Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 Hyskið Tónleikar á Hótel Borg í kvöld, fimmtudagskvöld, halda hljómsveitirnar Hyskið, Soghlettir og Bieiku bastarnir tónleika á Hótel Borg. Sogblettir og Bleiku bastamir hafa víða spilað á höfuðborgar- svæðinu sem og utan þess í sumar, en Hyskið er að halda sína fyrstu tónleika í nokkra mánuði. Tónleik- amir verða á Hótel Borg, eins og áður sagði, og heQast kl. 22. Fréttabréf úr Borgarf irði eystra: Öllu fé lógað vegua riðunnar Borgarfirði eystra. SÓLARGANGUR styttist nú óð- um og rökkurstundum fjölgar. Það er hæpið að liðið sumar fái mjög góð eftirmæli hér Austan- lands. Að vísu byrjaði það vel og var maí-mánuður sólríkur með stillum og hlýindum. En síðan má segja, að mánuðirnir hafi verið fremur sólarlitlir, með kalsa og næðingum, eins og jafn- an þegar austlægar áttir eru þrálátar. Afli sjómanna hefur verið sæmi- legur, að sjálfsögðu misjafn, en þegar á heildina er litið hafa fæstir sótt mikið gull í greipar Ægis í sumar. Má því meðal annars kenna takmörkuðum afla, endurteknum veiðibönnum og landleguhöftum. Annars hefur atvinna hér verið næg f sumar við ftystihúsið og saltfisk- verkun og auk þess hafa bflar flutt hingað físk til vinnslu frá Reyðar- firði. í sumar hefur heyskapur hér verið sama og enginn, vegna þess að í haust mun öllu fé verða lógað hér í sveitinni vegna riðunnar sem hér hefur heijað undanfarin ár sem hinn versti vágestur. Undantekning er þó með bæina í Njarðvík, en þar hefiir riðan ekki gert vart við sig, og má það telja undarlegt, þar sem svæðin eru sýkt beggja megin við hana. Sótthreinsa verður öll gripa- hús sem eru í góðu ástandi en jafna hin gömlu og úr sér gengnu við jörðu. Næstu tvö árin verður Borg- arfjörður fjárlaus, áður en nýr stofn verður keyptur þangað. Ósagt skal látið hvort bændur hafa þá bein í nefí til slíkra kaupa, eða snúa sér að einhveiju öðru. Framtíðin verður að leiða það í ljós. Mikill ferðamannastraumur hef- ur verið hér í sumar og margir hafa lagt leið sína í Húsavík og Loðmundarfjörð, en bæði þessi byggðarlög eru nú í eyði og virðist einmitt það hafa sérstakt aðdráttar- afl fyrir ferðalanga. Eins og áður hefur verið greint frá var ráðist í það fyrir ári að endurbæta gömlu kirkjuna í Klyppsstað í Loðmundarfirði. Stóðu fyrir því sýslunefnd og sýslumaður Norðmýlinga, einstaklingar og síðast en ekki síst smiðurinn og útskurðarmeistarinn Halldór Sig- urðsson í Miðhúsum, sem stjómaði framkvæmdunum með huga og hönd, svo að nú lifa verkin meistar- Einnig var samþykkt að hér eftir skyldi messað í Klyppsstaðarkirkju einu sinni á sumri og fór fyrsta guðsþjónustan fram í fyrrasumar að viðstöddu fjölmenni af Héraði og úr fjörðum. Aftur var svo mess- að þann 26. júlí sl. og vildi þá svo vel til að á sama tíma var settur biskup hr. Sigurður Guðmundsson að vísitera Múlaprófastdæmi og var hann ásamt fylgdarliði sínu við- staddur guðsþjónustuna. Sóknar- prestur Borgfirðinga prédikaði en biskup, prófastur og séra Magnús Guðjónsson biskupsritari þjónuðu fyrir altari. Að messu lokinni tóku fleiri til máls, þar á meðal Ármann Hall- dórsson fyrrverandi kennari og fræðimaður, sem flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um gamla Loð- firðinga ofl. Kirkjan var fuil fram að dyrum og komust færri inn en kosið hefðu. Hér um slóðir er nú óvenjulega mikið af hreindýrum. Borgfirðingar fengu heimild til að skjóta 54 dýr og nú er búið að fella 33 dýr og enn er nokkuð eftir af veiðitíman- um, svo líklegt er að kvótinn fyllist. Senn fer Grunnskóli Borgarfjarð- ar að byija. Við erum víst í hópi þeirra „óheppnu" sem ekki fá kenn- ara með réttindi, frekar en áður. En við höfum verið heppnir með kennara og ekki víst að allt hefði verið fengið með „löggiltum rétt- indamönnum". Framkvæmdir á vegum hrepps- ins hafa nú ekki verið miklar, nema hvað nú er verið að setja upp girð- ingu umhverfis þorpslandið. Þykir sumum, að slíkt hefði mátt gera fyrr. — Sverrir. Tvíbökur tvíbakaðar - nýbakaðar nákvæmlega eíns og tvíbökur eíga að vera. Norræna myndlistarbandalagið: Hvatt til aukinna skipta á sjónvarps- þáttum um myndlist NORRÆNA myndlistarbanda- lagið hélt aðalfund sinn á Sel- fossi dagana 5.-6. september sl. 8® í framhaldi af aðalfundinum var síðan haldin ráðstefna um mynd- list í fjölmiðlum dagana 7.-8. september. Daninn Gunnar Bay var kjörinn formaður bandalags- ins en fráfarandi formaður er Thorstein Rittun frá Noregi. Auk aðildarlandanna Danmerk- ur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Samalands sóttu fundinn fulltrúar frá Færeyjum, Álandi og Græn- landi. Færeyingar fengu nú aðild að Norræna myndlistarbandalaginu með fyrirvara vegna aukins kostn- aðar og fjárhagsstöðu bandalags- ins. Norræna myndlistarbandalagið hélt svo að loknum aðalfundinum ráðstefnu um myndlist í fjölmiðlum og var Qallað um fjölmiðla í víðum skilningi, en umræðan og athyglin beindist þó einkum að mjmdlist í sjónvarpi og miðlum gegnum mynd- bönd. Niðurstaða ráðstefnunnar var sú að Norræna myndlistarbandalagið telur áríðandi að auka gerð þátta og heimildarmynda á verkum norr- ænna myndlistarmanna, þar sem áhugi almennings fer stöðugt vax- andi á myndlist. Allar norræna sjónvarpsstöðvar eru hvattar til að auka skipti á dagskrárþáttum sem §alla um myndlist og auka og lengja bæði unna þætti og fréttaút- sendingar sínar um myndlist. Einnig hvetur Norræna myndlistar- bandalagið ráðamenn til að auka fjárframlög og bæta aðstöðu til gerða myndbanda um myndlistar- menn, til dreifingar á Norðurlönd- um, s.s. til sjónvarpsstöðva og bókasafna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.