Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 25 Fulltrúar á aðalfundi Skógræktarfélg-asg íslands skoða Sauraskóg i Setbergslandi en það land var friðað áríð 1953. og kostnaði við að koma hér upp skógi er fullnægði innanlandsmark- aði fyrir borðvið, sagði Bjami að reiknað væri með 26 hálfum árs- verkum eða 13 ársverkum fyrstu 10 árin og að kostnaður væri 40 milljónir á ári. Sauðfjárbændur hefðu hinsvegar samið um að draga saman framleiðslun á næstu árum um 180 ársverk. Af þessu mætti ráða að skógræktin getur ekki nema takmarkað tekið þátt í þeim búháttarbreytingum sem stefnt er að. Hér væri að vísu eingöngu dæmt út frá fjárhagslegum- og at- vinnulegum sjónarmiðum með takmarkaða framtíðar sýn í huga og erfitt að dæma um hvernig markaður fyrir landsafurðir verða eftir 100 ár. íslendingar væru ekki einir með áætlun um aukna skóg- rækt á næstu árum. Þörf á auðlindastefnu „Útreikningar sem þessir eru alltaf ágiskun og erfítt að taka ákvarðanir með tilliti til þeirra nema að takmörkuðu leyti enda eigum við ekki að gera það. Við byggjum ekki landið öðruvísi en að nýta okk- ur auðlindir þess,“ sagði Bjami. „Ný viðhorf til landbúnaðar kalla fram þörf á endurmati á meðferð og umhirðu auðlinda landsins. Því er þörf á auðlindastefnu með vemdun jarðvegs og gróðurmoldar, vemdun gróðurs og bættum afrakstri gróð- urlendis með nytjar eða annan arð í huga. Þegar stefna hefur verið mótuð er hægt að velja hvaða leið á að fara.“ Bjami sagði ljóst að fjölmargir bændur og samtök þeirra væm reiðubúin til að taka þátt í skóg- rækt og þyrftu stofnanir land- búnaðarins að koma þar að í vaxandi mæli. „Vei flestir bændur að ég ætla skynja fmmþýðingu þess að vemda jarðveg og gróður og sem landeigendur geta þeir auk- ið verðmæti jarða sinn með skóg- rækt til umhverfisbóta eins og dæmin sanna," sagði Bjami. Leggja ber áherslu á þijú atriði, jarðvegsvemd og landgræðslu, úti- vist og yndisauka og loks viðar- framleiðslu og beinar efnislegar nytjar. Hann benti síðan á nokkur atriði sem þyrfti að athuga með hliðsjón af þessum markmiðum. Fýrst og fremst þyrfti aukna þekk- ingu með skipulögðum rannasókn- um og að koma þeirri þekkingu til þeirra sem hafa hagsmuna að gæta. Auka þarf ráðgjöf og kennslu í skógrækt í búnaðarskólum og með námskeiðum meðal áhugafólks. Efla þarf tengsl og samstarf milli stofnana og samtaka í hefðbundn- um landbúnaði og skógræktar. Þörf er á auknu íjármagni og taldi Bjami að fyrst um sinn yrði að binda vonir við fé úr ríkissjóði meðal annars til að hrinda í fram- kvæmd áætlun um nytjaskóga. Hann nefndi að vegna búhátta- breytinga væri nokkuð ijármagn fyrir hendi og sagðist vita að áhugi væri fyrir að leita leiða til að ýta við og hraða þeim skógræktará- huga sem mekja mætti víða um land. Fj'ármagn hjá einkaaðilum Þá er spuming hvort ekki mætti líta til einkaaðila og athuga hvort þar er ekki fjármagn til skógrækt- ar. Bjami benti á að miklu fé-væri varið til auglýsinga og ákveðin fyr- irtæki hafa lagt vemlega fjármuni til landgræðslu og skógræktar og taldi ástæðu til að kanna það frek- ar. Sömuleiðis væri íhuganrefni að koma á skattaívilnun eins og gert er þegar ný fyrirtæki eru stofnuð og veita þeim sem leggja í fjárfest- ingar í skógrækt eða til að bæta landið. Þá nefndi Bjami nauðsyn á aukinni tæknivæðingu við skóg- rækt og bar saman vinnubrögð við gróðursetningu og vélvæðingu í landbúnaði. Nú væm komin betri lönd til ráðstöfunar og auðveldari viðfangs. Ekki mætti gleyma plönt- unum og nauðsyn þess að byggja á réttum plöntum, ódýmm og um- fram allt að hafa nóg afplöntum en svo virtist sem einhver misbrest- ur væri þar á. Ræktun skjólbelta þyrfti að efla en þar er hafin nokk- ur sókn. „Síðasti þátturinn er að hefja „tilraunina miklu“,“ sagði Bjami. „Hvað með að færa stóriðjudraum- inn frá Reyðarfirði upp á Hallorms- stað ? Eg geri mér grein fyrir að til að byggja upp nytjaskóg þurfum við vemlega mikla peninga en þeg- ar við getum eins og einhver sagði á dögunum látið 8 milljónir í blóm í flugstöðvarbygginguna í Keflavík og 10 milljónir í blómin í Kringl- unni þá held ég að þetta sýni okkur þann sjónarhól sem við veljum okk- ur þegar við emm að fjalla um þessi mál.“ Nauðsynlegt væri að beina kröftunum á einn stað svo að árangur yrði sem bestur. Að lokum sagði Bjami augljóst að mikill áhugi væri fyrir skógrækt eins og umræður um hana sanna og fer vaxandi. „Landbúnaðurinn og skógræktin eiga augljósa sam- leið en við þurfum að formfesta stefnumið okkar og skipuleggja vinnubrögðin þannig að settu mark- miði megi ná. Ef við gemm það ekki er hætta á að vinnubrögð okk- ar virki ekki sannfærandi gagnvart þeim sem ráða yfír aðstöðu og opin- bem íjármagni auk þess að dýrmætum tíma er þá sóað,“ sagði Bjami. * ' X $ Jm. má-v' . ; X Það nálgast stórmál. . . þegar tvö ný SMÁMÁL koma upp samtímis. Súkkulaðifrauð og Dalafrauð. 9 1 ,ti k ftllippi I J L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.