Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 5 Knattspyrnufélagið Yalur vann sannfærandi sigur í fyrstu deild íslandsmótsins í knattspyrnu 1987. Valsmenn unnu tíu leiki, gerðu sjö jafntefli og töpuðu einungis einum leik. Þeir skoruðu þrjátíu mörk í leikjunum átján en fengu aðeins á sig tíu. Sjóvátryggingarfélag íslands er stolt af því að hafa stutt starfsemi knattspyrnudeildar Yals á keppnistímabilinu. Sjóvá þakkar leikmönnum og forráðamönnum Vals fyrir samstarfið og óskar þeim áframhaldandi velgengni á knattspyrnuvellinum. Tryggingarfélag í einu og öllu. Sjóvátryggingarfélag íslands hf., Suðurlandsbraut 4, sími (91)-82500. SJOVA Sauðfjárslátrun hafin á Blönduósi: Sauðfé fækkar um 13,2% vegna ríðuníðurskurðar Eyþór Fannberg kerfisfræðing- ur. Manntalsskrif- stofan: Nýr for- stöðumað- ur ráðinn BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Eyþór Fannberg for- stöðumann Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar. Eyþór sem er kerfisfræðingur að mennt hóf störf hjá Reykjavíkur- borg árið 1971 og var lengst af hjá Skýrsluvélum eða til ársins 1984. Frá árinu 1984 hefur hann unnið við tölvuráðgjöf og að lífeyrissjóðs- málum hjá Reykjavíkurborg. Eyþór var formaður starfs- mannafélagsins í tvö ár frá 1980 til 1982 og átti sæti í stjóm þess um nokkurra ára skeið. Blðnduósi. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga hófst á Blönduósi 15. septem- ber. Áætlað er að slátra 53.500 kindum og er það 2.220 kindum fleira en sl. haust. Þessari aukningu sláturfjár veldur mik- ill niðurskurður á riðuveiku fé en alls er áætlað að skera niður fé af þeim sökum á 14 bæjum í Austur-Húnavatnssýslu. Ennfremur hafa fjórir bændur gert samning við framleiðnisjóð um fækkun fjár. Ef tekið er tillit til þess hve margar kindur voru á fóðrum á viðkomandi bæjum sl. vetur þá nemur fækkun fjárins í Austur-Húnavatnssýslu, 5716 kindum eða sem svarar 13,3% af sauðfé í sýslunni. Með öðrum orð- um þá samsvarar þessi fækkun því að sauðfjárrækt hefði verið hætt í einum sveitahrepp í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Mest er fækkunin í Áshreppi, Vatnsdal, en þar verður skorið niður fé á 6 bæjum en á þessum bæjum voru 2512 kindur á fóðrum sl. vetur. í Svínavatnshreppi verður skorið niður fé á 4 bæjum og fækkar þar um 1500 kindur samkvæmt ásetningsskýrslum sl. vetrar. Að sögn Gísla Garðarsson slát- urhússtjóra á Blönduósi var meðalfallþunginn fyrstu tvo dag- ana 14,45 kíló og er það rúmlega kílói meira en fyrstu dagana í fyrra. Áætlað er að ljúka lamba- slátrun 21. október en óvíst er hvenær slátrun fullorðna fjárins lýkur vegna margra óvissuþátta sem tengjast riðu-niðurskurðin- um. — Jón Sig. Morgunblaðið/Jón Sigurðsaon Óvíst er hvað þessar kindur eru að hugsa en ljóst er að þessari dýrategund fækkar verulega í Austur- Húnavatnssýslu á þessu hausti. íslandsmeistarar Vals og Sjóvá Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.