Morgunblaðið - 10.09.1987, Síða 37

Morgunblaðið - 10.09.1987, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 37 Fáskrúðsfjörður: Nýtt dvalarheimili fyrir aldraða tekið í notkun Fáskrúðsfirði. NÝTT dvalarheimili fyrir aldr- aða á Fáskrúðsfirði var formlega tekið í notkun laugardaginn 29. ágúst sl. Heimilið hefur hlotið nafnið Uppsalir og er í eigu Búða- og Fáskrúðsfjarðar- hreppa. Bygging hússins hófst í septem- ber 1981. Arkitekt er Helgi Hjálmarsson. Teiknistofan Óðin- storgi sá um alla teiknivinnu. Byggingameistari hússins er Þor- steinn Bjarnason. Þeir sem sáu um aðra byggingaþætti hússins eru Lars Gunnarsson múrari, Guð- mundur Hallgrímsson rafvirki, Rúnar Hallsson sá um pípulagnir, Guðni Elísson sá um loftræsti- stokka og Kristján Daðason sá um málningu. í kaffísamsæti sem haldið var í tilefni opnunarinnar sáu konur í Samtökum um öldrunarmál um veitingar, en þær hafa mjög látið til sín taka við byggingu þessa húss. Hafa þær afhent allt að eina milljón auk margháttaðrar vinnu sem öll hefur verið gefín. Formaður sam- takanna er Guðrún Einarsdóttir. í samsætinu rakti Guðmundur Þorsteinsson oddviti byggingasögu hússins og þakkaði fyrir margvís- legar gjafír sem borist hafa bæði við vígsluna og eins á meðan á byggingu stóð. Ingibjörg Magnús- dóttir frá heilbrigðisráðuneytinu færði heimilismönnum kveðjur heil- brigðisráðherra, Guðmundar Bjamasonar. Einnig flutti fyrrver- andi sveitarstjóri, Sigurður Gunn- arsson, erindi um byggingasögu hússins. í húsinu sem er á tveimur hæðum eru íbúðir fyrir 13 manns, vistlegur borðsalur og eldhús og sameiginleg setustofa með sjónvarpi. í kjallara hússins er vatnsnuddpottur og að- staða fyrir snyrtingu og sjúkraþjálf- Hjónin Dagbjört Sveinsdóttir og Þórarinn Bjarnason en þau eru elstu íbúar Fáskrúðsfjarðar og dvelja i Uppsölum. Morgunblaðið/AIbert Kemp Uppsalir, nýtt dvalarheimili fyrir aldraða á Fáskrúðsfirði. Ósk Bragadóttir forstöðukona. un. Forstöðumaður hússins er Ósk Bragadóttir. í samtali við Þórarin Bjamason elsta íbúa Fáskrúðsijarð- ar en hann er 92 ára og Dagbjörtu Sveinsdóttur konu hans sem er 90 ára kom fram mikil ánægja með að vera flutt í svona glæsilegt hús. Þórarinn og Dagbjört eru búin að eiga heima á Fáskrúðsfírði frá 1926 og era afkomendur þeirra orðnir 47, þau hjón era vel em þrátt fyrir háan aldur. — Albert Afmæli í DAG, 10. september, er 65 ára Jón Gunnarsson jámbindinga- maður, Suðurgötu 19, Hafnar- fírði. Eiginkona hans er Sigurrós Kristjánsdóttir. Hann er að heiman. SÚCÞURRKUNAR- MÓTORAR Athugið: Eigum fyrirliggjandi nokkra einfasa rafmótora á mjög hagstæöu verði. Greiösluskilmálar. Takmarkaö magn. ■lön jimim j! HÖrÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SIMI: 685656 og 84530 VIÐ BJÓÐUM UPP Á EINSTAKA FERÐ TIL ÍSRAELS OG EGYPTALANDS, ÞAR SEM M.A. VERÐUR FERÐAST UM SÖGUSLÓÐIR BIBLÍUNNAR. MIÐVIKUDAGUR, 2B. OKTOBER. Flogið (rá Keflavlk til Heathrow flugvallar. Þar blöur langferðablll til að flytja hópinn til Gatwick flugvallar og þaðan verður flogið til Tel Aviv. FIMMTUDAGUR, 29. 0KT0BER. Skipulögð skoðunarferð um Tel Aviv. FÖSTUDAGUR. 30. OKTOBER. Farið af stað frá Tel Aviv og keyrt sem leiö liggur til norðurs meðfram strönd Miöjarðarhafsins og komið til Sesareu, borgar sem Herodes konungur lét reisa til heiöurs keisaranum, en varð slóar krossfaraborg. Komið til Karmel fjalls og þaöan til Haifa, sem er helsta hafnarborgin I Israel , mjög falleg og nýtfskuleg. Þá er ekið til Meggidó og Taborfjalls. Þessa nótt veröur gist á gistihúsi á samyrkjubúi. LAUGARDAGUR. 31. 0KT0BER. Heildagsskoðunarferð til Gólanhæöa og Galfleuvatns. Farin veröur bátsferö yfir vatniö. Gist á samyrkjubúl. SUNNUDAGUR, 1. NÓVEMBER. Fariö tll Nasareth og Boöunarkirkjan skoðuö, sem byggö er yfir helli Jósefs og Marlu. Þaöan verður haldiö áfram til Are og Rosh Hanikra Gist á samyrkjubúi. ŒC MÁNUDAGUR. 2. NÓVEMBER. Ekiö sem leið liggur til suðurs eftir Jordandalnum, meðfram ánni Jordan til Jerikó sem er eins og vin I eyöimörkinni og talin vera ein elsta borg I heimi. Komiö EGYPTALAN Lfl til Betanlu og fleiri staöa. Gist í Jerúsalem. ÞRIÐJUDAGUR, 3. NÓVEMBER. Deginum eytt viö að skoða Jerúsalem og Olívufjallió. MIÐVIKUDAGUR. 4. NÓVEMBER. Frjáls dagur i Jerúsalem. FIMMTUDAGUR. 5. NÓVEMBER. Farió til Betlehem og grafhýsi Rakelar, til Zlónsfjalls og Musterisfjalls. Gist I Jerúsalem. FÖSTUDAGUR, 6. NÓVEMBER. Frjáls dagur I Jerúsalem. LAUGARDAGUR, 7. NÓVEMBER. Áfram veröur haldiö I suðurátt til Dauöahafsins, Massada og Qumran. SUNNUDAGUR. 8. NÓVEMBER. Ekið til Kalró. MÁNUDAGUR, 9. NÓVEMBER. Skoöunarferð um Kairó. MIÐVIKUDAGUR, 11. NÓVEMBER. Farið til baka til israel. ÞRIÐJUDAGUR. 10. NÓVEMBER. Skoöaðir veröa Pýramidarnir og Memphis, hin forna höfuðborg neöra Egyptalands, þar sem hinn frægi Alabasturs—Sfinx, sem Ramedis II lét reisa, stendur. FIMMTUDAGUR, 12. NÓV. - 18. NÓV. Eilat. Þessa daga veröur boðiö upp á sól og baöstrandarlíf viö Rauöahafiö. MIÐVIKUDAGUR. 18. NÓV. Haldiö af staö til London Kl. 22:30, en þar veröur gist f tvær nætur. Komió veröur til Keflavlkur föstudaginn 20. nóvember. Ath. aö hálft fæöi er innifaliö í veröinu. Ferdaskrifstofan laiandi Vesturgötu 5. Reykjavík sími 622420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.