Morgunblaðið - 10.09.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 10.09.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 * Aðalfundur Skógræktarfélags Islands: Skógrækt, útivist og bú- háttabreytingar 1 sveitum TVÖ erindi voru flutt á aðal- fundi Skógræktarfélags íslands sem handinn var í Stykkishólmi. Björn Jóhannessen landslags- arkitekt talaði um skógrækt og útivist og Bjarni Guðmundsson aðstoðar landbúnaðarráðherra um skógrækt og búháttabreyt- ingu í sveitum. Vegatollur á hálendinu I erindi sínu benti Björn Jóhann- essen, á nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar njóta skal útivistar hvort heldur sem er í skóglendi eða á öðrum svæðum. Hann lýsti undr- un sinni yfír að ekki hefði verið tekinn upp vegatollur á vegum um hálendið þá mánuði sem þeir væru opnir fyrir umferð. Það fé sem feng- ist með því móti mætti nýta til eflingar gróðurs og uppbyggingu útivistarsvæða. Bjöm vék síðan að skógum og skóglendum og benti á nokkur at- riði sem bæri að hafa í huga þegar gengið væri um skóga. Rusl sagði hann vera mikið vandamál sem allt- Blágrenið í Sauraskógi i Setbergslandi vakti mikla athygli fulltrúanna fyrir góðan vöxt. Morgunblaðið/Kristín Gunnarsdóttir af virðist fylgja mannfólki auk annarrar áníðslu en hann varaði við að banna sveppa og beíjatínslu í skógum vegna hættu á náttúru- spjöllum. Bann við umgengni um skóga leiddu til neikvæðrar afstöðu almennings til þeirra. Bjöm taldi upp þá kosti sem skógar þyrftu að búa yfír sem útivistarsvæði og nefndi meðal annars merktar skokkbrautir, göngu-, hjóla- og reiðstígar og aðstöðu fyrir ratleiki. Þá þyrfti að huga að aðkomu með nægum bifreiðastæðum og einnig mætti setja upp borð og bekki og koma fyrir grillaðstöðu. Bjöm lagði áherslu á nauðsyn þess að hver skógur hefði sín ein- kenni allt eftir notargildi og ræddi um þróun skóga og vaxtarskeið þeirra. Með plöntun nytjaskóga er reynt að ná sem mestum hagnaði en útivistarskógar hafa það mark- mið að vera til yndisauka. Þegar ungskógum er plantað verður að taka fyllsta tillit til landslagsins. Skóginn verður að rækta á þann vega að fólki líði þar vel og að hann komi að gagni sem útivistar- svæði, sagði Bjöm. Möguleikar skógræktar sem at- vinnugreinar Bjami Guðmundsson sagði í er- indi sínu að vegna breytinga í landbúnaði um þessar mundir væri mikið spurt um hvaða möguleika skógarækt byði upp á sem atvinnu- grein í sveitum. A fjárlögum ársins 1987 er 533 milljónum varið til hreinna útflutningsbóta og 267 milljónum til nýgreina en Bjami sagði að í raun hefði stærri upphæð farið til nýgreina og er það liður í aðstoð við landbúnaðinn við þær breytingar sem hann er krafínn um. I framtíðarkönnun ríkisstjómar- innar um skógrækt þar sem fjallað er um hagkvæmni nytjaskógræktar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.