Morgunblaðið - 10.09.1987, Page 66

Morgunblaðið - 10.09.1987, Page 66
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 o£6 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA ísland - Noregur 2 : 0 Laugardalsvöllur, Evrópukeppni landsliða, miðvikudaginn 9. sept- ember 1987. Mörk íslands: Pétur Pétursson (21.), Pétur Ormslev (60.) Mark Noregs: Jöm Andersen (11.) Gult spjald: Sigurður Jónsson (38.) Dómari: Wilfred Wallace frá Irl- andi. Áhorfendun 5.450. Lið íslands: Bjami Sigurðsson, Gunnar Gíslason, Sævar Jónsson, Viðar Þorkelsson, Atli Elðvalds- son, Ólafur Þórðarson, Pétur Ormslev, Ragnar Margeirsson, (Pétur Amþórsson vm. á 79. mln.), Sigurður Jónsson, Guð- mundur Torfason, Pétur Péturs- son. Lið Noregs: Erik Thorstvedt, Teije Kojedal, Per Edmund Mordt, Hans Henriksen, Trond Sollied, Erik Soler, (Jan Fjære- stad vm. á 77. mín.), Kai Herlov- sen, Kjetil Osvold, Vegard Skogheim, (Ame Erlandsen vm. á 75. mín.), Jöm Andersen, Börre Meinseth. Glæsilegt jöfnunarmark Morgunblaðiö/Bjami Eiriksson Jöfnunarmark Péturs Péturssonar á 28. mln. var sérlega glæsilegt. Eftir að hafa fengið sendingu frá Ragnari Margeirssyni renndi hann sér skemmtilega á milli tveggja varaarmanna og þrumaði með utanverðum vinstra fæti efst í nærhomið. Frábærlega gert hjá Pétri; norski markvörðurinn átti ekki möguleika á að veija skot hans. Pótri faqnaö igt i (11 Mofgunblaðið/Bjami Pétri Péturssyni (11) var fagnað innilega eftir að hafa skorað. íslendingum var þá ljóst að þeir áttu möguleika I viðureigninni — þeir gengu á lagið og tryggðu sér sigur. Það er Sævar Jónsaon sem fagnar Pétri þaraa, en einnig má þekkja Sigurð Jónsson, Ragnar Margeirsson og Guðmund Torfason. ?. Norska markid Morgunblaöið/Bjami Eiríksson Jöm Andersen (10) skorar mark Norðmanna. Hann þurfti ekki annað en að ^reka fótinn I boltann og senda hann yfir llnuna eftir að Bjami hafði hálfvarið skot utan úr teig. Sævar, Pétur Ormslev, Atli og Bjami fá ekki rönd við reist. íií Hvað sögðu þeir? Slgfried HoW „Við unnum og það er fyrir öllu. Leikmenn virtust eitthvað trekktir fyrstu tuttugu mínútumar og léku þá illa. Það var engin breyfing og við misstum boltann oft klaufa- lega. Þetta lagaðist er Ieið á og í síðari hálfleik léku strákamir á .cöflum vel. Baráttan var í lagi og knattspyman ágæt á köflum. Þeir héldu boltanum vel enda lá okkur ekkert á. Það verður erfið- ur leikur á mótu Norðmönnum eftir hálfan mánuð og vonandi verða Ásgeir og Amór orðnir heil- ir. Annars er ekkert hægt að segja um hvað gerist á 14 dögum, það geta einhveijir aðrir meiðst í stað- inn.“ TordGrip, »-IXU--■ Blniftmnnn ■ pfanan niovofnanna „Ég er svekktur yfir þessum úr- slitum. Leikurinn sjálfur var nokkuð góður og sérstaklega lék- um við vel í fyrri hálfleik. íslenska liðið lék vel í 8Íðari hálfeiknum en við fengum mörg marktæki- færi og hefðum átt að geta unnið leikinn. Strákamir nýttu færin hins vegar ekki og þá er ekki hægt að vinna. íslenska liðið var svipað og ég hafði búist við. Pétur Pétursson er stórhættulegur leik- maður og einnig fannst mér Pétur Ormslev, Sigurður Jónsson, Gunnar Gíslaosn og Bjami í mark- inu leika vel. Mér fannst Jöm Andersen bestur í mínu liði. Leik- urinn í Osló verður erfiður og ég vona að allir leikmenn mínir verði heilir en á síður von á því. Þeir sem meiddust nú um helgina verða varla orðnir góðir eftir hálf- an mánuð." Atli EAvaldsson „Þetta var „móralskur" sigur fyr- ir okkur alla. Við hófum leikinn með 6:0 á bakinu og eftir 10 mínútur vomm við búnir að fá á okkur eitt af þessum klaufamörk- um. Sum lið hefðu brotnað á þeirri stundu, en við rifum okkur upp, héldum boltanum, gáfum á næsta mann og nýttum færin. Normennimir em góðir og leiknir og við gerðum þau mistök að ■ - bakka of mikið í byijun. í seinni hálfleik töluðum við meira saman og þríhymingaspilið gekk upp. Ég finn mig mikið betur í þessari stöðu en úti á kantinum, er meira í boltanum, hef meiri yfírsýn og næ betur tií hinna. En við verðum að halda okkur við jörðina. Sept- ember er okkar besti tími, því nú em allir í æfingu. Ef við ætlum að vinna leiki í október og á vor- in, verðum við að fá nauðsynlegan undirbúning vegna strákanna sem em hér heima, því þeirra leiktíma- bili er að ljúka — með öðmm orðum þá verðum við að fá æf- ingaleiki." Pótur Pétursson „Þetta var geysilega erfiður leik- ur. Við spiluðum skynsamlega, treystum á skyndisóknir, en unn- um fyrst og fremst á gífurlegri baráttu. Það var deyfð í þessu hjá okkur til að byrja með, undir niðri sat 6:0 leikurinn í manni og svo mark! Ég hugsaði um það eitt að skora, þegar ég komst í færið og það var ánægjulegt að sjá á eftir honum í netið, en það var mikill „klassi" að ná þessu upp og sigra.“ PóturOrmolov „Ég er ofboðslega hress með sig- urinn, en þetta var spuming um dagsformið og reyndar hef ég oft spilað erfíðari leik. Við vomm lengi í gang, en eftir að við fund- um hvem annan og fómm að spila okkar leik jókst sjálfstraust- ið og um leið greip örvænting Norðmennina. Allir urðu vitlausir eftir 6:0 tapið gegn Austur-Þjóð- veijum og fólk heimtaði sigur I þessum leik. Menn verða samt að muna að við emm ekki Evrópu- meistarar og það má ekki gera of miklar kröfur. Við getum ekki spilað „total" bolta í 90 mínútur, en ef við leikum skynsamlega, beijumst og höldum boltanum getum við sigrað hvaða lið sem er hér á heimavelli." Siguröur Jónsson „Mér Ifkaði mun betur að leika inni á miðjunni, en við vomm ef .. .i. ........ til vill of vamarlega sinnaðir til að byija með. Mér leið illa þegar þeir skomðu, en mótlætið efldi okkur og það var gott að jafna. Þegar við náðum forystunni óttað- ist ég ekki úrslitin. Við lékum skynsamlega og þetta var „mór- alskur" sigur." Gunnar Gíslason „Gegn Austur-Þjóðveijum vantaði baráttuna, en nú var allt önnur stemmning. Það var gott hjá okk- ur að bugast ekki við markið, við vomm ákveðnir að beijast tii hins síðasta og það gekk upp. Ég fann mig vel í leiknum og fannst Norð- mennimir ekki erfiðir við að eiga, en baráttuleysi þeirra kom mér á óvart." Ólafur Þóröarson „Það er mjög gaman að hafa ver- ið með í tveimur sigurleikjum með tveimur landsliðum á einni viku. Ég var taugaóstyrkur í byijun, en það lagaðist fljótt. Við lögðum ekki árar í bát þrátt fyrir markið og baráttan færði okkur sigur. Sigi Held varð að breyta liðinu vegna meiðsla, færði menn til á veilinum og þetta var ekki síður sigur fyrir hann.“ Guöni KJartansson aosrooarpiaiian „Við vomm spenntir á bekknum, þar til slakur dómari flautaði leik- inn af. Strákamir vom taugaó- styrkir til að byija með, þeir sofnuðu og Norðmennimir skor- uðu. Það sýnir okkur að athyglin verður að vera í lagi I 90 mínút- ur. En þeir ætluðu að gera góða hluti og fóm á fullt eftir markið, drógu Norðmennina framar, héldu boltanum og skomðu tvö góð mörk. Liðin em svipuð að styrkleika, en þetta var spuming um dagsfor- mið. Á góðum degi getum við unnið alla, en málið er að allir geri ávallt sitt besta, meira er ekki hægt að fara fram á. Allir vita að aðstæður okkar era ekki eins og annars staðar og því er ljóst að liðið þarf að fá fleiri leiki."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.