Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Jlfir0MJil>lM»i§> Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Slysaalda Umferðaröngþveitið á höfuðborgarsvæðinu er að nálgast það versta sem þekkist í Vestur-Evrópu. Gatnakerfi þessa þéttbýlis- svæðis ræður engan veginn við þann bílafjölda sem kom- inn er á göturnar. Afleiðing þessa ástands er sú, að það er orðið mjög erfitt að kom- ast leiðar sinnar á vissum tímum dagsins, þegar um- ferðin er sem mest. Við þetta umferðaröngþveiti bætist, að agaleysi í umferðinni hér er með því mesta sem þekkist í okkar heimshluta. íslenzkir ökumenn hirða lítt um um- ferðarreglur og sýna tak- markaða tillitssemi við aðra vegfarendur. Þegar saman fer umferðaröngþveiti vegna bílafjölda, sem gatnakerfið ber ekki, og agaleysi, sem er með endemum, verður nið- urstaðan sú, að umferðar- slysum fjölgar ár frá ári. í Morgunblaðinu í gær kom fram, að í ágúst í fyrra voru umferðaróhöpp í Reykjavík 203 talsins en í sama mánuði í ár 305.1 fyrra slösuðust 19 einstaklingar í þeim mánuði en nú 24. Þetta dæmi sýnir glöggt hvert stefnir. Umferðarslysin verða sífellt fleiri og þau verðá alvarlegri. Morgun- blaðið birti í gær nokkrar myndir af umferðarslysum, sem orðið hafa að undan- förnu og síðustu mánuði. Þessar myndir sýna á óhugn- anlegan hátt hvað slys í umferðinni geta verið aívar- leg. Það er vissulega alltaf álitamál, hvort birta á slíkar myndir í þeim tilgangi að reyna að vekja fólk til um- hugsunar um nauðsyn þess að fara varlega í umferðinni og bæta umferðarmenningu hér. Birting mynda af þessu tagi vekur upp djúpan sárs- auka hjá aðstandendum þeirra sem hafa látið lífið í þessum slysum. Það á ekki sízt við þegar skammt er lið- ið frá slysum, en myndin, sem birt var á baksíðu Morg- unblaðsins í gær, var tekin á slysstað, þar sem 17 ára gamall piltur beið bana sl. sunnudagsmorgun í hörmu- legu slysi. Morgunblaðið vottar aðstandendum þessa unga manns samúð sína. Myndirnar af þessu slysi, sem og öðrum, sem blaðið birti í gær, voru birtar í þeim eina tilgangi að stuðla að því að úr slíkum hörmungum dragi. Það, sem hefur gerzt, verður ekki aftur tekið. Eng- inn getur skilið sársauka þeirra, sem eftir lifa, nema þeir, sem því hafa kynnzt af eigin raun. En hugsanlegt er, að með sameiginlegu átaki megi koma í veg fyrir að slíkir sorgaratburðir verði svo tíðir í framtíðinni sem hingað til. Umferðarslysin eru orðin alvarlegt böl í þessu litla þjóðfélagi okkar. Það er eng- inn óhultur í umferðinni. Sá ökumaður, sem sýnir fyllstu varkárni og fer eftir um- ferðarreglum í einu og öllu, er í jafn mikilli hættu stadd- ur og aðrir vegna þess, að hann getur orðið fyrir barð- inu á mistökum annarra í umferðinni hvenær sem er. Hvað er til ráða? Sennilega er agaleysið í umferðinni orð- ið svo alvarleg meinsemd, að eina ráðið sé að stórherða viðurlög við umferðarlaga- brotum. Sumir hafa spurt hvort ástæða sé til að birta í fjölmiðlum nöfn þeirra sem teknir eru ölvaðir við akstur. í sumum löndum eru menn settir í tugthús fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Þá er íhugunarefni hvort sektir við of hröðum akstri séu nægi- lega háar og önnur viðurlög nægilega ströng. Því verður ekki haldið fram með rökum, að um- ferðarfræðsla og upplýsinga- starfsemi um umferðarmál sé af skornum skammti. Þvert á móti hefur sú starf- semi verið mjög umfangs- mikil árum saman. Engin spurning er um það, að hún ber verulegan árangur þegar sérstakt átak er gert, t.d. um helgar að sumri til, þegar vitað er að umferðin verður mikil. En umferðarfræðslan virðist einungis bera tak- markaðan árangur og tímabundinn. Er þá um ann- að að ræða en hert viðurlög til þess að aga Islendinga í umferðinni? Hvers vegna v< árekstrar og sl eftirAmþór Ingólfsson Komi fréttir frá lögreglunni í Reykjavík í einhverjum hinna fjöl- mörgu fjölmiðla sem flytja okkur landsmönnum allskonar boðskap, þá bregst það varla að ekki sé ein- hvers staðar í þeirri frétt að finna frásögn af því að svo og svo marg- ir árekstrar hafí orðið í umferðinni í Reykjavík þennan tiltekna sólar- hring og þá um leið að þetta margir hafi slasast eða látist. Það hlýtur því að vera allnokkurt umhugsunarefni þeim sem eru nauðugir viljugir þátttakendur í umferðinni í Reykjavík, en sleppa blessunarlega við þessi óhöpp, hvað það er í raun og veru sem orsakar allan þennan óhappafjölda. Ja, hvað er það? Heyrst hefur í þeirri um- ræðu að það væri svo mikil umferð að ekki væri á öðru von en eitthvað gerðist og þá um leið bent á að innflutningur bfla væri svo gegnd- arlaus að það næði engri átt. Það væri ekki hægt að taka á móti öllum þessum fjölda, gatnakerfið væri ekki þannig úr garði gert að flutn- ingsgetan væri sú sem vera þyrfti. Er þetta ástæðan? Nei varla, eða hvað. Getur það verið að einhverj- um, sem ekur um götur Reykjavík- ur, sjáist yfir allan þann bílafjölda sem þar fer um. Það er ekki trú- legt. Er það hugsanlegt að þeir sem lenda í umferðaróhöppum reyni að nota allan þennan bílafjölda á göt- unum sem afsökun fyrir því að þeir lentu í umferðaróhappinu. Það er ekki óhugsandi en er það raun- hæft? Varla. Það dylst auðvitað engum sem skoða vill þessa hluti að bflafjölgunin hér í Reykjavík er óhemju mikil og það dylst heldur engum að umferðarþunginn er að sprengja gatnakerfíð. Hvernig ætti annað að vera? Hvernig ætti eitt bæjarfélag að auka svo mikið flutn- ingsgetu síns gatnakerfis að það geti haldist í hendur við þá mjög svo öru fjölgun þeirra ökutækja sem um gatnakerfið þurfa að komast á eins stuttum tíma og fjölgunin ger- ist á? Nei, við því er ekki að búast, það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess. Það má auðvitað velta því fyrir sér hvort þeir vísu menn sem hönnuðu gatnakerfið hafi verið nægilega framsýnir þegar þeir ákváðu að svona skyldi það vera. Þessu má aðeins velta fyrir sér en hér verður það ekki rætt frekar. Ef bíll er kyrrstæður þá eru nú ekki ýkja miklar líkur á að hann verði valdur að tjóni í umferðinni en þegar hann fer af stað breytist málið verulega. Fátítt er að bfll fari af stað nema að þar eigi maður hlut að máli og það er þá undir manninum komið hvernig til tekst með ferðalagið. Það er með öðrum orðum maðurinn sem stjórnar ökutækinu, og aðeins hann, sem þarna ræður ferðinni. Það er alveg sama hvernig að- stæður eru, hvort heldur er fagurt sumarveður, blindbylur að vetrar- lagi eða fljúgandi hálka, það er maðurinn sem stjórnar bflnum, og það er aðeins til hans sem hægt er að rekja orsökina fyrir óhappi ef það verður. Hver er skýring ökumanna á því að óhapp varð? Ýmsar skýringar eru sjálfsagt gefnar en oftast þó þessi: „Ég sá ekki bílinn fyrr en það seint að ég gat ekkert gert." Og hvers vegna sá maðurinn ekki bílinn? Svarið er nokkuð augljóst og einfalt. Maðurinn var einfaldlega ekki með hugann við aksturinn. Það var eitthvað sem slævði eftirtekt hans og dómgreind. Inn í þetta Arnþór Ingólfsson „Það er alveg sama hvernig aðstæður eru, hvort heldur er fagurt sumarveður, blindbylur að vetrarlagi eða fljúg- andi hálka, það er maðurinn sem stjórnar bílnum, og það er að- eins til hans sem hægt er að rekja orsökina fyrir óhappi ef það verður." dæmi kemur auðvitað margt sem hægt væri að draga fram en aðeins Á samæfingu hjálparsveitanna var meðal annars sett á svið rallí slys. Tveir menn voru fastir í bfl sem hafði lent í veltu og þurftu að björg- unarsveitarmenn að losa þá á úr flakinu. Samæfing Landssambands hjálpar- sveitar skáta: Jarðskjálfta- slys sett á svið í Reykjahlíð LANDSSAMBAND hjálparsveita skáta hélt tveggja daga samæf- ingu um helgina. Þessar samæf- ingar hafa verið haldið nokkuð reglulega undanfarið og var sú síðasta haldin fyrir um einu ári í Borgarnesi. Að þessu sinni tóku 120 sveitarmenn frá 18 hjálpar- lllúð að sjúklingi á Jarðskjálftasvæ sveitum af öllu landinnm þátt í æfingunni. Fyrri daginn fór samæfíngin fram á Möðrudalsöræfum en í Reykjahlíð í Mývatnssveit þann sfðari. Á Möðrudalsöræfum var sveitun- um skipt niður í aðgerðahópa sem fengu síðan verkefni hér og þar um svæðið. Reynt var á leitartækni þátttakenda og voru þeir látnir fínna sjúklinga og hlynna að þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.