Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 35 erða íys? skal drepið á hraðann sem þarna leikur stórt hlutverk. Eftir því setn hraðinn er meiri því hraðar rennur umhverfið framhjá ökumanninum og því meiri sem hraðinn er því skarpari verður eftirtekt mannsins að vera. En fylgist það að? Tæp- ast. Eða hvað gerist þegar menn segja sem svo að þeir hafi misst stjórn á bifreiðinni? Það út af fyrir sig er ekki skýring. Hvers vegna misstu þeir stjórn á bflnum? Mörg- um verður stirt um svör. En er málið svo flókið í sjálfu sér? Er ekki einfaldlega það sem gerist að menn meta aðstæður ekki rétt, eða á einhvern annan hátt haga sér svo að þeir hafa ekki svigrúm til að meta þær. Hvers vegna aka menn á hús? Hvers vegna aka menn á staura? Hvers vegna aka menn út í skurði? Hvers vegna aka menn hver á ann- an? Hægt er að útiloka að það sé viljandi gert. Er þá hægt að ímynda sér annað en að það sé gert af vangá eða glannaskap nema þá að um hvorutveggja sé að ræða? Hvers vegna verða árekstrar og slys? Það er ekki bílnum að kenna, hann fer ekkert sjálfur, það er komið fram. Það er maðurinn sem bregst og það er maðurinn sem tjóninu og sárs- aukanum veldur. Það er maðurinn sem verður þess valdandi, með að- gæsluleysi sínu og/eða glannaskap, að tryggingafélög telja sig knúin til að hækka sífellt tryggingaið- gjöld. Hvað gerir lögreglan í þessum málum? Hún reynir jú að halda uppi eftirliti eins og kostur er á hverju sinni. Þess ber þó að gæta í sambandi við lögregluna að hún er fámenn og þess því ekki að vænta að hún geti vakað yfir ferðum borg- aranna eins og þörf væri á, því miður. Eins og heyrst hefur í fréttum undanfarið þá er lögreglan, nú á haustdögum, með sérstakt átak í umferðarmálum og í því felst það að fleiri lögreglumenn eru virkjaðir til að hafa eftirlit með umferðinni en verið hefur án þess þó að það fjölgi í liðinu eða um aukna yfir- vinnu sé að ræða. Hér er aðeins um að ræða annarskonar stjórnun en undanfarið. Það hlýtur öllum að vera ljóst sem um þessi mál hugsa, mikið eða lítið eftir atvikum, að átak sem þetta og aukið eftirlit sé nauðsynlegt. Það er hér um að ræða vandamál sem taka verður á, vandamál sem varðar alla vegfar- endur hvort sem þeir eru gangandi eða akandi. Eftirlit og aðgerðir lög- reglu er þó ekki nægilegt til að lagfæra þennan þátt í borgarlífinu. Það þarf fyrst og fremst að koma til hugarfarsbreyting hjá hinum al- menna borgara. Hann þarf að vera sér þess meðvitandi að það veltur á honum, hverjum einasta manni, hvernig þessi mál þróast. Hann þarf að gera sér það ljóst að kæruleysi, glannaskapur og ruddaháttur í umferð er síst til að bæta ástandið, það er nógu slæmt fyrir. Það hefur heyrst sú skoðun hjá mörgum að sektir vegna um- ferðarlagabrota séu hvergi nærri svo háar sem vera þyrfti. Það er vafalaust hárrétt vegna þess að svo virðist vera að glanninn í umferð- inni skynji vart stöðu sína fyrr en hann þarf að taka upp peninga- budduna og greiða há gjöld fyrir hegðun sína. Ef til vill þarf hærri sektir til þess að mönnum verði þetta ljóst og er trúlegt að það sé skoðun flestra sem um þessi mál þurfa að fjalla á einhvern hátt. Það er síðan þeirra sem ákveða þessar sektarupphæðir að gera sér ljóst að hér er á ferðinni vandamál sem ekki má leiða hjá sér og það þýðir ekki að taka á málinu með neinum silkihönskum heldur þeirri hörku sem líkleg er til að minnka vand- ann. Vafalaust má segja að hér gæti nokkurrar refsigleði en það verður þá að hafa það. Vegfarendur eru beðnir að líta í kringum sig og huga að úrbótum en þeir eru einnig beðnir að taka sjálfa sig með inn í dæmið. Það sagði eitt sinn vís maður: „Ef ég geng á vegg þá get ég ekki kennt skónum mínum um það." Höfundur er aðstoðaryfirlög- regluþjónn íHeykjavik. væðinu" áður en hann er fluttur af staðnum. áður en þeim var komið í burtu. Einnig var æfð klettabjörgun fyrir þær sveitir sem mættu með leitar- hópa. Síðari daginn var æfingunum stjórnað af almannavarnanefnd og tóku hjálparsveitirnar þátt sem hjálparliðar Almannavarna. Sett var á svið slys vegna jarðskjálfta og tóku þátt 75 „sjúklingar". Var sviðsetningin gerð sem raunveru- legust með förðun sjúklinga og nokkrum götum var lokað vegna sprungna. Skyndihjálparsérfræð- ingar fylgdust með æfingunum og voru haldnir fundir eftir þær báðar þar sem farið var yfir hvernig til hefði tekist. Undirbúningur samæfingarinnar var í höndum Hjálparsveita skáta á Fljótsdalsheiði, Fjöllum, Reykjad- al og Akureyri. AF ERLENDUM VETTVANGI EftirDAVIDWILLEY Ukraína: „Perestroika" og kirkjan ÚKRAÍNUMENN frá þeim fyrrum pólsku héruðum sem innlimuð voru í Sovétríkin í lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa skorað á Jóhannes Pál páfa II. að láta á það reyna hve mikið trúfrelsi ríkir undir stjórn Mikhails Gorbachevs. Þetta gerði „þögla kirkj- an" í Úkraínu með því að senda páfa opið bréf undirritað af tveimur biskupum, 23 prestum og 174 leikmönnum, sem hugsan- lega eiga yfir höfðum sér að hljóta fangelsisvist hjá sovézkum yfirvöldum fyrir vikið. Ibréfinu var páfi hvattur til að nota tækifærið f tilefni þúsund ára afmælis kristnitöku í Rúss- landi á næsta ári til að knýja fram endurreisn kaþólsku kirkjunnar í Úkraínu. Tveir biskupar úkraínsku kirkj- unnar, Pavlo Vasylik og Ivan Semedi, sem vígðir hafa verið með leynd, biðja páfa um að styðja í einu og öllu þær 3,5 milljónir manna sem fylla söfnuð kaþólsku kirkjunnar í Úkraínu. Hálf önnur milljón landflótta úkraínskra kaþólikka hefur dreifst víða um heim. Fjölmenn- ustu byggðir þeirra eru í Phila- delphiu í Bandaríkjunum og Winnipeg í Kanada. Biskuparnir segja að „pere- stroika"-stefna Mikhails Gorba- chevs, sem gerir ráð fyrir auknu frjálsræði Sovétþegna, hafi skap- að hagstæð skilyrði fyrir endur- reisn kirkju sinnar, og þeir biðja páfa að koma óskum þess efnis á framfæri hjá Gorbachev. Samkvæmt heimildum úkraln- skra flóttamanna í Róm, þar sem yfírmaður kaþólsku kirkjunnar í Úkraínu, Lubachevsky kardínáli, býr í útlegð, hefur yfirvöldum í Kreml þegar verið afhent afrit af bréfi biskupanna. Var það Josyf Terelja, úkraínskur kaþólikki og andófsmaður, sem afhenti bréfið, en Gorbachev veitti honum nýlega sakaruppgjöf. Úkraínubúarnir, sem snúið var til kristinnar trúar fyrir þúsund árum, voru í fyrstu í grísk- kaþólskum söfnuði undir hand- leiðslu yfirbiskups grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Mikla- garði Þeir sneru yfir til Rómar á sextándu öld þegar Klement páfi áttundi heimilaði þeim að viðhalda eigin helgisiðum og hefðum, þar á meðal rétti presta þeirra til að kvænast. Á þeim ólguárum sem liðin eru síðan hafa milljónir slav- neskra kaþólikka, sem nefndir hafa verið Úníatar eftir samein- inguna við Róm, neyðst til að sameinast söfnuði rússnesku kirkjunnar. Rússakeisarar notfærðu sér trúarbrögðin til að bæla niður þjóðernislegar sjálfstæðishreyf- ingar, og kommúnistar hafa viðhaldið þeirri stefnu keisaranna. Stalín notfærði sér ósigur Þjóð- verja árið 1945 til þess að hremma úkrafnska kaþólikka búsetta í Póllandi með því að innlima héruð þeirra í Sovétríkin. Hann lét hand- taka biskupa þeirra og senda þá í útlegð eða fangelsi, og fáir þeirra hafa komið í leitirnar síðan. En árið 1963 varð Nikita Kruschev við beiðni Jóhannesar páfa XXIII. og hleypti yfirmanni úkraínsku kirkjunnar, Josyf Slipyj, úr fangelsi í Síberíu til að hann fengi að eyða síðustu ævi- dögum sínum í útlegð í Róm. Þegar nú hulunni hefur verið svipt af starfsemi úkraínskra kaþól- ikka, sem stöðugt hafa búið við ofsóknir sovézkra yfirvalda ætti að koma í ljós hve mikið frjáls- lyndi í trúmálum fylgir stefnu Mikhails Gorbachevs sem nefnd hefur verið „glasnost" og „pere- stroika". Sem dæmi um ofsóknir á hendur úkraínskum kaþólikkum má nefna að árið 1963 komst upp um leynilegt nunnuklaustur. Nunnunum, sem voru starfandi hjúkrunarkonur, var umsvifalaust varpað í fangelsi. Viðbrögðin í Sovétríkjunum geta verið páfa vísbending varð- andi möguleika hans á að heim- sækja Sovétríkin á næsta ári í tilefni þúsund ára afmælis kristni- tökunnar þar í landi, sem hann Kór dómkirkjunnar í Kiev (Kænugarði), en hún er öll gulli slegin og á veggjum byzanskar freskur. :,-¦¦¦ JÉHBP IlJI f^pV ;.,¦...'¦ ¦:•¦¦: \ * £ v\\ ¦ : i»H * Wþ' ***<'1JJ tW l ágúst síðastUðnum var haldin fyrsti fundur kirkjuleiðtoga aust- rómversku kirkjunnar í nokkrar aldir og fór hann fram í Moskvu. Á myndinni eru biskuparnir Dimitrios frá Miklagarði, Pitirim frá Moskvu pg Filaret frá Kænugarði. hefur mikinn hug á að gera. Hingað til hafa Sovétmenn ' hafnað helzta skilyrði páfa fyrir heimsókn til Moskvu - sem er að fá að fara í opinbera heimsókn til Litháen, þar sem meirihluti íbúanna er kaþólskrar trúar, en á sextándu og sautjándu öld var Lithaugaland hluti af Póllandi. Móðir páfa var ættuð frá Litháen. Eystrasaltslýðveldið Litháen var innlimað í Sovétríkin árið 1940. En ýmislegt bendir til þess að ekki sé alveg útilokað að páfi geti heimsótt Moskvu, Kiev og Litháen á árinu 1988. Viðræðum áhrifamanna Páfa- ríkis og Sovétríkjanna er haldið áfram á ýmsum vettvangi. Móðir Theresa frá Kalkútta, sem er í nánu sambandi við páfa, er um þessar mundir í fyrstu heimsókn sinni til Sovétríkjanna. Hún kom til Úkraínu um síðustu mánaða- mót í boði sovézku friðarnefndar- innar, og heimsótti Chernobyl, þar sem kjarnorkuslysið mikla varð á síðasta ári og voru vangaveltur um það í ítölskum blöðum að hún fengi ef til vill að setja á stofn heimili fyrir dauðvona fórnarlömb slyssins. Henni hefur nýlega tekizt að fá leiðtoga kommúnista- ríkjanna Kúbu og Nicaragua til að heimila starfsemi líknartrúboðs hennar þar. Sin kardináli, yfirmaður ka- þólsku kirkjunnar á Filippseyjum, er einnig nýkominn heim úr mikið auglýstri ferð sinni til Sovétríkj- anna. Að sögn Tass-fréttastof- unnar komst hann svo að orði í Moskvu að heimsókn páfa væri „ekki útilokuð". Að lokum má geta þess að brazílíski fransiskanamunkurinn Leonardo Boff, sem er í litlu upp- áhaldi hjá páfa, hefur einnig verið í heimsókn í Sovétríkjunum. Hann er einn helzti talsmaður trúar- kenninga sem ekki falla í góðan jarðveg í Róm. Páfagarður „dæmdi" hann til að koma ekki fram opinberlega í eitt ár vegna villu sinnar. Á leiðinni heim kom Boff við í Róm og gaf þar mjög jákvæða lýsingu á trúarlífi í Sovétríkjunum í dag. Og vissulega hefur dregið úr hörku opinberra aðila í Moskvu gagnvart trúuðum. í tímariti sovézkra rithöfunda, Literatur- naya Gazeta, voru borgaryfirvöld í Gurchevo í Úkraínu harðlega gagnrýnd fyrir „óhóflega" hörku í garð mikils fjölda pílagríma sem lagt hafa leið sína þangað til að líta með eigin augum heilaga Maríu, sem sögð er birtast þar. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.