Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 27 Nú er rétti tíminn til að safna birkifræi Fræið verður notað til að græða landið trjám BIRKIFRÆ hefur náð fullum þroska víðast hvar og nú er því rétti tíminn til að safna þvi saman svo nota megi það til upp- græðslu. Skógrækt rikisins, Landgræðsla ríkisins og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins ætla að fá almenning i lið með sér við fræsöfnun. Andrés Amalds, starfsmaður Landgræðslunnar, sagði að hing- að til hefði mest áhersla verið lögð á grasrækt, en nú ætti að gera tilraun til að að græða landið upp með skógi. Sá skógur ætti þó ekki að vera nytjaskógur, heldur landgræðslu- og landvemdar- skógur. „Núna er besti tíminn til að safna birkifræinu og við höfum leitað til gmnnskóla og fram- haldsskóla eftir hjálp við söfnun- ina. All margir skólar hafa sýnt málinu mikinn áhuga," sagði Andrés. „Þá hefur Landvemd einnig sent aðildarfélögum sínum, sem em um 60, beiðni um aðstoð við söfnunina. Það er mjög einf- alt að safna fræinu og því má kannski helst iíkja við að tína ber. Berin em hins vegar borðuð en fræin er hægt að nota til að græða upp landið. Það getur hver sem er tekið þátt í þessu og eng- in ástæða til að leita langt yfír skammt. Þannig getur til dæmis fólk í Reykjavík tínt fræin í garð- inum heima hjá sér.“ Andrés sagði að í vetur yrðu gerðar ýmsar tilraunir með birki- fræ. „Það verður herinsað og spímnarprófað. Sfðan verða gerð- ar tilraunir með að húða það með áburði eða öðmm efnum til að auka líkumar á að sáning heppn- ist. Til þess að tilraunimar gefí góða raun þarf mikið magn af fræi og því þörfnumst við aðstoð- ar almennings. Nú er óvenju gott fræár og þvf verðum við að leggja mikla áherslu á að safna sem allra mestu. Birkið ber engan skaða af þessu og með réttri meðhöndl- un er hægt að geyiria fræið í nokkur ár. Það er því verðugt verkefni fyrir almenning að tína birkifræ og stuðla þannig að efl- ingu gróðurs á íslandi," sagði Andrés Amalds. Hvar ogf hvernig- á að tína? Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til að græða landið ættu því að byija að tína. Það er hægt að gera hvar sem er og útlit tijánna skiptir ekki máli. Frære- klar em tíndir af tijánum í heilu lagi og þeim safnað í fötu eða poka. Nauðsjmlegt er að tæma söfnunarílát reglulega í striga- poka þar eð óþurrkað fræ geymist illa í plasti. Ef söfnun stendur yfír í nokkra daga eða fræið er ekki sent strax, verður að breiða úr því til að koma í veg fyrir að það hitit. Öll fjölskyldan getur tekið þáft í söfriuninni. Jóhann Pálsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, sagði að innan borgarmarkanna væri víða hægt að fínna birki. „Þeir sem ekki hafa eigin garð með Andrés Arnalds tíndi nokkra frærekla af birkitijám við Al- þingishúsið. Á innfelldu myndinni sést hvernig frære- klamir iíta út. birkitijám geta til dæmis farið í Öskjuhlíðina," sagði Jóhann. „Þá er efsti hluti Elliðaárdals ákjósan- legur og svo er einnig með önnur opin svæði í borginni. Svo getur fólk einnig hugað að því hvort kunningjamir eiga garð með birk- itijám og fengið að tína þar. Mest er af fræi á tijám sem vom úðuð í vor. Vilji menn hins vegar tína af tijám í Hljómskálagarði eða í garðinum í Laugadal er þeim bent á að hafa samband við garðyrkju- menn borgarinnar, því eftirlit verður að hafa með tínslu á þess- um stöðum. Þá vil ég einnig biýna fyrir fólki að ganga vel um og gæta þess að bijóta ekki greinar tijánna," sagði Jóhann Pálsson, garðyrlq'ustjóri, að lokum. Þegar búið er að safna fræinu er hægt að hafa samband við Skógrækt ríkisins (91-13422), Morgunblaðið/Bjami Landgræðslu rfkisins (91-29711 og 99-5088) eða skógræktarfé- lögin á hveijum stað. Félögin em um 40 víðs vegar um landið og nánari upplýsingar um þau er að fá hjá Skógræktarfélagi íslands (91-18150). Þessir aðilar veita fræunum viðtöku, en þau em síðan send til tilraunastöðvar Rannsóknarstofnunar landbúnað- arins að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Norræn ráðstefna með þátttöku 20 Islehdinga: 111 meðferð og van- ræksla á börnum ILL meðferð og vanræksla á börnum verður umræðuefni á norrænni ráðstefnu í Sandefjord í Noregi sem hefst fimmtudaginn 24. september og stendur til 27. september. Ráðstefnuna sækja 430 þátttakendur, þar af 20 Is- lendingar. Að ráðstefnuhaldi þessu stendur starfshópur manna og kvenna sem starfa að þessum málaflokki og norsku Bamageðvemdarsamtökin með stuðningi frá norska félags- málaráðuneytinu. Er þetta þriðja ráðstefnan sem haldin er um málef- nið. Þátttakendur verða aðallega fag- menn sem vinna að þessum málum s.s. uppeldisfræðingar, félagsráð- gjafar; læknar og hjúkrunarfræð- ingar; fóstmr og þroskaþjálfarar; lögfræðingar og lögreglumenn; stjómmálamenn, blaðamenn. Munu þeir hlusta á alls 60 aðila flytja erindi um fræðilega reynslu sína og rannsóknir. Rúmlega 20 íslendingar sækja ráðstefnuna. Fulltrúi íslands í und- irbúningsnefnd er Hulda Guð- mundsdóttir yfírfélagsráðgjafí á geðdeild Borgarspítalans. (Ur fréttatilkynningu) Ný bók eftir Pétur Gimnarsson BÓKAÚTGÁFAN Punktar hefur gefið út nýja bók eftir Pétur Gunnarsson og ber bókin heitið Sykur og brauð. f bókinni eru sýnishom þátta, greina, pistla, erinda og hugvekja frá síðustu fímmtán árum höfund- ar. Sumt hefur ekki verið birt áður, annað flutt á mannamótum eða öld- um ljósvakans og svo efni úr blöðum og tímaritum. Sykur og brauð er 167 bls. að lengd og fæst bæði innbundin og í kilju. Pétur Gunnarsson Risa- giilrót Ggilsstödum. JÓNAS Péturs- son fyrrverandi alþingismaður hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um ræktun. Á síðastliðnum árum hefur hann lagt stund á ræktun græn- metis með góðum árangri. Fyrir nokkrum dögum fór Jón- as í grænmetis- garð sinn að ná sér í gulrætur og upp kom ein risagulrót, 25 cm að lengd og gild eftir því. Gulrótin vóg 490 grömm. Jónas þurfti ekki að taka fleiri gulrætur þann daginn. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Blðwdlli MADONNA ER K0MIN í GRÍNMYNDINNI Hver er stúlkai Aðalhlutverk: Madonna, Griffin Dunne, Haviland Morris, John McMartin. Tónlistin er eftir Madonnu Sýnd kl. 5 — 7 — 9 og 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.