Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Utanríkismálanefnd fiind- aði um hvalveiðideiluna FRÉTTIR af ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um að Steingrímur Hermannsson utanríkísráðherra sæti ekki fund viðræðunefnda íslands og Bandaríkjanna, bárust inn á fund utanríkismálanefndar Alþingis sem boðaður hafði verið tíl að ræða um hvalamalið að beiðni HjörJeifs Guttormssonar alþing- ismanns. Afnndu—l mættu einnig Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra og Árni Kolbeins- son ráðuneytisstjóri. Engar ákvarðanir voru teknar á fundin- um en rætt var um þær ákvarð- anir sem teknar höf ðu verið af hálfu rikisstjórnarinnnar undan- farna daga. Rætt var við fulltrúa stjórn- málafiokkanna í nefndinni að fundinum loknum og fara viðtölin hér á eftin Trúiþvíað málið leysist „Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því VEÐUR að þetta mál leysist eins og alltaf þegar svona vinaþjóðir leysa sín málefni," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismála- nefndar og fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. „Þótt þetta mál sé stórt í augum manna þá er það ekki stór- mál miðað við öll þau stóru mál sem í gangi eru í veröldinni svo ég efa ekki að þetta leysist farsællega," sagði Eyjólfur Konráð síðan. Snýst ekki lengur um hvalveiðar „Mér sýnist að þetta mál sé nú þannig statt inilli ríkjanna að það snúist ekki lengur um hvalveiðar heldur sé þetta spurning um almenn samskipti milli sjálfstæðra ríkja og þar hefur verið komið fram á mjög gróflegan hátt gagnvart íslending- um," sagði Hjörleifur Guttormsson fulltrúi Alþýðubandalagsins.. „Það er alveg Ijóst að Banda- ríkjastjórn ætlar að koma fram við okkur núna eins og bananalýðveldi. Ég tel að þegar ríkisstjórnin hefur sýnt sveigjanleika í þessu máli af sinni hálfu, eins og hún gerði með si^ni ákvörðun 27. ágúst með því ma. að breyta sinni áætlun, og sú breyting er í engu virt þá eigum við auðvitað að taka slíka ákvörðun út af borðinu og mótmæla þeirri lítilsvirðingu sem okkar utanríkis- ráðherra er sýnd með því að skipa mann úr viðskiptaráðuneytinu formann nefndarinnar sem fundar í Ottawa. Við höfum fengið mjög alvarleg skilaboð frá Bandaríkja- stjórn og það hefur kannski skýrt stöðu málsins," sagði Hjörleifur. Höldum á málinu með reisn „Mín skoðun er sú að það hefði verið eðlilegra og betra að viðræðu- nefndin yrði undir forustu utanrík- isráðuneytisins en þessi skipan nefndarinnar endurspeglar það sem virðist hafa komið fram áður að það sé yiðskiptaráðuneytið sem hafi náð yfirhöndinni í þessu máli og þess- vegna þurfum við ekki að vera svo undrandi yfir því að Bandaríkjafor- / DAG kh 12.00: Heimild: Veöurstofa Islands {Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 10.09.87 YRRLIT á hádegi f gœr; Hæð yfir Grænlandi og lægð milli íslands og Noregs. SPÁ: í dag verður norðankaldi viða um landið, en líklega hægari vindur austanlands. Um norðanvert landfð verður dálftil rigning og 3—7 stiga hiti, en bjart veður að mestu og 8—12 stíga hiti sunnan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðan- og norðaustanátt með skúrum um norðanvert landið en bjart syðra. Hiti 4—8 stig norðan- iands en 8—12 stig á Suður- og Suðvesturlandi. TÁKN: /, Norðan, 4 vindstig: ¦|0 Hitastig: Vlndörin sýnir vind- 10 gráður á Celsius Z \ Heiðskirt * stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. ý Skúrir * >{ JUr Léttskýjað r r r / / / / Rigning = Þoka j. / / / = Þokumóða "LnslmL HáKskýiað # / * ' , ' Súld "ejffcSklíiaa / * / * Slydda / # / •* # # OO Mistur —J- Skafrenningur í * * * * Snjókoma # * * [~^ Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyrl Raykjavlk Bergen Helsinki JanMayen Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur ÞorahSfn Algarve Amstardam Aþena Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glaagow Hamborg UsPalmas London LosAngeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork París Róm Vfn Waahington Winnlpeg hiti voður 7 skýjao 12 skýjað 12 skýjað 15 skúr 8 rign.ogaúld 17 skýjað 4 skýjað 3 þokafgr. 17 hálfskýjað 16 hálfekýjað 10 alskýjað 20 skýjað 10 skýjað 28 léttakýjað 27 hálfskýjað 17 skýjað 14 heiðsktrt 23 skýjað 20 hálfakýjað 13 rigning 17 skýjað 28 skýjað 10 skýjað 10 þoka vantar 31 skýjað 27 skýjað 31 lóttskýjað 18 rign.es.kl8t. 23 léttskýjað 21 skýjað 20 hélffkýjafi 10 alskýjað 22 lóttakýjað 7 reykur Morgunblaðið/KGA Frá fundi utanríkismálanefndar Alþingis um hvalamálið í gær. seti skyldi velja fulltrúa úr viðksiptaráðuneytinu til að fara með umboð sitt," sagði Kjartan Jóhannsson fulltrúi Alþýðuflokks- ins. _ „Ég treysti mér ekki að spá hver lendingin verði í þessu máli en ég hef verið harður á að við hefðum sjálfsákvörðunarrétt í því og við höldum á þessu máli af reisn gagn- vart erlendum aðilum og ef við föllum þá fðllum við standandi," sagði Kjartan. „Ég er þeirrar skoð- unar að það sem í raun hafi gerst er að við höfum sýnt Bandaríkja- mönnum ákveðna tillitssemi en þeir koma ekki til móts við okkur á móti og þessvegna sé engin ástæða til að halda við tilboð sem við höfum gert. Við hljótum að leitast við að halda okkar striki." Viljum sjá hvað geristímálinu „Við höfum ekki tekið opinbera afstöðu í þessu máli og viljum sjá hvað meira kemur upp á borðið áður," sagði Hreggviður Jónsson fulltrúi Borgaraflokksins. Hreggviður tók fram að hann væri áheyrnarfulltrúi í nefndinni og þingflokkur Borgarafiokksins myndi komast að niðurstöðu þegar þessi mál yrðu rædd á Alþingi. Tvennt skiptir sköpum nú „Það er tvennt sem skiptir sköp- um eins og málið stendur núna. Það er það að breytingar á hvalveiði- áætluninni hafa ekki greitt fyrir málinu og Bandaríkjamenn láta þá breytingu sem vind um eyrun þjóta, og hitt er að þeir hafa fylgt þessu eftir með því að skipa fulltrúa við- skiptaráðuneytisins formann við- ræðunefndarinnar. Þetta tel ég mjög alvarlegan hnút í samskiptum ríkjanna sem verður að ræða hvern- ig við verður brugðist," sagði Jón Kristjánsson fulltrúi Framsóknar- flokksins. Jón sagðist aðspurður ekki vera sammála að mál þetta væri hætt að 'snúast um hvalamálið en það væri farið að snúast um fleira. „Þetta snýst um hvalamálið og al- menn samskipti ríkjanna; ég held að þarna verði ekki skilið á inilli og með því að senda utanríkisráð- herra til viðræðna er málið auðvitað farið að snúast um það af okkar hálfu," sagði Jón. Sterk skilaboð til í slendinga „Mér hefði fundist bæði rétt og skynsamlegt að haft hefði verið samráð við utanríkismálanefnd eins og verið hefur í þessum málum fram að þessu þannig að hún hefði getað fylgst með þeim ákvörðunum sem teknar voru, og sérstaklega þegar málið tók aðra stefnu þegar bréfa- skipti hófust milli forsætisráðherra og Bandaríkjaforseta. Ég hefði talið eðlilegt að nefndin hefði verið með í þeirri ákvörðun hvort slíkt ætti að gerast og með hvaða hætti," sagði Guðrún Agnarsdóttir fulltrúi Kvennalistans. „Ur þvf sem komið er er greini- legt að átök eru milli ráðuneyta Bandaríkjastjórnar um það hver eigi að hafa forystu í þessu máli og ég álít það vera mjög sterk skila- boð til íslendinga þegar fulltrúi úr viðskiptaráðuneytinu, sem þegar hefur rætt við Islendinga um þetta mál, er sendur til fundar við ut- anríkisráðherra þegar okkar forsætisráðherra hefur gefið í skyn að óskað sé eftir viðræðum við ut- anrikisráðherra um málið. Þetta álít ég vera ákveðin skilaboð til ís- lendinga. Hinsvegar er þetta flókið mál og þegar og ef Islendingar gera hlé á sínum hvalveiðum eða hætta þeim finnst mér að það eigi að vera af sjálfsdáðum, eftir yfir- vegun og með reisn með tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða en ekki að láta aðra kúga sig til þess," sagði Guðrún. Fimmtungi fleiri sóttu Veröld nú en í fyrra FORRÁÐAMENN Kaupstefn- utinar segjast hæstánægðir með aðsókn að sýningunni Veröld '87. Þegar sýningunni lauk í Laugar- dalshöU um síðustu helgi höfðu 46.300 manns greitt aðgangseyri. „Þetta er stórkostlegt. Við gerð- um okkur hæstar vonir um að fá fjörutíu þúsund gesti," sagði Guð- mundur^ Jónsson framkvæmda- stjóri. „Á sýningunni Heimilinu '86 voru gestir þrjátíu og átta þúsund þannig að aðsóknin var umtalsvert meiri í ár." Skipulagning sýningarinnar Ver- öld '88 er þegar komin langt á veg. Fyrirspurnir um sýningarpláss eru orðnar margar og sagði Guðmundur að ánægja þátttakenda með sýning- una í ár spillti ekki fyrir. Næstkomandi vor efnir Kaup- stefnan til vörusýningar undir heitinu Sumaríð '88. Héðni var ekkí boðið MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Steingruni Baldurssyni, f öður Héðins Steingríinssonar skák- manns: „f Morgunblaðinu, föstudag- inn 4. þ.m., er sagt frá því, að Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, hafi dag- inn áður haldið hóf til heiðurs skákmönnunum Jóhanni Hjart- arsyni, Margeiri Péturssyni og Héðni Steingrímssyni. í skýringarorðum undir mynd af menntamálaráðherra, eigin- konu menntamálaráðherra, Jóhanni Hjartarsyni og Margeiri Péturssyni stendur „Héðinn Steingrímsson gat ekki verið viðstaddur." Þetta er rangt. Héðni Steingrímssyni var ekki boðið í hóf menntamálaráðherra." Reykjavík, 9. september 1987. Steingrfmur Baldursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.