Morgunblaðið - 10.09.1987, Page 20

Morgunblaðið - 10.09.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Skáldsagnaflokkurími „Böm Jarðar“ kynntur á fyrirlestri Jf \m^ í Norræna húsínu Nletsölu höítmdttriti n IEANM.AIJEL í heímsökn á Islandí í skáldsögunum um „Börn Jarðar", sem á ótrúlega skömmum tíma hafa farið mikla sigurför víða um heim, fjallar Jean M. Auel um líf forfeðra nútímamannsins á Jörðinni fyrir 35.000 árum. Þetta eru fyrstu bækur höfundarins, sem lagði á sig margra ára undirbúnings- og rannsóknarvinnu áður en ritun bókanna hófst. Þetta er hrífandi saga Aylu, stúlku af ættstofni nútímamanns- ins. Hún verður viðskila við fólk sitt og elst upp í helli hjá fornri kynkvísl Neanderdalsmanna sem ekki getur náð lengra á þróunarbrautinni. Með áhrifamiklum hætti er lesandinn leiddur inn í nýjan og áður óþekktan heim þar sem hann kynnist iífsháttum og lífsbaráttu forfeðra okkar, tilfinningum þeirra, lífsviðhorfum og heimsmynd. Tvær lyrstu bækurnar á íslensku Kvrsta bók þessa einstaka riLverks, Þjóð hjarnarins mikla, kom út á sl. ári og á næstunni er önnur bókin, Dalur hestanna, væntanleg. Við skorum á fólk að fylgjast með frá byrjun - þetta eru bækur sem allir hafa unun af að lesa. Norræna húsið I kvöld Jean M. Auel er nú stödd hér á landi. Fyrirlestur hennar í Norræna húsinu heilir Fact into Fiction: The world of writing. Þar lýsir höfundurinn því hvað varð til þess að hún hóf að fástvið þetta óvenjulega söguefni og hvernig hún hefur byggt skáldverk sín á þeim upplýsingum sem fyrir liggja um forfeður nútímamannsins. k>'irlesturinn hefst kl. 20:30 í kvöld, fimmtudaginn 10. september, og verður hann fluttur á ensku. Að fyrirlestrinum loknum mun Jean M. Auel árita bók sína, Þjóð bjarnarins mikla, sem seld verður á staðnum og einnig þær bækur sínar sem fólk kýs að taka með sér að heiman. _Q VflKA' lirtgafeU íkvöld 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftargjöld in skuldfærð á viðkomandi greiðsiukortareikning manað- VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA- VIÐSKIPTI. Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í íslenskum orðtökum segir: „Hvör sem trúir skollanum í heiði, lögmanna eiði, ættmanna blómi, og páfanum í Rómi, verður refur af lambi. “ Ef ekki er hægt að kyngja þessu, þá er tilvalið að prófa meðfylgjandi rétt. Hann er mildur úr ágætu íslensku hráefni og þykir bragðgóður í meira lagi. Þetta er Regnboga- silungssteikur með fyllingu 1 regnbogasilungur, 1 kg. V2 sítróna salt, pipar og hveiti 2 matsk. matarolía Fyllingin: 1 meðalstór_ laukur 1 hvítlauksrif 2 matsk. matarolía 1 matsk. smjörlíki V2 græn paprika 200 gr ferskir sveppir V2 sítróna salt og pipar */4 bolli vatn og kjúklingakraftur brauðmylsna 1. Silungurinn er hreinsaður og roðið hreistrað, þ.e. hreistrið er skaf- ið varlega af með t.d. hnífsblaði. Flakið síðan silunginn. Ef hnífnum er rennt með hryggnum og síðan varlega upp á við með rifbeinunum, er auðvelt að ná þunnildunum heilum með flakinu. Þunnildin eru of bragð- góð til að vera hent. 2. Flökin eru ekki roðflett. Þau eru skorin í þrjú stykki hvort og sett á disk. Yfír þau er síðan dreypt safa úr hálfri sítrónu og þau látin standa smástund. 3. Matarolían, 2 matsk., er hituð á pönnu, silungsstykkjunum er velt létt upp úr hveiti og þau síðan létt- steikt í feitinni, fískholdið fyrst. Salti og möluðum pipar er stráð yfir fiskinn þegar honum hefur verið snúið við á pönnunni. 4. Fylling: Laukurinn er skorinn í þunnar sneiðar, hvítlauksrif er sax- að smátt. Feitin er hituð á pönnu og er laukur með hvítlauk steiktur ljósbrúnn. 5. Paprikan er hreinsuð af himn- um og fræjum. Hún er skorin í þunnar sneiðar og bætt á pönnuna með lauknum. Að síðustu er niður- sneiddum sveppunum bætt á pönnuna og þeir steiktir með í 2—3 mínútur. Safa úr V2 sítrónu (1 matsk.) er dreypt yfír sveppafylling- una. Að síðustu er vatn með upp- leystum teningi af iqúklingakrafti bætt á pönnuna og soðið með 1—2 mínútur. Salti er bætt við eftir smekk. 6. Silungssteikumar eru settar á eldfast fat og er fyllingunni komið fyrir ofan á steikunum. Yfir hana er stráð örlítilli brauðmylsnu og síðan brugðið undir grill í 5 mínútur eða þar til hún hefur fengið létt- brúnan lit. Silungssteikumar em bomar fram með soðnum kartöflum. Niður- skorið grænmeti eins og niður- sneiddar rófur, Va paprika skorin í strimia og tómatar er kjörið með- læti með þessum kjammikla físk- rétti. Verð á hráefni: Regnbogasilungnr 1 kg ............. kr. 279 200grsveppir ..... kr. 120 1 paprika ....... kr. 56 1 sítróna ....... kr. 15 1 laukur ......... kr. 5 kr. 475

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.