Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 39 Heimamenn verða að hjálpa sér sjálfir —¦ Rætt við Áskel Einarsson framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norðlendinga Fjórðungssamband Norðlend- inga hélt árlegt þing sitt á Dalvík fyrir skömmu. Askell Einarsson er framkvæmdastjóri sambands- ins og var hann tekinn tali i tilefni af þinginu. Fyrst var Áskell spurður um áhyggjur manna á þinginu af áhrifum sam- dráttar í landbúnaði. „Það var gerð ályktun á þinginu um að beita sér fyrir samstarfi sveitabyggða og þéttbýlis um að fínna leiðir til að draga úr áhrifum samdráttarins í sveitum á atvinnu- þróun þess þéttbýlis þar sem afurðavinnsla landbúnaðarins og þjónusta við bændur er veigamikill þáttur í atvinnulífinu. Það er alveg ljóst að samdráttur- inn í sveittinum hefur áhrif á þéttbýlið. Þetta kemur þannig út að viðskipti þéttbýlis við sveitina minnka, þjónusta við hana og af- urðavinnsla dregst saman. Nú eru uppi hugmyndir um að fækka slát- urhúsum og næsta haust koma ef til vill fram tillögur um að fækka mjólkurbúum. Við hjá Fjórðungssambandinu viljum að fulltrúar bænda og at- vinnumálanefnda þéttbýlisstaðanna ræði saman um þessi mál og reyni að finna ieiðir til úrbóta. Á þinginu kom einnig fram gagn- rýni á þá stefnu að halda genginu háu til að halda verðlagi niðri. Gengisstefnan miðast við að best reknu útflutningsatvinnuvegirnir gangi. Þeir sem selja vöru sína eða þjónustu á innlendum markaði fá það verð fyrir framleiðsluna sem markaðurinn þolir. Þeir sem selja erlendis setja einnig upp það verð sem markaðurinn þolir en þegar þeir ætla að flytja peningana heim ákveður ríkjð hvað þeir eiga að fá fyrir þá. Á þessu er talsverður munur og bitnar til dæmis illa á ullariðnaðinum. Það er mín skoðun og margra annarra að það þurfí að breyta þessu, annars snúist byggða- þróunin aldrei við. Það þarf nefni- Iega að vera hægt að græða úti á landi. Það fer enginn að leggja peningana sína út á land ef hann fær ekkert fyrir þá." — Voru miklar umræður um þriðja stjórnsýslustigið á þinginu? „Jú, það voru töluverðar umræð- ur um það. Það hefur verið svolítið um það að fólk hafí misskilið af- stöðu Fjórðungssambandsins til þriðja stjórnsýslustigsins og haldið að við vildum fara í einu og öllu eftir erlendum fyrirmyndum um valdaaðskilnað. Ástæðan fyrir því að við viljum þriðja stjórnsýslustigið er að okkur verður æ ljósara að sameining sveitarfélaga á langt í land. Samstarfseiningar sveitarfé- laga innan héraða til dæmis eru of veikar til að taka við stærri verkefn- um af ríkinu. Okkar hugmynd er sú að heilu landshlutarnir taki við verkefnum af ríkinu sem ríkið hefur yfírtekið af sveitarfélögunum, kannski meðal annars vegna þess að sveitarfélögin hafa verið van- megnug. Uppi hafa verið hugmyndir um það að stjórnendur þessa stjórn- sýslustigs væru kosnir í beinum kosningum og það hefði sjálfstæða tekjustofna en fengi ekki tekjur frá sveitarfélögunum. Okkur er alveg ljóst að hér verður að taka öðru vísi á málunum en erlendis, hvorki fylkjahugmyndir Norðmanna né lén Svía henta okkur og enn síður kant- ónur, því aðstæður eru allar aðrar." — Bar ekki þróunar- eða fjárfest- ingarfélög landshluta á góma á þinginu? „Jú, við landsbyggðarmenn höf- um nú sífellt verið að tala um það að við þyrftum að fá meira fjár- magn og suðurgöngurnar eru orðnar margar. Þetta hefur hingað til verið hálfgerð sandkassapólitík en nú eru aðstæðurnar gjörbreytt- ar. Nú er hægt að fá fjármagn. Spurningin er hvort við^ stöndum undir því. Þróunarfélag íslands er einn hluti þeirrar endurskipulagn- ingar sem átti sér stað þegar Framkvæmdastofhun var lögð nið- ur. Það býðst nú til þess að stuðla að stofnun fjárfestingarfélaga úti á Póstkort með mynd og ljóði eftir Elísa- betu Geirmundsdóttur „DELTA, kappa, gamma", sem er félag kvenna f fræðslustörfum á Akureyri, hefur gefið út póst- kort með mynd og Ijótli eftir Elísabetu Geirmundsdóttur. Tilgangur útgáfunnar er að vekja athygli á verkum listakonunnar og stuðla að varðveislu þeirra. Elfsabet fæddist 16. febrúar 1915 á Akur- eyri, en lést árið 1959, aðeins 44 ára að aldri. Eftir hana liggja mynd- verk unnin í olíu og vatnslit og blýantsteikningar. Póstkortin verða til sölu í Norður- mynd, Bókabúð Jónasar, Kompunni og hjá félagskonum og kosta 20 kr. Kortið sem Delta, kappa, gamma-félagið hefur gefið út. ,SS M teBJJsri Ti° iJ&S86 rjö& landsbyggðinni með því að leggja fram um það bil 20% hlutafjár en heimamenn afganginn. Miðað er við að höfuðstóllinn verði ekki minni en 15 milljónir. Þessi félög eiga síðan að geta tekið lán með ábyrgð Þróunarfélagsins. Þróunarfélagið getur einnig veitt okkur sérfræðiað- stoð við að skera úr um ágæti ýmissa fjárfestinga. Þróunarfélagið er líka það fjársterkt að það ætti að geta útvegað lán með betri láns- kjðrum erlendis en ella. Ég held að þetta hafí fengið góð- an hljómgrunn og ég vænti mikils af þessu en það er alveg ljóst að heimamenn verða að hjálpa sér sjálfír í þessum efnum." — Hvernig hafa skipulagsbreyt- ingarnar sem gerðar voru fyrir tveimur árum reynst að þínu mati? Fjórðungssamband Norðlei d- inga var skipulagt líkt og Samein- uðu þjóðirnar og voru fjölmargar málefnanefndir starfandi, mest um sjö neíndir. Menn væntu mikils af byggðastefnunni fyrst eftir að Framkvæmdastofnun var stofnsett. Við fengum sérfræðinga til að kynna mál og héldum fíölda ráð- stefna. Síðan kom svolítil þreyta í þetta kerfí. Sömu mennirnir voru í nefndunum lengi og erfítt að breyta til. Árið 1979 fækkuðum við nefnd- unum úr sjö í fjórar og síðan hefur þeim fækkað smátt og smátt og árið 1985 ákváðum við að leggja þær allar niður nema smáhóp um strjálbýlismál. Einnig fækkuðum við fulltrúum í fjórðungsráði úr 14 í 5. Þetta kerfí hefur nú verið rekið í tvö ár og af því er að sumu leyti ágæt reynsla. Sumir kvarta þó yfír því að þessi málefnalega umræða sem fór fram í nefndunum sé horf- in og við höfum reynt leysa það með því að fá framsögumenn til að kynna vissa þætti á fjórðungs- þingunum. Einnig höfum við einfaldað dag- skrá þinganna og lagt áherslu á færri mál. Á þetta er lítil reynsla komin. Þó er víst að þetta er ódýr- ari leið." — Nú hefur talsvert verið deilt á kostnaðinn við rekstur sambands- ins. Ert þú þeirrar skoðunar að því fé sem nú er varið til Fjórðungssam- bandsins sé vel varið? „Það skal ég síðastur manna dæma um. Það má þó athuga að við fáum ekki nema tæp 0,4% af tekjum sveitarfélaganna eða um 170 krónur á hvern íbúa. Við höfum hins vegar komið mörgum málum áleiðis. Við höfum barist fyrir því í gegnum árin að fá leiðréttingu á símgjöldum landsbyggðinni í hag og það er alveg víst að sú leiðrétt- ing sem við fengum í gegn í vor er á við margföld árgjöld sambands- ins. Þegar á fyrsta ári Fjórðungs- sambandsins töluðu menn um það að stofna útvarp á Norðurlandi, menn fóru snemma að tala um haskóla og jarðgöng á milli byggð- arlaga á Norðurlandi. Ég ætla ekki að þakka okkur framgang allra þessara mála en svona mætti lengi telja, fjölmörg mál sem við höfum barist fyrir hafa ræst eða er í sjón- máli að geri það." ¦i Morgunblaðið/Páll A. Pálsson Áhöfnin á einum bátanna komin að landi með afla dagsins, f.v.: I'áll Jörundsson, Reykjavík, Páll A. Pálsson, Akureyri, Einar Arna- son, A, Kolbrún Halldórsdóttir ísafirði, Axel Clausen, R, og Magnús Ingólf sson, A. Mót hjá Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar: Tæp sjö tonn veidd á stöng SÍÐASTA sjóstangaveiðimót á þessu ári var haldið um nýliðna helgi. 57 keppendur drógu úr sjó alls 6.218 fiska, eða rúm 6,7 tonn alls, á tveimur veiðidögum. Árangur keppenda gefur stig til fslandsmeistaratitils. Sjóstangaveiðifélag Akureyrar gekkst fyrir þessu móti dagana 4. og 5. september og var róið frá Dalvík. Enda þótt þetta hafi verið síðasta mót ársins er starfsári sjó- stangamanna ekki lokið. Fyrir- komulag íslandsmótsins er þannig að alls eru haldin þrjú mót, eitt á vegum Akureyringa í september, annað í Vestmannaeyjum um hvíta- sunnu og hið þriðja og síðasta á ísafírði í júlí. Þá er reiknaður sam- anlagður árangur í þessum þremur mótum og þar með lýkur starfsár- inu. Keppendur koma víða að, en þeir skipa sér í fjögurra manna sveitir, sem þó eru aldrei saman á bát. Að lokinni veiði er svo reiknaður árang- ur sveita og einstaklinga. Heildarafli á mótinu um síðustu helgi var 6.736,18 kg eða 118^ kg að meðaltali á stöng. Aflahæstu einstaklingar í kvennaflokki urðu Sólveig Erlends- dóttir, Akureyri, með 184,34 kg og Freyja Önundardóttir, Vestmanna- eyjum, með 170,14 kg. Sigursveit kvenna var frá Vestmannaeyjum, veiddi alls 557,06 kg, en í sveitinni voru Elínborg Bernódusdóttir, Helga Tómasdóttir, Freyja Önund- ardóttir og Júlía Andersen. Aflahæstir í karlaflokki urðu Rúnar H. Sigmundsson, Akureyri, með 198,28 kg og Júlíus Snorra- son, Akureyri, með 186,22 kg. Sigursveit karla var frá Akureyri, en í henni voru Andri P. Sveinsson, Páll A. Pálsson, Bjarki Arngrímsson og Rúnar H. Sigmundsson. Flesta físka veiddu Rúnar H. Sigmundsson, 188, og Freyja Ön- undardóttir, 180. Þyngsta fiskinn dró Júlía Andersen, 4,7 kg þorsk. Súlnaberg opnar í dag SÚLNABERG, kaff iterían á Hót- el KEA, opnar í dag eftir gagngerar endurbætur. Gunnar Karlsson hótelstjóri á Hótel KEA segir að öllum innrétt- ingum og tækjum hafi verið skipt út. Breytingar hefðu verið gerðar á afgreiðslukerfínu, það brotið upp í einingar. Hann sagði að breyting- arnar miðuðu að því að gera staðinn sem vistlegastan og að skapa mögu- leika til að elda betri mat en áður. ptttgmiÞIfifrife Akureyri óskar eftir fólki á öllum aldri til að bera út Morgunblaðið strax og það kemuríbæinn. „Hressandi morgunganga" Hafiðsamband! **9ttltÞIftfrifr Hafnarstræti 85, Akureyri, sími 23905. ¦ —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.