Morgunblaðið - 10.09.1987, Page 26

Morgunblaðið - 10.09.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Vandræði Jóns Jón var í bílferð. Þegar hann var 30 km frá heimili sínu fór að sjóða á bílnum. Það sem eftir var Ieiðarinnar varð Jón því að stöðva bílinn eftir hverja 2 km. Hann stöðvaði og leyfði vélinni að kólna í tvær mínútur áður en hann hélt áfram. Hversu lengi er Jón að keyra heim ef hann, á milii þess sem hann hvílir vélina, ekur á 60 km hraða á klukkustund? Þessi þraut er ágætis upphitun fyrir skólann. Sendið svörin til Bamasíð- unnar. Hve gömul? Héma er myndarleg skjaldbaka. Veistu hvað hún er gömul? Ef þú legg- ur saman tölumar á baki hennar fínnurðu út hve gömul hún er. Svar Á Bamasíðunni 27. ágúst var spurt hvað það væri sem maður gæti auðveldlega haft í hægri hönd sinni, en alls ekki í þeirri vinstri... Rósa M. Stefáns- dóttir, Hesjuvöllum við Akureyri sendi rétt svar. Maður getur haft vinstri höndina í þeirri hægri, en ekki í þeirri vinstri. Á sömu Bamasíðu var spurt hvemig hægt væri að búa til fímm feminga úr níu eldspýtum. Engin rétt svör hafa borist, en héma er svarið. Á lappir enga leti Skólinn er byijaður. Það þýðir því ekki að sofa út á morgnana, að minnsta kosti ekki fyrir þau sem eru fyrir hádegi í skólanum. í skólan- um er alltaf eitthvað nýtt að gerast. E.t.v. em nýir krakk- ar í bekknum, námsefnið er nýtt og kannski er kennarinn nýr. Sumir em að fara í fyrsta sinn í skólann en aðrir em að fara í nýjan skóla. Hvemig væri að senda Barnasíðunni frásögu af fyrstu dögum skólans og teikningu með? Okkur þætti gaman að því að heyra frá ykkur. Brosum Þið munið eftir myndunum sem hún Eyrún Edda Hjörleifsdóttir sendi okkur í vetur. Hérna er ein í viðbót. Getur þú hjálpað? Loftbelgsfarinn er óheppinn. Hann hefur misst belginn sinn. Getur þú hjálpað honum og fundið út hvaða inngang hann á að nota í völundarhúsið til að ná belgnum sínum? Er það inngangur A, B, C eða D? Sendu svarið til okkar. Heimilisfangið er: Bamasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. mmfmni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.