og mér. Hún sagði ekki mikið, við gerð- um hljóðar það sem átti að gera, að því loknu settumst við inní fremsta herbergið, eins og við köll- uðum herbergið sem þau sváfu í. Mamma settist uppí rúmið með í Reykjavík. Heyrði ég hann segja frá mörgum mönnum sem voru honum samferða, og þykir mér það skrítið og um leið öfimdsvert að hann talaði alltaf vel um alla. Það var hans siður að sjá það sem vel var gert en gleyma því sem miður fór, og ekki var Gróa á Leiti honum kær. Þessi mannkostur Valda ætti svo sannarlega erindi til nútíma- mannsins. Ég hef aldrei áður skrifað í minn- ingu nokkurs manns, en mér þótti vænt um þennan frænda minn og vin. Ég hafði ekki tíma til að tala við hann áður en hann lést, svo snöggt bar það að. Eg vil færa honum bestu þakkir fyrir að hafa verið til og að hafa sagt mér allt sem hann sagði, stundum til syndanna, en góður hugur fylgdi máli. Blessuð sé minning Valda. Ég votta sonum hans, tengdad- ætrum, bamabömum og öllum hans vinum samúð mína. Ef eitthvað er satt, sem ég rengi ekki, að fólk lifí á himnum eftir dauðann hefur í englaher Drottins bæst góður liðsauki. Ég kveð frænda minn. Jói Cterkurog k J hagkvæmur auglýsmgamiöill! pti0r0wih!Wiil> pijónana sína, með fætuma undir sænginni. Ég settist andfætis við hana í rúmið, þannig héldum við hita hvor á annarri. Þama sátum við hljóðar, það sem rauf þögnina var glamrið í pijónunum hennar og ýlfrið í storminum. Allt í einu sá ég skugga pabba á glugganum. „Pabbi er kominn," varð mér að orði. Hún sagði róleg; „Það er ekki satt, Kristjana." Þegar dymar vom opnaðar og við heyrðum fótatak pabba í ganginum flýttum við okk- ur fram. Alltaf var mamma jafn róleg og æðraðist aldrei. Svona var hún líka alltaf í gleði sinni, hljóð og blíð. Hún tók líka alltaf þátt f gleðistund- um annarra af heilu hjarta. Mamma sá alltaf góðu hliðamar á öllum, leið undir því sem ekki var nógu gott. Með sínu árvakra auga, sálarlegum skilningi og kærleika hélt hún vemdarhendi yfír okkur fjölskyldunni sinni. Ég minnist líka hvað falleg mér fannst mamma allt- af vera þegar hún skartaði í upphlutnum sínum á hátíðisstund- um. Hún var fín og tíguleg og létt á fæti. Létt í spori, létt í lund lífsins var í hjarta. Gengur hratt á góðri stund glampar á silfrið bjarta. K.P. Ég kveð elskulega móður mína með söknuði og þakklæti. Orð em svo tóm, ég kveð hana með hennar eigin orðum, sem hún hefur svo oft kvatt mig með. Guð blessi minningu hennar og varðveiti hana f Jesú nafni. Haust er komið, hljóðar nætur. Húmi klæðist fjalla hlíð. Að því skulum gefa gætur Guð oss leiðir ár og síð. Þ.U. Kristjana Sig. Persson. Danmörku. Njótið lífsins og reynið splunkunýjan og ferskan sérrétta- seðil auk fjölda annarra úrvals málsverða. Víkingaskipið er á sínum stað hlaðið alskyns grænmeti og brauðum. Rómantískt og huggulegt kvöld í Blómasal - ánægjunnar vegna. g HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIÐA HÓTEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.