Morgunblaðið - 10.09.1987, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 10.09.1987, Qupperneq 56
.56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 fclk í fréttum Forsetinn í fiskeldisstöðinni Núna á laugardaginn birtist mynd á baksíðu Morgunblaðsins af heimsókn forseta íslands í fiskeldisstöð í Færeyjum, þar sem meðal annars gaf að líta 100 kílóa þungar lúður, sem reka hausinn upp úr vatninu til að þiggja sfld úr hendi manns. Þegar myndin var prentuð í blaðinu vantaði hins vegar neðsta hlutann af henni, þar sem sást í hausinn á lúðunni, og því var ekki gott að átta sig á af hverju myndin var. Okkur þykir myndin skemmtileg, og því birtum við hana aftur, óstytta og í fullri lengd, og vonum að hún prentist vel. Morgunblaðið/RAX Vigdís forseti, Hörður Helgason, sendiherra, og Hans Joansen, fiskeldisfræðingur - og neðst á myndinni eiga menn svo að sjá í hausinn á lúðunni. Grace Jones í spaghetti-vestra Reuter Karólína Mónakóprinsessa ásamt eiginmanni sinum og nýfæddum syni. Karólína með þríðja bamið Karólína Mónakóprinsessa hefur fallið í skuggann af Stefaníu systur sinni á síðum slúðurblaðanna að undanfömu, en nú höfum við þau gleðitíðindi að færa að Karólínu fæddist sveinbam nú síðasta laug- ardag, og heilsast móður og barni vel. Hér á myndinni fyrir ofan sjáum við hina nýbökuðu móður ásamt eiginmanni sínum, Stefano Casirag- hi, og drengnum, sem þegar hefur hlotið nafnið Pierre. Pierre er þriðja bam Karólínu, og það fylgir frétt- inni að hann hafi vegið 3,3 kfló við fæðingu. i f 'h' ' ilí • [ • ■ - • ■[■■■•' MfeA ■ 'jjijS í M H ■■ v - Söngkonan og íslandsfarinn Grace Jones er býsna flölhæf, og hefur m.a. haslað sér völl í kvik- myndaheiminum. Nýjasta hlutverk hennar er í myndinni „Straight to Hell“, sem lýst er sem „nútíma spaghetti-vestra“ af aðstandendum myndarinnar. Grace leikur þar sóðakvendi á knæpu einni í villta vestrinu, og meðleikarar hennar em þeir Elvis Costello, Dennis Hopper, og Joe Stmmmer, en sá síðastnefndi er íslendingum að góðu kunnur eins og Grace, því hann kom hér og spilaði með hljómsveitinni „Clash“ sálugu á sínum tíma. „Straight to Hell“ er mynd sem allir „uppar" eiga eftir að koma til með að hata“ fullyrðir Stmmmer. Vonandi fáum við íslendingar að sjá ræmuna sem allra fyrst, því hún virðist vera öll hin athygiisverðasta. Grace Jones og Dennis Hopper í spaghettivestranum „Straight to Hell“. Svíakóngur (t.v.) tekur sig vel út í nýjustu sextándualdartískunni. Kóngurinn leikur Hróa hött Karl Gústaf Svíakóngur er al- þýðlegur maður, og þykir sjálfsagt að bregða á leik ef svo ber undir. Um daginn var haldið gestaboð í Geddeholm-kastala, og átti fólk að koma í klæðnaði sem var í tísku á 16. öldinni, eða í þann mund sem kastalinn var reistur. Meðal boðsgesta vom konungs- hjónin, og bmgðust þau vel við; Sylvía drottning kom í gullslegnum kjól með kórónu á höfði, en kóngur- inn mætti f sokkabuxum, og með veiðimannahatt, og minnti menn einna helst á Hróa hött. Það fylgir síðan sögunni að flest- ir vom búningamir fengnir að láni hjá sænska Ríkisleikhúsinu, og að það hafi verið skrautlegt um að lit- ast í Geddeholm-kastala þegar fólk steig þar dans við tónlist frá endur- reisnartímanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.