Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 7 MEÐAL EFNIS í KVÖLD minimn 205C EYÐNI Jón Ottar Ragnarsson fjallar i Leiðara sinum i kvöld um eyðni i tilefni af spánýjum banda- rískum þætti sem að sýndur verður i lokin. Hann ræðirvið helstu sérfræðinga landsins um efniþáttaríns, útbreiðslu eyðni og varnaraðgerðir. ift I Föstudagur „rvnnl SAGANAF '..«■1 HARVEYMOON Framhaldsmyndaflokkur um fjöl skyldulif Harvey Moon sem er i molum og ekki hjálpa veikindi tilvonandi tengdasonar upp á sakirnar. Laugardagur APRÍLDAGAR (The April Fools). Gamanmynd um kaupsýslumann sem býr við mikið ofriki á heimili sinu. Hann hittir fagra konu i hanastélsboði og verður ástfanginn. íIjós kem- ur að hún er gift yfirmanni hans. STÖÐ2 Auglýsingasimi Stöðvar 2 er 67 30 30 Lykilinn faarð þúhjá Heimilistaðkjum íí HeimHlstæki h S:62 12 15 I skýrslunni eru fullyrðing- ar sem ég er ekki sáttur við - segir Sigurður Einarsson útgerðarmaður Vestmannaeyjum. „ÞESSI skýrsla er enginn stóri sannleikur og þar koma svo sem ekki fram nein ný sannindi fyrir okkur. í henni eru margar fullyrð- ingar sem ég er ekki sáttur við en skýrslan opnar þó umræður um málið og það tel ég vera af því góða,“ sagði Sigurður Einars- son, útgerðarmaður og forstjóri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja hf., í samtali við Morgunblaðið. Sigurður var inntur álits á skýrslu Hilmars Viktorssonar viðskipa- fræðings um stöðu og horfur í fiskvinnslu í Eyjum á timum vax- andi gámaútflutnings. Skýrslu þessa vann Hilmar fyrir atvinnu- málanefnd Vestmannaeyja. í skýrslu Hilmars er því slegið fram að þjóðarbúið hafi tapað á síðasta ári milli 600 og 800 milljónum króna á útflutningi ferskfisks í gám- um og að störfum í fiskvinnslu hafa fækkað um 100 í fyrra. Miklar um- ræður hafa verið í Eyjum útaf gámaútflutningnum og skoðanir manna verið skiptar. Sigurður sagði það vera ljóst að hagsmunir fisk- vinnslufyrirtækja og fiskvinnslufólks annarsvegar og útgerðarfyrirtækja og sjómanna hinsvegar færu ekki saman í þessu máli. Hann sagði að ekki væri hægt að horfa fram hjá því að >/3 af lönduðum afla færi nú óunninn út í gámum. „Þetta er þó ekkert einfalt mál og ekki er auðvelt að finna á þessu lausn sem öllum líkar. Ég tel að ein af þeim lausnum sem til greina koma til að losna út úr þessu sé að koma hér á fót fiskmarkaði," sagði Sigurð- ur Einarsson. Hann sagði að gámaútflutningurinn hefði komið misjafnlega hart niður á frystihúsum í Eyjum og misjafnt frá einu tíma- bili til annars. „Frá miðjum febrúar hefur ekki fallið niður einn einasti dagur { vinnslu hjá frystihúsunum hér en það hefur vissulega dregið úr yfírvinnu. Það hafa hinsvegar komið dagar sem þau hafa verið í vandræðum með að vinna allan þann afla sem til þeirra barst. Mannekla í fiskvinnslu er raunar orðið eitt af hennar stærstu vandamálum í dag og margir karlmenn hafa hætt í frystihúsunum og farið á sjóinn þar sem þeir hafa meiri tekjur." Sigurður sagði það skipta mestu fyrir fískvinnsluna í landinu að henni verði skapaðir möguleikar til að keppa um hráefnið á jafnréttisgrund- velli. - hkj. HÉR FYRIR OFAN SÉRÐU SNJÓBRÆÐSLURÖR SEM ÞÚ GETUR TREYST |ért þú aðv hugleiða val á snjóbræðslu- rörum, munt þú fljótt komast að því að ekki er allt gull sem glóir. Það eru til ýms- ar gerðir slíkra röra, úr mismunandi efn- um og ætluð fyrir mismikla frosthörku og veðrabrigði. Það fer best á því að skoða vel hina ýmsu valkosti sem bjóðast. Byrir nokkrum árum setti Börkur hf. á markaðinn snjóbræðslurör úr POLY- BUTYLENE plastefninu og hafa mót- tökurnar verið framúrskarandi góðar jafnt hjá fagmönnum sem leikmönnum. Börkur hf. framleiðir snjóbræðslurörin í o 25 mm fyrir almenna notkun og í 0 20 mm sem henta sérstaklega í tröppulagnir. Snjóbræöslurörin koma aö góöum notum á hinum ýmsu stööum s.s. í innkeyrslum og bílastæöum, í gangstígum, á leiksvæðum, á íþróttavöllum og vinnusvæðum. Sýndu fyrirhyggju og veldu Barkar snjóbræðslurör fyrir veturinn. Sölustaðir eru m.a.: Bygg- ingavöruverslun Sam- bandsins Krókhálsi í Reykja- vík, BYKÓ í Hafnarfirði og Kópavogi, og Bygginga- vöruverslunin Hús og lagnir Réttarhálsi í Reykjavík. BÚRKUR hf. HJALLAHRAUNI 2 SÍMI 53755 ■ PÓSTHÓLF 239 ■ 220 HAFNARFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.