Morgunblaðið - 10.09.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 10.09.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 51 Sjónvarpstrúboð og „sértrúarsöfnuðir“ eftir Örn L. Guðmundsson Ef við fengjum virta erlenda gesti í heimsókn sem hefðu áhuga á að fræðast um stöðu kristinnar trúar á íslandi, hvað væri þá heiðarlegt svar? Hver gæti gefíð slíkt svar svo að um sem sannasta mynd væri að ræða? Þegar talað er um trúmál hljótum við að vera að tala um trúarafstöðu einstaklings með fijálsan vilja til að velja og hafna. Fyrir mörgum er trú þeirra helg og dýrmæt. Trú- in á Jesú er fyrir sumum mestu verðmæti þeirra í lífínu. Svo eru aðrir sem eiga sína bamatrú og rækja trú sína í samræmi við það. En þeir eru líka til sem segjast engu trúa nema e.t.v. á sjálfan sig og þróunina. Fjölmiðlar hafa að undanfömu dregið upp fyrir landann mynd af stöðu trúmála í Bandaríkjunum séða með augum fjölmiðlamanna. Það væri mikil fljótfæmi að ganga út frá því að tveir þættir í sjón- varpi og fáeinar blaðagreinar gefí fullnægjandi mynd af sannleikan- um. Komið hefur fram að forstöðu- maður ákveðins safnaðar í Banda- ríkjunum misnotaði stöðu sína og hefur það mál verið gert upp. Sýnd er í fýrmefndum þáttum mynd frá söfnuði þessa manns ásamt mynd- um frá öðmm söfnuðum og meðal annars bent á mikil umsvif S fjár- málum. Talað er um hægri hreyf- ingar og sýnt frá stórum söfnuði baptista í Dallas í Texas þar sem aðskilnaður ríkir milli hvítra manna og litaðra. Myndin sem dregin er upp er á margan hátt dökk og hef- ur eflaust vakið margar spumingar og jafnvel hneykslan trúaðra sem annarra. En ég vil benda á að var- hugavert er að draga einhliða ályktun út frá þáttum þessum og blaðaskrifum um kristið starf í Bandaríkjunum. í beinum tengslum við þessa þætti fengu landsmenn að skyggn- ast inn í hina ýmsu kristnu söfnuði hér heima og rætt var við forstöðu- menn þeiira bæði í blöðum og sjónvarpi. I söfnuði sem kennir sig við Krist á ekkert að fara fram sem þolir ekki opinbera umfjöllun, enda em þeir söfnuðir sem hér starfa opnir öllum sem vilja kynna sér það sem þar fer fram. En var það ætlun sumra í þess- ari umfjöllun að skapa tortryggni í garð hinna kristnu samfélaga hér á landi t.d. með því að kalla þau sértrúarsöfnuði og tengja þau um- fyöllun um vafasama starfsemi í Bandaríkjunum? Væri ekki eðli- legra að meta starf kristins safnað- ar út frá því sem Biblían kennir? 011 önnur viðmiðun hlýtur að teljast ófullnægjandi og ósanngjöm. Er það sértrú að játa Biblíuna sem heilagt orð Guðs? Að sérhver ritning sé innblásin af Guði og nyt- söm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í rétt- læti, til þess að sá sem tilheyrir Guði sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks (2. Tím. 3. 16-17). Er það sértrú að trúa og vilja hlýða orðum Jesú þar sem hann segir m.a. við lærisveina sína: „Far- ið út um allan heim og predikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða en sá sem trúir ekki mun fyrir dæmdur verða. En þessi tákn munu fylgja þeim er trúa: í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum ..." og síðar „yfir sjúka munu þeir leggja hendur og þeir verða heilir“. (Mark. 16. 15-18). Er það sértrú að trúa því að ef ég játa með munni mínum að Jesús sé Drottinn og trúi í hjarta mínu að Guð hafí uppvakið hann frá dauðum þá muni ég verða hólpinn, (Róm. 10.9)?? Er það sértrú að trúa því að Jes- ús vilji leysa þá sem trúa á hann undan ánauð_ synda. Jesús segir í Lúk. 5.32: „Eg er ekki kominn til að kalla réttláta heldur syndara til iðrunar." Orð Jesú Krists eru skýr og á þeim eiga þau samfélög að vera grundvölluð sem kenna sig við hann. Þeir sem kjósa að trúa sumu en hafna öðru bera með réttu nafn- ið sértrúarfólk. Gerum okkur grein fyrir því að við höfum fengið að sjá smá myndbrot séð með augum fjöl- miðlafólks af kristnum söfnuðum í Bandaríkjunum og hér heima. Heildarmyndin er mun stærri og geymir sannleika sem þarf nær- gætna og nánari skoðun grundvall- aða á einlægum vilja til að komast að raun um hveijar staðreyndir eru. Tvær staðreyndir er vert að nefna hér að lokum vegna sorglegs misskilnings sem kemur fram í grein í Alþýðublaðinu og einnig í grein Morgunblaðsins 5. sept. Þar hefur verið dæmt fyrirfram án þess að kanna hvað satt er. I fyrsta lagi: Kristnu samfélögin, þ.e. forstöðumenn þeirra, voru spurðir í fjölmiðlum um afstöðu þeirra til kynvillu o.fl. Því var svar- að með því að vísa í Guðs orð, þ.e. Biblíuna og boðskap hennar. Það kemur mjög skýrt fram í orði Guðs að Drottinn er á móti synd og öllu ranglæti en hann elskar fólk. Hvatningin er að iðrast frammi fyr- ir Jesú og fá fyrirgefningu og hreinsun í blóði hans og með hans hjálp fá lausn á sínum málum og lifa nýju lífí sem miðast við það sem Jesús kenndi. í öðru lagi: Kirkja Krists er öllum opin og fólk því velkomið. Kirkja Krists er ekki stofnun heldur sam- anstendur hún af fólki sem hefur Örn L. Guðmundsson „í söfnuði sem kennir sig við Krist á ekkert að fara fram sem þolir ekki opinbera umfjöll- un enda eru þeir söfnuðir sem hér starfa opnir öllum sem vilja kynna sér það sem þar fer fram.“ komið fram fyrir Jesú og heilshugar iðrast og beðið um hreinsun og fyr- irgefningu synda sinna. Kirkjan er fólk sem játar Jesú Krist sem Drott- in sinn og Herra. Það hlýtur að vera fagnaðarefni fremur en tilefni til ásteytingar og óeiningar að í lifandi samfélagi við Jesú sé að fínna fyrirheit um lausn frá afleiðingum syndar, þ.e. fjötrum sem valda sálarkvöl._ Hvers virði er kirkja sem segir: „Ég veit að þér líður illa, líf þitt er fullt af vanda- málum, ég skal elska þig en ég get ekki bent þér á lausn." Höfundur er næturvörður. Borgartúni 23 Tölvufræðslan mun í haust endurtaka hin vinsælu námskeið fyrir skrifstofufólk sem haldin voru í haust og vetur. Um er að ræða þriggja mánaða fjölbreytt nám í vinnuað- ferðum á skrifstofum, með sérstakri áherslu á notkun PC-tölvasemnúeruorðnarómissandi við öll skrifstofustörf. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna- grunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórn- un, uppsetning skjala, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Uppselt á morgunnámskeiðið sem hefst 7. september. Örfá sæti laus í námskeiðið sem hefst 14. september. Fjárfestið í tölvuþekkingu — það borgar sig. Innritun í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan SkHfstofutæknir Eitthvad lyiirþig? Alla daga vikunnar lil Evropu Arnarflug hefur nú náð þeim langþráða áfanga að flogið er alla daga vikunnar til Evrópu. ■ Við fljúgum fimm sinnum í viku til Amsterdam og tvisvar í viku til HamPorgar. ■ Brotffarir eru þannig settar upp að við lendum á Schiphol flugvelli í Amsterdam á hádegi. ■ Þá er einmitt besti tíminn til að ná tengiflugi áfram, til allra heimshorna. ■ Hjá Arnarflugi fœrðu farmiða hvert sem er í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.