Morgunblaðið - 10.09.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.09.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Rartek Höganas F L í S A R HEÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER FARANLEGUR SAMANBUI®UR byrjendanámskeið FJölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrj- endanámskeið í notkun einkatölva. Leiðbeinandi: Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC- tölva. • Stýrikerfið MS-DOS. • Ritvinnslukerfið WordPerfect. • Töflureiknirinn Multiplan. • Umræður og fyrirspurnir. Logi Ragnarsson, tölvufræðingur. Tími: 15., 17., 22. og 24. sept. kl. 20—23. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28. Hver er tilgangnrinn? eftir Hermann Sveinbjörnsson í Morgunblaðinu þann 27. ágúst sl. var grein á viðskiptasíðu með yfirskriftinni: SÍS — Sambandið og kaupfélögin með hærri tekjur 1986 en ríkissjóður. í greininni sjálfri segir síðan að á síðasta ári hafi tekjur Sambandsins numið 15,5 milljöðrum króna, velta Kaupfélags Eyfirðinga að meðtöldum sam- starfsfyrirtækjum hafí numið 6,2 milljörðum, velta annarra kaup- félaga 15,2 milljarðar, velta Olíufé- lagsins hf., sem sé að meirihluta í eigu Sambandsins, hafí numið 3,5 milljörðum. Heildarvelta Sam- bandsins, kaupfélaganna, Olíufé- lagsins og nokkurra samstarfsfyrir- tækja SÍS hafí verið 43,4 milljarðar króna. Til samanburðar hafi heild- artekjur ríkissjóðs numið 38,2 milljörðum króna. Stórisannleikur? í framhaldi af þessari grein hefur Morgunblaðið notað þessar tölur sem einhvem stórasannleik um of- urveldi SÍS, eins og það er kallað t.d. í leiðara laugardaginn 5. sept- ember. Þá hefur forsætisráðherra notað þessar tölur í árásum sínum á samvinnumenn, m.a. á fundi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna í Borgamesi um síðustu helgi. A þessum fundi með Heimdell- ingum, þar sem forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins lá reyndar undir mikilli gagnrýni, sagðist hann ekki vilja vera forsæt- isráðherra „sambandslýðveldisins íslands" heldur lýðveldisins íslands. Þetta er eiginlega svolítið fyndið hjá forsætisráðherra og e.t.v. ættu ungir sjálfstæðismenn að draga eitthvað í land með þá gagnrýni sína að forysta Sjálfstæðisflokksins sé leiðinleg og öll steypt í sama mótið. Heimdellingurinn Þorsteinn Pálsson getur leyft sér svona skens, því sem slíkur er hann ekki tekinn alvarlega. Það er hins vegar fyrir neðan virðingu forsætisráðherra allrar íslensku þjóðarinnar að leggj- ast svona lágt í málflutningi sínum. Þorsteinn forsætis- ráðherra sumra? Það eru alvarleg tíðindi þegar Þorsteinn Pálsson, lýðræðislega kjörinn og valinn til þess að vera æðsti embættismaður þjóðarinnar, að undanskildum forseta Islands, hafnar forsjárhlutverki sínu yfír stórum hluta íslensku þjóðarinnar, hafnar 46 þúsund íslendingum og fjölskyldum þeirra. Það er ekki hægt að skilja orð Þorsteins á ann- an veg en þann, að hann vilji ekki vera forsætisráðherra samvinnu- manna. Þá er eiginlega ekki nema tvennt til, að Þorsteinn geri sam- vinnumenn útlæga úr íslenska ríkinu eða hann er ófær til að vera forsætisráðherra heillar þjóðar, þar sem hann virðist ekki sætta sig við áð einhveijir þegnanna hafí aðrar hugsjónir en hann sjálfur. Samanburður sá, er nefndur var hér að ofan, er mjög villandi, svo ekki sé nú meira sagt. I fyrsta lagi er velta fjölmargra sjálfstæðra fyr- irtækja lögð saman og fengin út ein tala. Með sambærilegum hætti er réttlætanlegt að leggja saman veltutölur allra fyrirtækja innan Verslunarráðs íslands, sem eru samtök einkafyrirtækja og einnig mætti með sama hætti leggja sam- an heildartekjur ríkisins og heildar- veltu allra þeirra fyrirtækja og stofnana sem ríkissjóður á hlut í eða tengist rekstri á með einhveij- um hætti. Samanburður á 33-hópnum og ríkinu Samanburður af þessu tagi er fáránlegur og e.t.v. er best að sýna fram á fáránleikann með því að nota sömu aðferð gagnvart fyrir- tækjunum 33, sem komu í kjölfar samvinnumanna með tilboð í Ut- vegsbankann. Notast má við úttekt Frjálsrar verslunar á stærstu fyrir- tækjum landsins. Þar er að fínna veltutölur 19 fyrirtækja af þessum 33 og Iistinn lítur þannig út, talið í milljónum króna: Sölumiðst. hraðfrystihúsanna 7431,6 Olíufélagið Skeljungur hf. 3260,2 Eimskipafélaglslandshf. 2714,1 Iðnaðarbanki Islands hf. 1201,9 Heklahf. 983,1 Verslunarbanki íslands hf. 829,9 Þig langar í bað þegar iú sérð Luxor Pima handklæði irá Martex’ í hvert Luxor Pima handklæði frá Martex®þarf 675,580 lykkjur og 11.4 kílómetra af 100% Supima bómullarþræði, sem er sérstaklega grannur en sterkur. Jaðarinn er ofinn á sérstakann hátt svo hann trosni ekki við mikinn þvott. Þetta tryggir að hvert handklæði er mjúkt, drekkur vel í sig og er endingargott. Nú fæst Luxor Pima í 15 litum hjá Hagkaup í Kringlunni. Luxor Pima, amerísk gæðahandklæði fyrir alla fjölskylduna. Pau eru falleg, mjúk og litskrúðug. Hermann Sveinbjörnsson „Það eru alvarleg tíðindi þegar Þorsteinn Pálsson, lýðræðislega kjörinn og valinn til þess að vera æðsti embættismaður þjóðarinnar, að undan- skildum forseta Islands, hafnar forsjárhlutverki sínu yfir stórum hluta íslensku þjóðarinnar, hafnar 46 þúsund íslend- ingum og fjölskyldum þeirra. Það er ekki hægt að skilja orð Þorsteins á annan veg en þann, að hann vilji ekki vera for- sætisráðherra samvinnu- manna. Þá er eiginlega ekki nema tvennt til, að Þorsteinn geri samvinnu- menn útlæga úr íslenska ríkinu eða hann er ófær til að vera forsætisráð- herra heillar þjóðar, þar sem hann virðist ekki sætta sig við að einhverjir þegnanna haf i aðrar hug- sjónir en hann sjálfur.“ Hraðfrystihús Eskiflarðar hf. 755,3 Hraðfrystistöð Vestmannaejja 605,1 Sjóvátrygg.fél. íslands hf. 575,4 Tryggingamiðstöðin hf. 526,8 Grandi hf. (BÚR — ísbjöminn) 1016,7 Andrihf. 498,8 Fiskanes hf. 356,8 Hraðfrystistöðin hf., Rvík 319,9 ísfélagVestmannaeyjahf. 270,0 Hraðf.h. Hnífsdal, Miðfell hf. 261,1 Þorbjöm hf. 240,3 Magnús Gamalíelsson hf. 187,8 Síldar- og fiskmj.verksm. Rvík 107,5 Samtals 19 fyrirtæki 22142,3 Ekki var að fínna tölur yfir tekj- ur fleiri fyrirtækja eða einstaklinga úr 33 aðila hópnum í þessu yfírliti Frjálsrar verslunar. Þetta em tekjur fyrirtækjanna árið 1985, en ef mið- að er við að verðlagsbreytingar hafí numið 35% milli ára verða heildartelcjur fyrirtækjanna 29,9 milljarðar króna árið 1986. Hlutí hópsins stærri en ríkið? Og vel að merkja — þetta er aðeins hluti hópsins. Það vantar upplýsingar um Fiskverkun Soff- aní- asar Cecilssonar, Ögurvík hf., Siglfírðing hf., Útgerðarfélag Flat- eyrar hf., Globus hf., H. Benedikts- son hf., Landssamband íslenskra útvegsmanna og Lífeyrissjóð versl- unarmanna, auk einstaklinganna tveggja, Halldórs H. Jónssonar og Thors O. Thors. Einnig vantar upp- lýsingar um tekjur Mjölvinnslunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.