Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 0 Aðalfundur Skógræktarfélags Islands: Skógrækt, útivist og bú- háttabreytingar í sveitum TVÖ erindi voru flutt á aðal- fundi Skógræktarfélags íslands sem handinn var í Stykkishólmi. Björn Jóhannessen landslags- arkitekt talaði um skógrækt og útivist og Bjarni Guðmundsson aðstoðar landbúnaðarráðherra um skógrækt og búháttabreyt- ingu í sveitum. Vegatollur á hálendinu I erindi sínu benti Björn Jóhann- essen, á nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar njóta skal útivistar hvort heldur sem er í skóglendi eða á öðrum svæðum. Hann lýsti undr- un sinni yfir að ekki hefði verið tekinn upp vegatollur á vegum um hálendið þá mánuði sem þeir væru opnir fyrir umferð. Það fé sem feng- ist með því móti mætti nýta til eflingar gróðurs og uppbyggingu útivistarsvæða. Björn vék síðan að skógum og skóglendum og benti á nokkur at- riði sem bæri að hafa í hugá þegar gengið væri um skóga. Rusl sagði hann vera mikið vandamál sem allt- Blágrenið í Sauraskógi í Setbergslandi vakti mikla athygli fulltrúanna fyrir góðan vöxt. Morgunblaðið/Kristín Gunnarsdóttir af virðist fylgja mannfólki auk annarrar áníðslu en hann varaði við að banna sveppa og berjatínslu í skógum vegna hættu á náttúru- spjöllum. Bann við umgengni um skóga leiddu til neikvæðrar afstöðu almennings til þeirra. Björn taldi upp þá kosti sem skógar þyrftu að búa yfir sem útivistarsvæði og nefndi meðal annars merktar skokkbrautir, göngu-, hjóla- og reiðstígar og aðstöðu fyrir ratleiki. Þá þyrfti að huga að aðkomu með nægum bifreiðastæðum og einnig mætti setja upp borð og bekki og koma fyrir grillaðstöðu. Björn lagði áherslu á nauðsyn þess að hver skógur hefði sín ein- kenni allt eftir notargildi og ræddi um þróun skóga og vaxtarskeið þeirra. Með plöntun nytjaskóga er reynt að ná sem mestum hagnaði en útivistarskógar hafa það mark- mið að vera til yndisauka. Þegar ungskógum er plantað verður að taka fyllsta tillit til landslagsins. Skóginn verður að rækta á þann vega að fólki líði þar vel og að hann komi að gagni sem útivistar- svæði, sagði Björn. Möguleikar skógræktar sem at- vinnugreinar Bjarni Guðmundsson sagði í er- indi sínu að vegna breytinga í landbúnaði um þessar mundir væri mikið spurt um hvaða möguleika skógarækt byði upp á sem atvinnu- grein í sveitum. A fjárlögum ársins 1987 er 533 milljónum varið til hreinna útflutningsbóta og 267 milljónum til nýgreina en Bjarni sagði að í raun hefði stærri upphæð farið til nýgreina og er það liður í aðstoð við landbúnaðinn við þær breytingar sem hann er kral'inn um. I framtíðarkönnun ríkisstjórnar- innar um skógrækt þar sem fjallað er um hagkvæmni nytjaskógræktar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.