Morgunblaðið - 10.09.1987, Page 3

Morgunblaðið - 10.09.1987, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 3 Ríkissj ónvarpið: Samstarf við Euro- vision um skipti á fréttamyndum Ríkisútvarpið-Sjónvarp hyggst á næstu vikum taka upp regluleg’ samskipti við fréttastofur innan Evrópubandalag útvarps- og sjónvarpsstöðva (Eurovision) um skipti á fréttamyndum. Hefur Rikisútvarpið og Evrópubanda- Iagið sótt um heimild til sam- gönguráðuneytisins um að setja upp jarðstöð við Útvarpshúsið til þess að taka á móti þessum myndum og öðru sjónvarpsefni frá Eurovision. Markús Öm Antonsson útvarps- stóri sagði í samtali vio Morgun- blaðið að hann vænti þess að jákvætt svar berist á næstu dögum, Kaupmannahöfn: Islensk málverk á uppboði FJÖGUR málverk eftir Sslenska listmálara verða á uppboði hjá Arne Bruun Rasmussen í Bredgade 33, Kaupmannahöfn 15. og 16. september næstkom- andi. Að venju verða málverkin til sýnis fyrir uppboðið, dagana 11. til 14. september. Að þessu sinni verða boðin upp málverk eftir Ásgrím Jonsson, „Ur Ámessýslu", Gunnlaug Blöndal, „Konu mynd“, Svavar Guðnason, „Komposition" og Jóhannes Kjarv- al, „Þingvellir" en myndin er i útskomum ramma eftir Ríkharð Jónsson. En gert er ráð fyrir að það taki 6 til 8 mánuði að koma stöðinni á fót! Þangað til verður tekið á móti fréttamyndum í gegnum jarðstöð- ina Skyggni. Samstarfið fer þannig fram að fréttastofumar hafa samband sín á milli á símafundum og gefa upp hvaða myndir þær hafa á boðstóln- um. Ef þijár eða fleiri stöðvar óska eftir ákveðinni mynd er hún sett á skiptilista. Þessar myndir eru síðan sendar út í gegnum dreifikerfið. Þetta gerist einu sinni til tvisvar á dag fyrst um sinn og tekur hver útsending hálftíma. „Fréttastofa Eurovision er ein sú stærsta í heiminum og fara um 8000 fréttamyndir þar í gegn árlega til aðildarstöðva á Norðurlöndunum og í Vestur-Evrópu. Auk þess er fréttamyndum frá löndum í Aust- ur-Evrópu og öðrum heimshlutum dreift í gegnum dreifíkerfí Eurovisi- on,“ sagði Markús Öm. „Með gervihnattasendingum opnuðust möguleikar fyrir íslend- inga að taka þátt í þessum sam- skiptum og færa okkur þar með nær Evrópuþjóðum, en það hefur fram til þess ekki hægt fjárhags- lega. En nú ætlar Evrópubandalag útvarps- og sjónvarpsstöðva að taka þátt í stofnkostnaði, enda hefur það hvatt aðildarstöðvamar að verða sér úti um slíkan búnað og telur slíkt hagkvæmt í rekstri. I þessu samstarfi er gert ráð fyrir að Sjón- varpið sendi myndir frá íslandi og verður þar af leiðandi hægt að koma íslenskum málefnum betur á fram- færi við aðrar Evrópuþjóðir en unnt hefur verið til þessa." Gert er ráð fyrir að þörf sé á móttökuloftneti sem er 7 V2 m. f þvermál. Kostnaður við jarðstöðina verður um 67Ö.000 bandaríkjadalir. Áætlunarflug S AS til íslands: Kemur ekki á óvart - segir Sigurður Helgason forsljóri Flugleiða SIGURÐUR Helgason forstjóri Flugleiða segir að það komi sér ekki á óvart að SAS ætli að hefja áætlunarflug hingað til lands næsta vor. „Við fljúgum til fjöl- margra landa og þessi lönd geta að sjálfsögðu tilnefnt flugfélög til að fþ'úga til íslands,“ sagði hann. Sigurður sagði að Flugleiðir hefðu á undanfomum árum verið að byggja upp þennan markað. Félagið hafi flogið allt að 35 sinnum í viku til Norðurlandanna í sumar, þar af um 18 sinnum í viku til Kaupmannahafnar. „Þessi markaður er orðinn mjög stór og við vonum bara að SAS beiti jafn öflugri markaðs- og kynn- ingarstárfsémi og Flugleiðir hafa gert. Þannig ætti SAS að geta auk- ið við markaðinn og komið með nýja farþega hingað til lands, sagði Sigurður." Hann tók það fram að Flugleiðir og SAS hefðu alltaf átt gott sam- starf. Hamarshúsið: Borgarráð veitti frest BORGARRÁÐ hefur samþykkt fyrir sitt leyti að veita Olafi Björnssyni byggingameistara, frest á dagsektum vegna fram- kvæmda við Tryggvagötu 4 til 6, Hamarshúsið. Dagsektir áttu að taka gildi frá og með 25. ágúst síðastliðnum en samþykkt var að framlengja hann til dagsins í dag, 10. september. Byggingsmefnd hafði á fundi sínum 27. ágúst samþykkt að veita þennan frest. Ráðgjafanefnd skip- uð um efnahagsmál Forsætisráðherra hefur skip- að ráðgjafanefnd sem ætlað er að vera ráðherranefnd rikis- stjórnarinnar um efnahagsmál til ráðuneytis i þeim málaflokki. í fréttatikynningu forsætisráðu- neytisins segir frá skipan nefndar- innar, en í henni eiga sæti Bjöm Bjömssson, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, Amar Bjamason, hagfræðingur og Ólafur Isleifsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjómarinn- ar, sem er formaður nefndarinnar. SKYRTUR PEYSUR STAKARBUXUR STAKIR JAKKAR ÍÚRVALI o.m.fl. Líttu við. Bonaparte iÆáiM ■ Austurstræti 22 ----- ™,*siiVL(rá.skiplitiocóiA580Q..- Opið laugardag frá kl. 10.00-16.00 e.h. Austurstræti 22 Sími45800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.