Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. SEPTEMBER 1987 Væri vansæll maður ef ég gæti ekki málað Rætt við Pétur Friðrik listmálara Holyday Inn, nýja hótelið við Sigtún í Reykjavík, er glæsileg bygging og þegar inn er komið er allt svo dæmlaust létt og ljóst í litum og formi. Meira að segja starfsfólkið sem stendur bak við afgreiðsluborðið í anddyrinu er létt I bragði þegar ég spyr hvar Pétur Friðrik listmálara sé að finna í þessu stóra húsi. Að tilvísun fólksins geng ég niður gráar marmaratröppur og beygi til hægri inn í sólfylltan sal fullan af málverkum. Þar blasa við mér myndimar hans Péturs Friðriks í björtum og hlýjum litum en listamaðurinn sjálfur er hvergi sjáanlegur. Eg skoða málverkin vandlega og bíð eftir málaranum, en hann lætur ekki sjá sig. Myndiraar finnast mér aðlaðandi, einmitt þannig myndir sem koma fólki til að f innast lífið skemmtilegt og umhverf ið eftirsóknarvert. Ég er lengi að skoða en ekki kemur Pétur. Uppi í kaffistofunni heyri ég á tal tveggja manna og það með að annar þeirra eigi von á blaða- konu frá Morgunblað- inu sem orðin sé nokkuð sein. Ég stend þegar upp og kynni mig og eins og mig grunaði er þar Pétur Friðrik á ferð. Við setjumst saman við borð og tökum að spjalla saman. Pétur segist hafa teiknað og málað frá barnsaldri og fengið fyrstu olíulitina að gjöf frá föður- bróður sínum Hans Þórðarsyni stórkaupmanni þegar Pétur var varla kominn á skólaaldur. „Ég geymdi olíulitina eins og gersemar, hafði þá nánast uppá punt lengi vel,“ segir Pétur og hlær svo línurnar í andlitinu verða dýpri og skarpari. Þegar Pétur Friðrik hlær hverfur af honum lokaður og feimnislegur svipur sem hann hefur haft á andlitinu frá því hann settist við borðið hjá mér og annar og hýrlegri svipur tekur völdin. Pétur Friðrik Sigurðsson er fæddur að Sunnuhvoli við Háteigs- veg í Reykjavík í húsi afa síns Péturs Hjaltested úrsmiðs sem rak þá búskap við Háteigsveginn. Þar bjuggu foreldrar hans fyrsta árið í búskap sínum en þau skildu nokkru síðar. Pétur ólst upp hjá móður sinni, Ólafíu Hjaltested, sem vann fyrir þeim báðum með því að vaka yfir sjúklingum á nóttunni. „Ég var því oft einn,“ segir Pétur. „Oft var ég skilinn eftir á kvöldin með fjöl yfir rúmið mitt og pappír og liti hjá mér. Ég var myrkfælinn á þessum árum og reyndi að festa hugann við að teikna og mála og gekk það oftast vel. Stundum var ég að teikna við kertaljós. Einu sinni þegar ég var níu ára var ég eitt sinn að fikta með greiðu of nærri kertinu. Hún fuðraði allt í einu upp og ég henti henni skelfíngu lostinn út á gólf og fleygði yfir hana teppi til að slökkva eldinn. Það gekk en það kom ljótur brunablettur á nýjan gólfdúkinn. Mamma leigði það hús- næði sem við vorum þá í og ég gat lítið sofið um nóttina af hræðslu um að brunabletturinn kæmi henni í vandræði. Þegar hún kom heim um morguninn varð hún ekki reið heldur þvert á móti prísaði sig sæla að ég skyldi hafa sloppið óskaddað- ur og ekki kveikt í húsinu. Þessar kringumstæður allar urðu til þess að teikningin varð mér mikils virði. Pabbi og mamma tóku saman á ný þegar ég var ellefu ára og þá fór pabbi að hvetja mig til að mála sem mest og teikna. Hann hvatti mig einnig til þess að sleppa gagn- fræðaskólanámi þegar ég var fjórtán ára og fara heldur í Handíða og myndlistarskólann." Pétur segir mér að hann ljúki alltaf vinnu sinni á því að þvo pensl- ana í vaskinum heima hjá sér, fyrst upp úr þynni og síðan úr vatni og sápu. „Þetta verður maður að gera til að hafa verkfærin hrein, þó ekki sé það skemmtilegt, það hefur mik- ið að segja að halda litaspjaldinu og penslunum hreinum ef maður ætlar að ná fram tærum og hreinum litum," segir hann og brosir. Ég spyr hvort hann sé' ekki lengi að mála ef hann þurfi alltaf að vera að skipta um pensla en þá hlær Pétur við og segist eiga fjölmarga pensla, svo það komi ekki að sök. Við snúum talinu aftur að mynd- listamámi Péturs og hann segir mér að hann hafi lært mikið í teikn- ingu hjá Kurt Zier sem kenndi teikningu í Handíða og myndlistar- skólanum. „Hann var þýskur og kom hingað með Lúðvík Guðmunds- syni skólastjóra, sem stofnaði Handíðaskólann, hann er einn besti teiknikennari sem ég hef nokkum tíma kynnst." Við Pétur göngum nú niður í sýningarsalinn til þess að skoða saman málverkin 30 sem eru á sýn- inguni. Pétur segir mér að hann leitist jafnan við að hengja þannig upp myndir að þær „spili hver á aðra“, heitir og kaldir litir spili sam- an, eins og hann kallar það. Fyrstu sýningu sína hélt Pétur þegar hann var 17 ára gamall árið 1946 og þótti það nánast furðulegt tiltæki af svo ungum manni á þeim ámm. Sýningin var í listamannaskálanum gamla og mikið um hana skrifað og hinn unga listamann. Pétur var þá hættur námi í Handíðaskólanum eftir tveggja vetra nám og var að búa sig undir að fara utan til náms. „Um haustið fór ég í skóla í Kaupmannahöfn og var þar í þijá vetur,“ segir Pétur.„Ég tel að ég hafi verið full ungur þegar ég hóf þar nám, of óhamaður. Mér finnst núna að ég hafi farið í nokkra ára öldudal eftir vem mína á skólanum í Danmörku, Ég var lengi að vinna mig upp úr danska grámanum sem ég vandist á í skólanum, en ég öðl- aðist þar hins vegar meiri mýkt í litum. Danir em yfirleitt mjúkir í litum, það er þeirra skóli. Áður hafði ég orðið fyrir áhrifum af þeim mönnum sem vom á toppn- um héma heima þá, t.d Snorra Arinbjamar og Þorvaldi Skúlasyni. Ég hafði kynnst Þorvaldi á Húsa- felli og þar kynnst ég líka Ásgrími Jónssyni. Ég var sendur í sveit að Húsafelli, þegar ég var um ferm- ingu. Pabbi borgaði með mér og ég átti að fá að mála. Reyndin varð sú að ég var settur í vinnu og málaði minna en til stóð. Ásgrímur var þar þá að mála og ég var stund- um að tala við hann. Hann var dálítið styggur fýrst og það leið nokkur tími þar til hann fór að tala við mig að gagni. Þá hafði hann uppgötvað að ég var að bisa við að mála. Hann „krítiseraði" þá eina mynd eftir mig. Hann horfði á hana lengi vel og réri fram í gráðið og. sagði svo við mig:„‘Þú verður að athuga eitt, ljósið kemur úr einni átt.“ Ég hafði þá sett skuggana nokkuð tilviljanakennt á tijástofna sem vom fremst á myndinni. Hann sagði ekki meira þá en næstu ár kynntist ég honum betur og hann var ákaflega elskulegur maður. Hann gaf mér mjög góð meðmæli þegar ég fór á skólann í Kaup- mannahöfn. Það opnaði mér nýjan heim að skoða söfnin úti. Þar sá maður tækni sem var svo miklu meiri en maður hafði sjálfur vald á. Við sótt- um mikið saman sýningar, ég, Jóhannes Geir og Veturliði Gunn- arsson. Við urðum vinir þama úti og höfum verið það síðan. Eftir námið var ég um tíma í París og sá þar stórkostleg söfn. Éftir að ég kom heim fór ég að æfa spretthlaup á vegum KR. Ég hafði æft hlaup áður en ég fór út. og var nú gripinn glóðvolgur þegar ég kom. Ég hafði dottið úr æfingu meðan ég var ytra en náði þrátt fýrir það hvað bestum tímum eftir að ég kom heim. Ég keppti meira að segja í hlaupi á Olumpíuleikun- um í Helsingfors árið 1952. Þegar hér var komið sögu var ég giftur og átti Iítinn son svo ég hætti hlaup- unum og fór út land til þess að; mála. Ég man að pabbi sagði við mig:„Þú þarft að fara beint upp að Húsafelli að mála, þú verður að sjá fýrir konu og barni.“ Konunni minni, Sólveigu Jóns- dóttur, kynntist ég vestur á Snæfellsnesi, að Búðum. Ég var að mála á þeim fallega stað. Hún var gestur þar í tjaldi með systur sinni og ég kynntist henni þar af tilvilj- un. Ég varð hrifínn af henni strax og ég sá hana. Hún fór heim á undan mér í bæinn en ég hafði uppá henni þegar ég kom. Eg mál- aði hana mikið þegar við vorum ung, teiknaði hana með bam á bijósti, ég hafði oft tækifæri til þess því við eigum fimm böm. Ann- ars hef ég gert of lítið af því að mála portrettmyndir. Það er erfitt að fá fólk til að sitja fyrir. Helst langar mig til að mála íslenska bændur eða sjómenn, en þeir em tregir til að sitja fýrir. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.