Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Skáldsagnaflokkurími „Böm Jarðar“ kynntur á fyrirlestri Jf \m^ í Norræna húsínu Nletsölu höítmdttriti n IEANM.AIJEL í heímsökn á Islandí í skáldsögunum um „Börn Jarðar", sem á ótrúlega skömmum tíma hafa farið mikla sigurför víða um heim, fjallar Jean M. Auel um líf forfeðra nútímamannsins á Jörðinni fyrir 35.000 árum. Þetta eru fyrstu bækur höfundarins, sem lagði á sig margra ára undirbúnings- og rannsóknarvinnu áður en ritun bókanna hófst. Þetta er hrífandi saga Aylu, stúlku af ættstofni nútímamanns- ins. Hún verður viðskila við fólk sitt og elst upp í helli hjá fornri kynkvísl Neanderdalsmanna sem ekki getur náð lengra á þróunarbrautinni. Með áhrifamiklum hætti er lesandinn leiddur inn í nýjan og áður óþekktan heim þar sem hann kynnist iífsháttum og lífsbaráttu forfeðra okkar, tilfinningum þeirra, lífsviðhorfum og heimsmynd. Tvær lyrstu bækurnar á íslensku Kvrsta bók þessa einstaka riLverks, Þjóð hjarnarins mikla, kom út á sl. ári og á næstunni er önnur bókin, Dalur hestanna, væntanleg. Við skorum á fólk að fylgjast með frá byrjun - þetta eru bækur sem allir hafa unun af að lesa. Norræna húsið I kvöld Jean M. Auel er nú stödd hér á landi. Fyrirlestur hennar í Norræna húsinu heilir Fact into Fiction: The world of writing. Þar lýsir höfundurinn því hvað varð til þess að hún hóf að fástvið þetta óvenjulega söguefni og hvernig hún hefur byggt skáldverk sín á þeim upplýsingum sem fyrir liggja um forfeður nútímamannsins. k>'irlesturinn hefst kl. 20:30 í kvöld, fimmtudaginn 10. september, og verður hann fluttur á ensku. Að fyrirlestrinum loknum mun Jean M. Auel árita bók sína, Þjóð bjarnarins mikla, sem seld verður á staðnum og einnig þær bækur sínar sem fólk kýs að taka með sér að heiman. _Q VflKA' lirtgafeU íkvöld 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftargjöld in skuldfærð á viðkomandi greiðsiukortareikning manað- VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA- VIÐSKIPTI. Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í íslenskum orðtökum segir: „Hvör sem trúir skollanum í heiði, lögmanna eiði, ættmanna blómi, og páfanum í Rómi, verður refur af lambi. “ Ef ekki er hægt að kyngja þessu, þá er tilvalið að prófa meðfylgjandi rétt. Hann er mildur úr ágætu íslensku hráefni og þykir bragðgóður í meira lagi. Þetta er Regnboga- silungssteikur með fyllingu 1 regnbogasilungur, 1 kg. V2 sítróna salt, pipar og hveiti 2 matsk. matarolía Fyllingin: 1 meðalstór_ laukur 1 hvítlauksrif 2 matsk. matarolía 1 matsk. smjörlíki V2 græn paprika 200 gr ferskir sveppir V2 sítróna salt og pipar */4 bolli vatn og kjúklingakraftur brauðmylsna 1. Silungurinn er hreinsaður og roðið hreistrað, þ.e. hreistrið er skaf- ið varlega af með t.d. hnífsblaði. Flakið síðan silunginn. Ef hnífnum er rennt með hryggnum og síðan varlega upp á við með rifbeinunum, er auðvelt að ná þunnildunum heilum með flakinu. Þunnildin eru of bragð- góð til að vera hent. 2. Flökin eru ekki roðflett. Þau eru skorin í þrjú stykki hvort og sett á disk. Yfír þau er síðan dreypt safa úr hálfri sítrónu og þau látin standa smástund. 3. Matarolían, 2 matsk., er hituð á pönnu, silungsstykkjunum er velt létt upp úr hveiti og þau síðan létt- steikt í feitinni, fískholdið fyrst. Salti og möluðum pipar er stráð yfir fiskinn þegar honum hefur verið snúið við á pönnunni. 4. Fylling: Laukurinn er skorinn í þunnar sneiðar, hvítlauksrif er sax- að smátt. Feitin er hituð á pönnu og er laukur með hvítlauk steiktur ljósbrúnn. 5. Paprikan er hreinsuð af himn- um og fræjum. Hún er skorin í þunnar sneiðar og bætt á pönnuna með lauknum. Að síðustu er niður- sneiddum sveppunum bætt á pönnuna og þeir steiktir með í 2—3 mínútur. Safa úr V2 sítrónu (1 matsk.) er dreypt yfír sveppafylling- una. Að síðustu er vatn með upp- leystum teningi af iqúklingakrafti bætt á pönnuna og soðið með 1—2 mínútur. Salti er bætt við eftir smekk. 6. Silungssteikumar eru settar á eldfast fat og er fyllingunni komið fyrir ofan á steikunum. Yfir hana er stráð örlítilli brauðmylsnu og síðan brugðið undir grill í 5 mínútur eða þar til hún hefur fengið létt- brúnan lit. Silungssteikumar em bomar fram með soðnum kartöflum. Niður- skorið grænmeti eins og niður- sneiddar rófur, Va paprika skorin í strimia og tómatar er kjörið með- læti með þessum kjammikla físk- rétti. Verð á hráefni: Regnbogasilungnr 1 kg ............. kr. 279 200grsveppir ..... kr. 120 1 paprika ....... kr. 56 1 sítróna ....... kr. 15 1 laukur ......... kr. 5 kr. 475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.