Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Hraðflutningurinn gefur hæsta verðið Grimsby, Engtandi. Frá fréttaritara Horgunblaðsúu, Úlfari Ágústasyni. Hraðflutningaskipið Anne Lise kom í annað sinn með f isk- farm tU Grimsby á þriðjudag. Verð hefur heldur farið lækk- andi á mörkuðunum við Humb- er-fljót eftir að kom fram i vikuna og taldi starfsmaður hjá Stafnesi Ltd. í Grimsby að verðið hefði abnennt lækkað um 10% frá þvi á mánudag. 166 tonna farmur seldist fyrir 9,5 milljónir króna og var meðal- verð 57,52 krónur. Söluverð sólkola var 167 krónur kílóið, smálúða seld- ist á 153 krónur kílóið en tvær lúður, 25-30 kíló hvor, seldust á yfir 300 krónur kflóið. Stórþorskur fór á 96 krónur, smáþorskur á 62 krónur og ýsa á 77 krónur kílóið. Að sögn uppboðshaldaranna sem seldu fiskinn úr Anne Lise er hann afbragðsgóður. Þó ekki eins góður og fyrri farmurinn en skipið tafðist um tvo daga í þessari ferð vegna' vélarbilunar. Þeir töldu að ef skipið héldi áfram að koma með sambæri- lega vöru myndi sá fiskur seljast á hæsta verði þess dags sem salan færi fram, en ekki væri ástæða til að ætla að verðið yrði mikið hærra en fyrir þann fisk sem næstur kæmi. Utanríkismðherra frest- ar forúthlutunarfundi UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur ákveðið að f resta um óákveðinn tima forúthlutunarfundi um framkvæmdir Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli sem halda átti í dag. Að sögn Þorsteins Ingólfssonar, forstöðumanns varnarmálaskrif- stofunnar, þarfnast svona fundur ákveðinn undirbúning og hefur hann af ýmsum ástæðum ekki get- að farið fram. Á hverju hausti um þetta leyti eru haldnir s.k. forúthlutunarfundir þar sem Bandarikjamenn leggja fram framkvæmdaaætlun fyrir næstu ár. Áætlunin nær til bæði viðhalds og allra nýframkvæmda. Á forúthlutunarfundunum eru þessar framkvæmdir ræddar á fyrsta stigi Grunaður um en sfðan af réttum aðilum í hvoru landinu fyrir sig. í lok október er síðan haldinn formlegur fundur þar sem endanlega er gengið frá mál- inu. Varnarmálanefnd hefur séð um þessar viðræður fyrir hönd íslend- inga asamt ráðgjöfum þegar þörf hefur krafið. Símumynd/Einar Falur Grænlensk stúlka spreytir sig á þvi að stjórna Sinfóniuhljórasveit íslands á tónleikum sem haldnir voru fyrir bðrn í Nuuk í gær. Fyrstu sinfóníutónleikarnirá Grænlandi Sinfóníuhljómsveit íslands hélt í gær f fþróttahúsinu f Nuuk fyrstu sinfóníutónleika sem haldnir hafa verið á Græn- landi. Tónleikarnir voru barnatónleik- ar og mættu nokkur hundruð grænlensk börn til þess að hlýða á leik Sinfóníunnar. Andrúmsloft- ið minnti einna helst á popptón- Ieika en í lok þeirra fengu nokkur börn að spreyta sig á því að stjórna hljómsveitinni. í gærkvöldi hélt sfðan Sinfónfuhljómsveitin aðra tónleika f fþróttahúsinu en í dag mun hún leika við vígslu norr- æns menningarhúss f Nuuk. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins: Lágmarksverð á loðnu 1.600 krónur á tonníð tV8Br íkvGÍkjur »»Þýðir í raun frjálst loðnuverð," segir Öskar Vigfússon, fulltrúi sjómanna í yf irnefnd UNGUR maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa kveikt í tveimur húsum að- faranótt mánudagsins. Hann hefur verið úrskurðaður f 60 daga gæsluvarðhald og verið gert að sæta geðrannsókn. Um kl. 3.30 aðfaranótt mánu- dagsins var tilkynnt um eld í íbúð á 2. hæð hússins númer 13a við Garðastræti. Maður, sem var í íbúð- inni, brenndist illa og er talinn f lífshættu. Lék strax grunur á að kveikt hefði verið í. Snemma morguns á mánudaginn kom upp eldur í Gistihúsinu í Braut- arholti 22. Þar hafði verið kveikt í rúmfötum í herbergi og er maðurinn einnig grunaður um þann verknað. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að málinu. YFIRNEFND verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi sfnum í gær að lágmarksverð á loðnu veiddri til bræðslu frá 9. september til 31. desember verði 1.600 krónur á hvert tonn. Verðið er iniðað við 16% fituinnihald og 15% fitufrftt þurrefni. Verðið var ákveðið samkvæmt tillögu fulltrúa kaupenda gegn atkvæði fulltrúa útgerðar- manna, en oddamaður og fulltrúi sjómanna sátu hjá. Óskar Vigfusson, fulltrúi sjómanna, sagði f samtali við Morgunblaðið að hann lití svo á að með þessari ákvörðun hefði Ioðnuverð f raun verið gefið frjálst því ólíklegt væri að nokkur sjómaður fengist tíl loðnuveiða fyrir þetta verð. Verksnúðjurnar myndu þar af leiðandi greiða verð eftir eigin greiðslugetu og benti Öskar f því sambandi á að Krossanesverk- smiðjan myndi standa við verðtilboð sitt frá þvf um sfðustu helgi. Samkvæmt ákvörðun yfirnefndar 1%, sem þurrefnismagn breytist frá breytist áðurnefnt lágmarksverð um 74 krónur til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fitu- innihald breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0,1%. Verð- ið breytist um 158 krónur til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0,1%. Ennfremur greiði kaup- endur 2,50 krónur fyrir hvert tonn til reksturs Loðnunefndar. Ákvæði um ákvörðun fitu- og þurrefnisinni- halds svo og afhendingarskilmálar eru óbreytt. Það voru fulltrúar kaupenda, þeir Einar Jónatansson og Vilhjálm- ur Ingvarsson, sem lögðu fram tillöguna, en fulltrúi útgerðar- manna, Sverrir Leósson, greiddi atkvæði á móti. Oddamaður, Bene- dikt Valsson, og fulltrúi sjómanna, Óskar Vigfússon, sátu hjá eins og áður segir. „Ég hefði viljað hafa verðið mun lægra til að sýna enn betur fárán- leikann f þessu," sagði Óskar Vigfússon í samtali við Morgun- blaðið. „Ég mat það svo, að til að nálgast sem mest frjálsa verðlagn- inu á loðnu hafi þetta verið skásti kosturinn af mörgum slæmum. Fulltrúar seljenda hafa frá upphafi óskað eftir því að á þessu yrði frjáls verðlagning, en því var hafnað af hálfu kaupenda í Verðlagsráði. Við gerðum okkur grein fyrir að eftir að málið var komið í yfirnefnd var Hvalamálið: Óvíst hvort Verity verður krafinn sagna Frá J6ni Ásffciri Sigurðssyni, fréttaritara MorgunblafcÍM i Bandarflgunum. ÓVÍST er hvort hvalamálið kemur til umfjöllunar, þegar William Verity, sem Banda- ríkjaforseti tilnefndi nýlega í embætti viðskiptaráðherra, verður yfirheyrður fyrir þing- nefnd. Viðskiptanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings tekur f dag, fimmtudag, af- stððu til embættíshæfni Verity á grundvelli skriflegs og munn- legs vitnisburðar hans fyrir nefndinni. „Við vorum rétt í þessu að fá skrifleg svör Williams Verity við spurningum okkar," sagði Emilio Pardo blaðafulltrúi viðskipta- nefhdar öldungadeildar Banda- ríkjaþings er fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við hann á þriðjudagskvöld. „Ég hef ekki skoðað þau enn og get því ekki sagt hvort vikið verður að hvala- málinu, þegar Verity kemur fyrir viðskiptanefhdina á fímmtudag- inn." William Verity, sem Ronald Reagan forseti tilnefndi nýlega viðskiptaráðherra, kemur fyrir viðskiptanefndina fyrir hádegi í dag og svarar spurningum nefnd- armanna um feril sinn og stefhu- áform sem ráðherra. Nefndar- menn taka á grundvelli þessa fundar afstöðu til þess hvort þeir telja Verity hæfan til að gegna embætti viðskiptaráðherra. Old- ungadeildin tekur afstöðu til embættishæfni Verity í framhaldi af umfjöllun viðskiptanefndarinn- ar. Samkvæmt bandarfsku stjórn- arskránni ber öldungadeildinni að fjalla um og veita samþykki við tilnefhingum forsetans á háttsett- um embættismönnum. „Ef minnst verður á hvalamál- ið, verður það í framhaldi af spurningum viðvíkjandi sjávarút- vegsráðuneytinu og fiskveiðum. Núna er ómögulegt að spá hvort hvalamálið kemur upp á borðið, hvort einhver þingmannanna spyrst fyrir um það eður ei," sagði Emilio Pardo. í skriflegum spurningum nefndarmanna til Williams Verity, er hann spurður um hvalamálið. William Verity Svör hans hafa borist viðskipta- nefhdinni og byggja nefhdarmenn spurningar sfnar í dag á þeim. „Ég skal ábyrgjast að Verity verður spurður um hvalamálið á fimmtu- daginn," sagði Craig Van Note talsmaður Monitor-hvalavinasam- takanna við fréttaritara Morgun- blaðsins. útséð að um frjálst verð yrði að ræða. Ennfremur var Ijóst að sam- komulag næðist ekki enda var óbrúanlegt bil á milli kaupenda og seljenda. Við tókum því til bragðs að bjóða upp á 100 krónu lágmarks- verð fyrir tonnið, en um það var auðvitað ekki að ræða samkvæmt lögum. Eitthvað varð þó að gera til losna út úr þessu, en þó þannig, að eftir stæði að um frjálsa verð- lagningu yrði að ræða þegar út væri komið. Ég held að þessi sam- þykkt þýði því í raun frjálsa verð- Iagningu enda á ég bágt með að trúa að nokkur maður fari á sjó fyrir þetta verð. Það hefur líka sýnt sig undanfarna daga að verksmiðjur eru reiðubúnar til að bjóða í loðn- una og það hlýtur að verða ofan á," sagði Óskar Vigfússon. Þess má geta, að samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa a.m.k. tvær verksmiðjur, auk Krossanesverksmiðjunnar, lýst sig reiðubúnar til að greiða 2.000 króna lágmarksverð fyrir tonnið af loðnu. Félagr starfsfólks í hús- gagnaiðnaði og við- semjendur: Fyrsti sátta- fundurínnídag FYRSTI sáttafundur f deilu Fé- lagB starfsfólks í húsgagnaiðnaði við viðsemjendur sfna verður hjá rfkissáttasemjara í dag og hefst klukkan þrjú. Félagið hefur boðað verkfaU frá og með 15. september hafí samningar ekki tekist. Félagið undirritaði kjarasamning við Vinnuveitendasamband íslands í vetur. Þar voru inni ákvæði um að hvor aðila um sig gæti óskað eftir gerð fastlaunasamnings og ef samn- ingar tækjust ekki fyrir 1. september væru samningar uppsegjanlegir með hálfs mánaðar fyrirvara. Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði gerir kröfur um 40 þúsund króna lágmarkslaun, og laun fyrir aðstoðar- menn, sem hafi tekið namskeið og hafi sex ára starfsreynslu, verði 51.600 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.