Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Brasilía: Landbúnaðarráð- herra ferst í flugslysi Brasilía, Reuter. MAROS Freire landbúnaðarráð- herra Brasilíu lést ásamt átta öðrum í flugfslysi sl. þriðjudag. Að sögn talsmanna flughersins sprakk flugvélin í loft upp nokkr- um sekúndum eftir flugtak frá flugvelli í Amazon-regnskógin- um. Freire var á leið til höfuðborgar- innar Brasilíu frá Carajas í norður- hluta landsins þar sem hann skoðaði framkvæmdir á vegum ríkisins. Áhöfn flugvélarinnar og fímm starfsmenn úr landbúnaðarráðu- neytinu létust einnig. Ástæður slyssins eru ókunnar. Freire var þingmaður Perna- mbuco-héraðs í norðausturhluta Brasilíu áður en hann tók við emb- ætti landbúnaðarráðherra í júní eftir að Dante de Oliveira sagði af sér embætti. Bandaríkin: Reuter Ósvífni eða bláber náttúruhvöt? Ferfætlingurinn á myndinni á lögheimili í borginni Nizzu á suðurströnd Frakklands en í elsta hverfi borgarinnar hafa myndlistarmenn verið fengnir til að skreyta stöpla sem komið hefur ver- ið fyrir til að gera ökumönnum ókleift að leggja bílum sínum. Hvort hundurinn vill með þessu athæfi sýna álit sitt á handverkinu eða óbeit á lögregluþjónum skal ósagt látið en líkast til er hann aðeins að gera það sem hans guðsáskipaða hundseðli býður honum. Gary Hart gefur ekki kost á sér Washington, Reuter. GARY Hart kvað í gær niður orðróm um að hann ætlaði að gefa kost á sér til útnefningar sem forsetaefni Demókrata- flokksins fyrir kosningarnar á næsta ári. Hart sem dró sig í hlé í maí vegna sambands síns við fyrirsætuna Donnu Rice sagðist þó ekki hættur afskiptum af stjórnmálum. Jesse Jackson til- kynnti á mánudag að hann gæfi kost á sér til útnefningarinnar. „Ég hef ennþá margt til málanna að leggja og skoðanir mínar eru einstakar á mörgum sviðum," sagði Hart við fréttamenn í gær. Fyrrver- andi aðstoðarmaður hans hafði gefið í skyn að Hart kynni að gefa kost á sér þrátt fyrir allt og skoð- anakannanir sýndu að hann nýtur meira fylgis en nokkur hinna átta frambjóðenda Demókrataflokksins. Hart sem hefur það orð á sér í Washington að vera mikill kvenna- maður viðurkenndi einnig í gær að hafa svikið eiginkonu sína í tryggð- um en neitaði að nefna nokkur nöfn í því sambandi: „Enginn er fullkom- inn og ég var ekki að bjóða mig fram til dýrlings," sagði hann enn- fremur. Hann sagðist hafa gerst sekur um dómgreindarleysi en þó kæmust mistök sín ekki í hálfkvisti við fíngurbijóta forsetans. Séra Jesse Jackson tilkynnti á mánudag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata. Skoð- anakönnun sem birt var í tímaritinu Time á sunnudag sýndi að Jackson hefði lang mest fylgi allra þeirra sem gefíð hafa kost á sér meðal kjósenda Demókrataflokksins. Honecker ræðir við vestur-þýska iðnjöfra: Nauðsynlegt að bæta við- skiptahætti þýsku ríkjanna Köln, Reuter. VESTUR-ÞÝSKIR iðjuhöldar hvöttu í gær Erich Honecker, MJÚKUR YST SEM INNST Þegar þú heldur 6 rauöum poka aí Merrild—kaííi í hcndinni. finnst þér þú næstum geta fundiö KaffigæÖin gcgnum mjúKan poKann. óvcnjulega höfugur Kaffiilmur og bragö. sem varir lcngur l munni. en þú ótt aö venjast. eru mcöai þess. scm gerir kaífið svo sérstakt. Acrrild — gæöakaííiö. sein bragö cr af. enda framlcitt úr bestu féanlcgum Kaffibaunurn frá brasilíu. Kólumbfu og J\iö — Amcrfku. JírniM setur brag á sérhvcrn dag. r/ leiðtoga Austur-Þýskalands, til að draga úr skriffinnsku og greiða fyrir viðskiptum milli ríkjanna. Otto Wolff, formaður vestur- þýska viðskiptaráðsins, sagði á fundi, sem Honecker sat í Köln, að viðskipti milli ríkjanna hefðu minnkað um níu prósentustig eink- um vegna þess að ekki væri hægt að treysta á að birgðir lægju fyrir og vörur frá Austur-Þýskalandi væru gallalausar. „Sú nána samvinna, sem okkur fínnst æskileg milli verksmiðja og í framleiðslu, krefst aukins sveigj- anleika og þess að viðskipti verði eins óformleg og laus við skriff- innsku og unnt er,“ sagði Wolff. Honecker er nú í fyrstu heimsókn austur-þýsks leiðtoga til Vestur- Þýskalands frá því að sambandslýð- veldið var stofnað árið 1949 og hóf í gær för sína um landið eftir tveggja daga viðræður við Helmut Kohl kanslara og aðra ráðamenn í Bonn. Viðræðum Kohls og Honec- kers var lögð áhersla á að bæta þyrfti samskipti ríkjanna þrátt fyrir grundvallarágreining í stjómmál- um. Harold Dombrowsky, fram- kvæmdastjóri fyrirtækis, sem flytur inn húsgögn frá Austur-Þýska- landi, sagði við Reuters-fréttastof- una eftir fundinn í Köln f gær að viðskipti við Austur-Þjóðveija væru erfiðleikum bundin. „Þeir framleiða einfaldlega svo fátt, sem stenst al- þjóðlegar kröfur um gæði. Og þegar fundist hefur vara, sem er fram- bærileg, er undir hælinn lagt hvort hún fæst afhent á tilskildum tíma," sagði Dombrowsky. Honecker sagði á þriðjudag að hann ætlaði að einhveiju leyti að auðvelda mannleg samskipti milli Austur- og Vestur-Þýskalands. Einnig yrði frelsi til ferðalaga í vesturátt eitthvað aukið, símasam- band bætt og mönnum gert auð- veldara fyrir að komast milli Austur- og Vestur-Berlínar. Honecker sagði í Köln að við- skipti hefðu hjálpað til við að efla pólitísk tengsl milli ríkjanna. Hann viðurkenndi aftur á móti að full þörf væri á breytingum. „Nauðsyn- legt er að bæta viðskiptahætti og verður þar að beita nýjustu tækni," sagði Honecker. Vestur-þýskir kaupsýslumenn hafa kvartað undan því að Austur- Þjóðveijar, sem hafa misst gjaldey- ristekjur vegna þess að heimsverð á efnum, sem unnin eru úr jarðgasi og jarðolíu, hefur fallið, kaupi ekki nóg af vélum til iðnaðar. En Gunter Mittag, sérfræðingur stjómmála- ráðs austur-þýska kommúnista- flokksins, sagði í Köln að á kaupskaparstefnunni, sem nú er haldin í Leipzig í Austur-Þýska- landi, lægi fjöldi samninga á borðinu og biði undirritunar. Sagði hann að Austur-Þjóðveijar hefðu þegar samið um kaup vélabúnaðar að andvirði 2,4 milljarða marka (52 milljarða ísl. kr.). Honecker ræddi einnig við Jó- hannes Rau, kanslaraefni jafnaðar- manna í síðustu kosningum og forsætisráðherra Nordrhein-West- falen, í gær. Utanríkisráðherrafundur risaveldanna: Samkomulag um eftirlitsmiðstöðvar Waahington, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og Eduard Shevardnade, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, ætla í næstu viku að undirrita samkomulag um að skipst verði á upplýsingum til að koma f veg fyrir að kjamorku- styijöld bijótist af misgáningi, að því er bandarfskir embættismenn greindu frá á þriðjudag. í samkomulaginu, sem lögð voru drög að í Genf á síðasta ári, er kveð- ið á um að settar verði á laggimar sérstakar miðstöðvar í risaveldunum til að draga úr hættunni á kjamorku- styijöld. Eiga þær að skiptast á upplýsingum um kjamorkutilraunir og aðra athafnasemi til að koma í veg fyrir að annar telji ekki að árás- ar sé að vænta úr herbúðum hins. Shultz og Shevardnadze koma saman í Bandaríkjunum á þriðjudag og ræðast við í þijá daga. Talið er að þeir muni ákveða hvenær þriðji leiðtogafundur Reagans og Gorba- chevs verði haldinn. Bandarískur embættismaður, sem er hnútum kunnugur, sagði að rangt væri að segja að samkomulag þetta væri mikilvægur áfangi í afvopnunar- málum. „Samkomulagið er gagnlegt og allir eru fegnir að það hefur náðst. En þetta er ekki meiriháttar samkomulag," sagði embættismaður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.