Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 67 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Tvö glæsimörk sendu IMorðmenn í neðsta sæti ÍSLENSKA landsliðið vann f gaer það norska með tveimur mörkum gegn einu eftir að hafa verið 1:0 undir. Leikmenn ¦slenska liðsins léku mjög skynsamlega og uppskáru sig- ur. Nýtingín hjá þeim var einstök. Þeir fengu tvö mark- tækifœri og skoruðu úr þeim báðum. Norðmenn fengu fleiri fasri en þeim tóst ekki að nýta þau eins vel og okkar mönnum. Islensku strákarnir hafa leikið betur en sigur er allt sem máli skiptir og hann vannst með skynsömum leik og tveimur glæsiíegum mörkum Póturs Péturssonar og Péturs Ormslev. Með þessum sigri skutumst við upp fyrir Norð- menn ístigatöflunni. Islenska liðið var lengi í gang í gær og fyrstu tuttugu mínúturn- ar var það hreinlega yfírspilaðir af SkúliUnnar Sveinsson skrifar frísku liði Norðmanna. Þeir sóttu mun meira, héldu boltanum vel og voru ákveðnari á all- an hátt. Það voru ekki liðnar nema ell- efu mínútur þegar Norðmenn skoruðu. Börre Meinseth fékk bolt- ann frá Pétri Ormslev, sem blindað- ist trúlega af sólinni, skaut frekar lausu skoti sem Bjarni varði. Bolt- inn fór til Jörn Andersen sem skoraði af öryggi í tómst markið. Þarna var íslenska vörnin steinsof- andi og hún átti eftir að sofha oftar en sem betur fer ekki með sömu afleiðingum. Pétur Pétursson jafnaði metin á 21. mínútu með glæsilegu marki. Sókn- in hófst með því að Guðmundur Torfason sendi með hælspyrnu á Ragnar Margeirsson. Ragnar lék aðeins fram yfir miðju, gaf á Pétur sem brunaði að markinu, lék lag- lega á einn varnarmann Norðmanna og skaut utanfótar með vinstri í nærhornið! Stórskemmtilegt mark. Einn norsku varnarmannanna gleymdi sér alveg og því slapp Pét- ur við rangstöðugildru þeirra að þessu sinni. Norðmenn fengu tvívegis mjög góð marktækifæri fyrir hlé. Bjarni varði vel í annað skiptið en í hitt skiptið Staðan Sovétrfldn.............6 4 2 0 11:2 10 A-Þýskaland.........5 2 2 1 8:2 6 Frakkland..............6 1 3 2 3:5 5 ísland......................6 1 2 8 8:11 4 Noregur..................6 113 2:7 3 Þessir leíkir eru eftir i riðlinum; 23. septemben Noregur-ísland, 10. október: Austur—Þýskaland-Sov- clríkin, 14. október: Frakkland- Noregur, 28. októbcr: Sovétrikin- fsland ojf Austur—Þýskaland- Noregur og 18. nóvember: Frakkland-Austur—Þýskaland. hittu norsku sóknarmennirnir ekki knöttinn. íslenska liðið lék mun betur í síðari hálfleik og á köflum ágætlega og á 60. mínútu skoraði Pétur Orms- elv. Atli gaf fram á Pétur Pétursson sem gaf skemmtilega áfram á nafna sinn Ormslev. Pétur var rólegur og yfirvegaður, lék á einn varnamann og skoraði með fallegu skoti í blá- hornið. Gunnar Gíslason bjargaði á marklínu skoti frá Jörn Andersen eftir að hann slapp framhjá Bjarna sem hljóp út úr markinu á snarvit- lausum tíma. íslensku leikmennirnir léku illa framan af leiknum. Þeir virtust taugaóstyrkir og sérstaklega var vörnin ósannfærandi. Rangstöðuað- ferð Norðmanna gekk vel upp og hvað eftir annað voru okkar sóknar- menn leiddir í gildruna. Sem betur fer var þetta þó aðeins upphafið, leikmenn náðu sér flestir á strik er líða tók á leikinn. Þeir héldu boltanum vel er líða tók á enda þurftu Norðmenn þá að gera eitthvað til að reyna að jafha. A stundum fanst mér þeir full róleg- ir en þeir voru ákveðnir í að taka enga áhættu. Það kom ekkert ann- að en sigur til greina. Strákarnir léku skynsamlega og uppskáru sigur gegn liði sem vann Frakka 2:0 í Osló f júní. Ekki slæm- ur árangur, og raunar mjög góður þegar haft er í huga að þetta er í sjötta sinn sem við vinnum Norð- menn í landsleik í knattspyrnu. Þeir hafa unnið 15 sinnum og einu sinni hefur orðið jafntefli. Norska liðið var nokkuð þokkalegt og lék vel í fyrri hálfleik. Það verð- ur erfiður leikur í Osló eftir hálfan mánuð en þá mætast liðin að nýju í keppninni. Bestu menn þeirra að þessu sinni voru Hans Henriksen (nr. 2) og Kjetil Osvold (nr.9). , Morgunblaðið/Bjami Eiríksson 2:1 sigri fagnað Pétur Ormselv skorar hér að ofan annað mark íslands í leiknum gegn Norð- mönnum (gær. Hér til hliðar fagnar fyrirliðinn Atli Eðvaldsson Pétri Péturssyni sem skoraði fyrra mark íslands og á myndinni hér að neðan fagnar Guðmund- ur Torfason eins og honum er einum lagið. Með honum á myndinni eru Sigurjón Sigurðsson læknir liðsins, Sigurður Jónsson og Ólafur Þórðarson eru greinilega einnig á/iægðir enda höfum við ekki unnið Norðmenn sfðan 1976 en þá vann ísland 1:0 í Osló og var það fyrsti sigur íslands á útivelli. í« -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.