Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 23
tfr
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
23
hf., Kristjáns Guðmundssonar, út-
gerðarmanns á Rifí, Hrannar hf. á
Isafírði og Fiskveiðihlutafélagsins
Venusar, sem tengist að stærstum
hluta Hval hf., sem hafði tæplega
300 milljón kr. tekjur 1985. Til að
tengja Thor Ó. Thors inn í myndina
má geta þess að heildartekjur ís-
lenskra aðalverktaka voru tæplega
840 milljónir 1985 og það sama ár
voru Flugleiðir með 5783 milljón
kr. tekjur, en það fyrirtæki tengist
Eimskipafélaginu, sem kunnugt er.
Með framreikningi fást þarna aðrir
9,3 milljarðar króna. Þess má svo
geta að miðað við fyrirhuguð kaup
Lifeyrissjóðs verslunarmanna á
rikisskuldabréfum næstu tvö árin
er ráðstöfunarfé sjóðsins 1200
milljónir á þessu ári.
Með þessum cinföldu reiknings-
aðferðum og samlagningu á veltu
þessara fyrirtækja (eðatekjum, eins
og Morgunblaðið notar ævinlega í
umfjöllun um heildarveltu sam-
vinnufyrirtækja) er ljóst að heildar-
tekjur þeirra á sfðasta ári voru ekki
undir 40,2 mílljörðuin króna.
Vantar þó enn upplýsingar um 10
aðila úr 33-hópnum.
Niðurstaðan úr þessum vanga-
veltum er náttúrlega sú, að bara
þessi litli hluti einkageirans sé vax-
inn ríkinu svo langt. yfír höfuð, að
engu tali taki. Til samanburðar
voru heildartekjur ríkisins 38,2
milljarðar króna árið 1986. Hverjar
voru þá heildartekjur allra einkafyr-
irtækja í landinu á árinu 1986?
Örugglega margfalt meiri en sam-
vinnnufyrirtækja og er það þá ekki
meðal brýnustu verkefna forsætis-
ráðherra að stemma stigu við
? ofurveldi einkageirans?
Fyrirtækin of stór
fyrir kaupstaðinn?
Tökum annan samanburð, sem
snertir Vestmannaeyjar, þar sem
sá kaupstaður hefur verið svolítið
í umræðunni vegna Útvegsbanka-
málsins, en enginn velkist í vafa
um það að tilgangur Morgunblaðs-
ins er að gera samvinnuhreyfinguna
tortryggilega vegna þess máls. Á
árinu 1985 voru heildartekjur
Vestmannaeyjakaupstaðar 153,8
miUjónir króna. A sama tima
voru heUdartekjur Hraðfrysti-
stöðvar Vestmannaeyja hf. 605,1
milljón króna. RUd Einars heitins
ríka í Vestmannaeyjum er fjór-
falt á við sveitarfélagið. Og þetta
er aðeins eitt af fjölmörgum físk-
vinnslufyrirtækjum í Eyjum. Er
stærð þeirra ofviða kaupstaðnum?
Morgunblaðið segði eitthvað ef
Hraðfrystistöðin væri samvinnufyr-
irtæki, jafnvel þó það væri sjálf-
stætt fyrirtæki, með sjálfstæða
stjórn og fjárhag, eins og sam-
vinnufyrirtækin eru almennt, hvert
fyrir sig.
Eins og áður hefur verið bent á
er samanburður af þessu tagi fárán-
legur, hvort sem hann beinist að
samvinnufyrirtækjum eða einkafyr-
irtækjum og ríkinu eða sveitarfélög-
um. Vitleysan hlýtur að vera sett
fram gegn betri vitund, því ekki' er
því trúandi að menn á ritstjórn
Morgunblaðsins ætli þennan sam-
anburð réttlætanlegan og raun-
hæfan. Alvarlegast er þó að
forsætisráðherra þjóðarinnar og
formaður Sjálfstæðisflokksins, þar
sem allt viðskiptavit þjóðarinnar á
að vera saman komið, skuli trúa
þessari endaleysu og nota hana í
barnalegum áróðri gegn þegnum
sfnum.
Hver var tilgangurinn?
Ein spurning í lokin. Hver var
tilgangur Þorsteins Pálssonar, þeg-
ar hann sendi flokksráðsmönnum
sínum spurningu um það hvernig
bregðast ætti við ef samvinnuhreyf-
ingin fengi Útvegsbankann keypt-
an? Hann gaf möguleika á þremur
svörum, að aðhafast ekkert, að
mótmæla með bókun eða að slíta
ríkisstjórnarsamstarfí. Mikill meiri-
hluti vildi stjórnarslit. Hver var
tilgangurinn með þessum kúnstum
annar en að hafa í hótunum um
stjórnarslit? Svarið er augljóst ef
menn á annað borð kæra sig um
að líta á málið í samhengi.
Höfuadar er blaðafulltrúi Sam-
baads ísl. samvhwufélaga.
Bolholt
136645
Suðurver Hraunberg
83730 • 7Ö988
BAUJUHAKAR
FISKISTINGIR
NETAKEÐJA
FÓTREIPISKEÐJUR
KEÐJUR SVARTAR
KEÐJUR GALV.
BLAKKIR GALV.
TROLL-BLAKKIR
MÖLLERODDEN-
BLAKKIR
KASTBLAKKIR
ELDVARNAR-BÚNAÐUR
BRUNASLÖNGUTENGI
BRUNASTÚTAR
KRANAR
BRUNASLÖNGUR
Vhm og 2"
BRUNASLÖNGUSKÁPAR
BRUNASLÖNGUHJÓL
m/25 mtr. og 30 mtr. 3/4"
SLÖKKVITÆKI
duft 1-2-6-12-26 kg.
SLÖKKVITÆKI HALON
ýmsar st.
KOLSÝRUSLÖKKVITÆKI
2-6 kg.
VATNSSLÖKKVITÆKI
10 Itr.
ELDVARNARTEPPI
REYKSKYNJARAR
VATNSSKYNJARAR
Frá Vélsmiðju Guðm.
J.Sigurðssonar:
NETASKÍFUR
TÓGKOPPAR
LÍNUSKÍFUR
FÆRASKÍFUR
ÞVARGARAR
BOXALOK
GÁLGABLAKKIR
KLUKKUR
LOFTVOGIR
ÁTTAVITAR
SJÓNAUKAR
ÁLPOKAR
MERKJABYSSUR
ÁNANAU8TUM
SÍMI28855
Opid laugardag 9—12
wM'-'i, Vi ii i-f- - - -*...,*4.
n-^^Hi ' • • ¦* *¦•- —*"1 '*-¦
¦T "UM-ttkUmi "^i ¦"<¦ <i.
„'—.%ajfc..., i+,niimn*Hllh*rmia ¦**......m