Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Kína: Banna „náin samskipti" innfæddra við útlendinga Peking, Reuter. BANDARÍSKA sendiráðið f Pek- ing hefur formlega varað Bandaríkjamenn í Kina við þvi að hafa of náin samskipti við Kínverja. Kínverska lögreglan hefur að undanförnu gert húsrannsóknir sem m.a. hafa leitt til þess að þýskur viðskiptajðfur var ákærður fyrir ólöglegt athæfi og sendur úr landi eftir að hann var handtekinn á hót- elherbergi þar sem hann dvaldi með kínyerskri konu. Á skilti við bandaríska sendiráðið stendur að sendiráðsstarfsmenn eigi á hættu að vera handteknir og yfirheyrðir af lögreglu verði þeir staðnir að því að stytta kínverskri alþýðu stundir með „ósæmilegum hætti". Talsmaður sendiráðsins hef- ur staðfest að tveir Bandaríkjamenn hafi verið sendir úr landi fyrir of náin kynni af Kínverjum. ME'A, tímarit norska sjávarútvegsins: Bandaríkin með mestu útflytjendum selafurða Útflutningsskýrslurnar segjaþað, sem þagað er um í aflaskýrslum Reuter „SAMKVÆMT upplýsingum frá bandaríska sjávarútvegsráðu- neytinu eru Bandarikjamenn með mestu sel- og hvalveiðiþjóð- um í heimi. í árbók þess fyrir árið 1986 kemur raunar ekkert fram um, að þeir stundi veiðar Myndin af Sanders ofursta, bjúklingakarlinum frá Kentucky, er komin á sinn stað og ekkert eftir nema taka niður vinnupallana. _______________________________ Kína: Breyttir tímar á Tiananmen-torgi Maó f ormaður og kjúklingakarlinn Sanders blasa þar hvor við öðrum Peking, Reuter. EF Maó f ormaður gæti skyggnst upp úr kistunni sinni myndu blasa við augum hans þúsundir manna, sem gengju hjá með lotn- ingu i svip, áletrun um ódauð- leika hans og, handan gðtunnar, nýr Kentucky-kjuklingstaður. Ef hann hefði gluggað i Dagblað alþýðunnar í gær, miðvikudag, hefði hann þó ekki fundið auka- tekið orð um 11. ártið sína. Nú eru aðrir tímar á Tiananmen- torgi, þessum nafla Miðríkisins þar sem hundruð þúsunda manna söfn- uðust áður saman í nafni byltingar- innar. Fjölmiðlarnir minntust ekki á 11. ártíð Maós en aðdáendur hans biðu þess þó í langri röð að komast inn í risavaxið grafhýsið til að votta honum virðingu sfna. „Við fengum frí í vinnunni og erum nýstigin út úr næturlestinni. Maó var mikill maður, án hans hefði hið nýja Kína ekki orðið til," sagði ungur og velklæddur verslunarmað- ur. Margir voru langt að komnir og sumir ekki í fyrsta sinn. Efst uppi á hliðinu að Keisara- höllinni er mynd af Maó en myndirnar af þéim Marx, Engels, Lenin og Stalín eru löngu horfnar. Maó hvílir í kristalskistu með fána kommúnistaflokksins á brjóstinu en andlitið er baðað gulu ljósi. „Mikill leiðtogi og lærifaðir. Maó formaður er ódauðlegur," er letrað yfir kist- unni gullnum stöfum. Þegar komið var út í sólina aftur mátti sjá nokkra menn hinum meg- in við torgið vera að leggja síðustu hönd á mikla mynd af Sanders ofursta, stofnanda bandarísku veit- ingastaðakeðjunnar Kentucky Fried Chicken. Kjúklingastaðurinn, sem tekur 500 manns í sæti, verður opnaður í næsta mánuði og er hann til vitn- is um þá stefnu Dengs Xiaoping, núverandi leiðtoga, að hverfa frá einangrunarhyggju og persónu- dýrkun Maótímans. Ekki verður þó alveg sagt skilið við fortíðina því að þriðja hæðin er eingöngu fyrir útlendinga, sem geta borgað með erlendum gjaldeyri. Afstaða stjórnvalda til Maós ein- kennist af mikilli varkárni. í opinberri ævisögu hans, sem kom út í fyrra, segir, að honum hafí orðið alvarlega á í messunni á efri árum sfnum en samt sé hans minnst með virðingu fyrir ómetanlegt framlag hans til kínversku bylting- arinnar. Ung kona fyrir utan grafhýsið kvaðst hafa grátið þegar hún frétti lát Maós árið 1976 en nú átti hún erfitt með að fyrirgefa honum ring- ulreiðina og grimmdarverkin, sem framin voru á tíma menningarbylt- ingarinnar á árunum 1966-76. Annar ungur maður sagðist aldrei ætla að fara inn í grafhýsið til að skoða líkama Maós. Þessi miðvikudagur var þó mikill gleðidagur fyrir Phek U Tan, 75 ára gamla konu frá Los Angeles, og dóttur hennar Molly Kay. Þær voru að koma í fyrsta sinn til föður- landsins eftir langa útjegð f Burma og Bandaríkjunum. „Öllum mönn- um verða á mistök en líklega eru þau hvað alvariegust þegar leið- togar eiga í hlut," sagði Molly Kay. á sævarspendýrum en útflutn- ingsskýrslurnar segja aðra sögu. Samkvæmt þeim seldu Banda- ríkjamenn áríð 1985 13.029 selskinn fyrir eina miUjón doll- ara og í fyrra 10.837 skinn fyrir hálfa milljón dollara. Þess er hins vegar látið ógetið til hvaða landa skinnin voru seld." Kemur þetta fram f ME'A, tímariti norska sjávarútvegsins, 7.-8. tölublaði þessa árs, og fer fram- haldið hér á eftir lítið stytt. „Með því að sleppa þessum upp- Iýsingum í aflaskýrslunum eru Bandaríkjamenn að gefa í skyn, að þessar veiðar séu ekki stundaðar en þeir verða ekki sakaðir um of mikil klókindi því að þeir hafa gleymt að „leiðrétta" útflutnings- skýrslurnar. Það, sem þar kemur fram, rímar illa við afstöðu banda- rískra stjórnmálamanna, Grænfrið- unga og annarra svokallaðra umhverfisverndarsamtaka til verndunar spendýra í sjó. Árum saman hafa ýmis náttúru- verndarsamtök og stjórnvöld í Bandaríkjunum barist fyrir banni við veiðum á sævarspendýrum og til að fylgja því eftir hefur innflutn- ingur á selskinnum til Banda- rfkjanna verið bannaður. Þar í landi hafa einnig verið sett lög, sem heim- ila stjórnvöldum að beita refsiað- gerðum gegn þeim ríkjum, sem hlíta ekki alþjóðlegum samþykktum. Nú er það hins vegar vitað, að þeir stunda sjálfir umfangsmiklar veiðar á sævarspendýrum, og því er af- staða þeirra gagnvart öðrum fisk- veiðiþjóðum og innan Alþjóðahval- veiðiráðsins vægast sagt undarleg. Hvalveiðar Bandaríkja- manna f Alaska veiða Bandaríkjamenn Grænlandssléttbak, tegund, sem er í mikilli útrýmingarhættu. Hafa vísindamenn lengi lagt til, að hann verði með öllu friðaður. Auk þessa stunda Bandaríkja- menn umfangsmikið smáhvaladráp samfara túnfiskveiðunum. Þessir hvalir, höfrungar, hnísur og aðrar tegundir, falla ekki undir lögsögu Alþjóðahvalveiðiráðsins og því geta Bandaríkjamenn drepið eins mikið af þeim og þeir vilja. Rétt er líka að taka fram, að þessir hvalir eru ekku skotnir, heldur drukkna þeir stórhópum saman í nótum túnfisk- veiðimannanna. Hvað selveiðarnar varðar hafa Bandaríkjamenn stundað þær í mörg ár á Pribilof-eyjum milli Al- aska og Sovétríkjanna. Það sést þó ekki í opinberum aflaskýrslum en stendur svart á hvítu í útflutnings- skýrslunum. Sannleikurinn er því sá, að Bandaríkjamenn stunda verulegar veiðar á sævarspendýrum hvað sem aflaskýrslunum líður. I þeim er aðeins verið að villa um fyrir fólki. Tvöfaltsiðgæði Eitt er að gagnrýna aðrar þjóðir fyrir stefnuna í sel- og hvalveiðimál- um, annað að geta ekki staðið sjálfír við stóru orðin. Þetta tvöfalda sið- gæði er undarlegt í ljósi þess, að bandarískir stjórnmálamenn og svo- kölluð umhverfisverndarsamtök hafa lengi barist gegn veiðum á sævarspendýrum. A þessu ári hafa þeir meira að segja verið andvígir því, að vísindamenn afli sér þekk- ingar á hvalstofnunum og auk þess hóta bandarísk stjórnvöld að beita efnahagslegum refsiaðgerðum gegn þeim þjóðum, sem stunda veiðarnar. Þessum vendi var síðast brugðið á loft nú í ár á fundi Al- þjóðahvalveiðiráðins í Bournemouth í Englandi. „Pelly og Packwood Magnuss- en-lögin" veita Bandaríkjastjórn heimild til að hafa áhrif á atvinnu- og efnahagsmál í öðrum ríkjum ef þau sætta sig ekki við alþjóðlegar umhverfismálasamþykktir. Þegar Bandaríkjastjórn telur einhverja þjóð sanna að sök á viðskiptaráð- herrann að skýra forsetanum svo. frá og hefur hann þá 60 daga til að ákveða hugsanlegar refsiaðgerð- ir. Með stuðningi í þessum lögum hafa Bandaríkjamenn sett sig í dómarasætið gagnvart öðrum þjóð- um og það er ekki í fyrsta sinn. Það er sérstakt áhugamál og hagsmunamál norskra sjómanna að standa vörð um auðlindir sjávarins. Samtök norskra sjómanna og út- vegsmanna hafa alltaf lagt áherslu á, að þær séu nytjaðar á skynsam- legan og vísindalegan hátt. Felu- leikur Bandaríkjamanna með eigin veiðar gengur þvert á þá stefnu. Vegna þessa er það ekki undarlegt þótt menn átti sig ekki alveg á hvað fyrir Bandaríkjamönnum vakir með þessari tvöfeldni gagnvart bandamönnum sínum." Nátímadans, baílett, steppjassdans, afrocarabianjass. Sértímar í nútímadansi fyrir þá sem lengra eru komnir á laugardögum kl. 14.00-16.00. Síðastainnritunarvika. Sími 15103—17860. Húste 'iLt « ' I tSÖ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.