Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987
Á lappir
enga leti
Vandræði Jóns
Jón var í bílferð. Þegar hann var 30 km frá heimili sínu fór að sjóða á
bílnum. Það sem eftir var leiðarinnar varð Jón því að stöðva bílinn eftir
hverja 2 km. Hann stöðvaði og leyfði vélinni að kólna í tvær mínútur áður
en hann hélt áfram. Hversu lengi er Jón að keyra heim ef hann, á milli
þess sem hann hvílir vélina, ekur á 60 km hraða á klukkustund?
Þessi þraut er ágætis upphitun fyrir skólann. Sendið svörin til Barnasíð-
unnar.
Hve gömul?
Skólinn er byrjaður. Það
þýðir því ekki að sofa út á
morgnana, að minnsta kosti
ekki fyrir þau sem eru fyrir
hádegi í skólanum. í skólan-
um er alltaf eitthvað nýtt að
gerast. E.t.v. eru nýir krakk-
ar í bekknum, námsefnið er
nýtt og kannski er kennarinn
nýr. Sumir eru að fara í
fyrsta sinn í skólann en aðrir
eru að fara í nýjan skóla.
Hvernig væri að senda
Barnasíðunni frásögu af
fyrstu dögum skólans og
teikningu með? Okkur þætti
gaman að því að heyra frá
ykkur.
«T
ÍÆTH.
f>ETTA
-öl
EKKi)
0
Brosum
með
Eyrúnu
Þið munið eftir myndunum sem
hún Eyrún Edda Hjörleifsdóttir
sendi okkur í vetur. Hérna er ein
í viðbót.
-Usr
Hérna er myndarleg skjaldbaka. Veistu hvað hún er gömul? Ef þú legg-
ur saman tölurnar á baki hennar finnurðu út hve gömul hún er.
Svar
Á Barnasíðunni 27. ágúst var
spurt hvað það væri sem maður
gæti auðveldlega haft í hægri
hönd sinni, en alls ekki í þeirri
vinstri ... Rósa M. Stefáns-
dóttir, Hesjuvöllum við Akureyri
sendi rétt svar. Maður getur
haft vinstri höndina í þeirri
hægri, en ekki í þeirri vinstri.
A sömu Barnasíðu var spurt
hvernig hægt væri að búa til
fimm ferninga úr níu eldspýtum.
Engin rétt svör hafa borist, en
hérna er svarið.
• \.
Getur þú hjálpað?
Loftbelgsfarinn er óheppinn. Hann hefur misst belginn sinn. Getur þú
hjálpað honum og fundið út hvaða inngang hann á að nota í völundarhúsið
til að ná belgnum sínum? Er það inngangur A, B, C eða D? Sendu svarið
til okkar. Heimilisfangið er:
Barnasíðan,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.
^wwwwmwwwwwwwwwww