Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.09.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1987 35 Framhaldsskóli Húsavík- ur settur í fyrsta skipti Húsavík. Framhaldsskólinn á Húsavik, áður Gangfrœðaskólinn á Húsavík, var settur í fyrsta skipti sl. þriðjudag við hátíð- lega athöfn í Húsavíkurkirkju. Athöfnin hófst með því að Juli- et Falkner kennari lék einleik á píanó en síðan tók formaður skólanefndar til máls og bauð nýja skólameistarann Jón Hann- esson svo og kennara og nemend- ur velkomna til starfa. í upphafi setningarræðu sinnar minntist skólameistari starfs for- vera við skólann og þá sérstaklega starfs Jóns Jóhannessonar skóla- stjóra sem lengi og vel hefði stjómað Gagnfræðaskóla Húsavíkur og unnið ötullega að breytingum þeim sem nú væru orðnar með tilkomu hins nýja Framhaldsskóla Húsavíkur. En hinn nýi skóli hefur fengið víðara starfssvið en gagnfræðaskólinn hafði áður. Beindi hann síðan orð- um sínum til nemenda og ræddi um gildi menntunar fyrir hinar komandi kynslóðir. Hinn nýi skóli starfar samkvæmt sérstökum samningi Húsavíkurbæjar gerð- um við menntamálaráðuneytið á síðastliðnu vori. I vetur verða 150 nemendur í 7.-9. bekk, 25 í framhaldssnámi og 10 í iðnnámi. Auk þess sem boðið er upp á fullorðinsfræðslu sem virðist ætla að verða vel sótt. — Fréttaritari Morgunblaðið/SPB Jón Hannesson skólameistari. Setning Framhaldsskóla Húsavíkur fór fram í Húsavíkurkirkju. n sjgp BSBi Hér gefur að líta nokkra starfsmanna ferðaskrifstofunnar Sögu, talið frá vinstri: Kristin Karlsdóttir, Ása Baldvinsdóttir, Rebekka Þráinsdóttir, Sigrún E. Árnadóttir, Inga Engilberts og Helga Lára Guðmundsdóttir. Á innfelldu myndinni má sjá hvar ferðaskrifstofan er til húsa núna. Ferðaskrifstofan Saga flutt í nýtt húsnæði FERÐASKRIFSTOFAN Saga er flutt í nýtt húsnæði að Suðurgötu 7, en var áður til húsa að Tjarnar- götu 10. Saga var opnuð þann 24. októ- ber 1986 og voru starfsmenn 5 talsins. Nú starfa 11 manns hjá ferðaskrifstofunni. Fram- kvæmdastjóri Sögu er Örn Steinsen. í tilkynningu frá Sögu segir, að ferðaskrifstofan bjóði upp á alia almenna ferðaþjónustu, einstakl- ings og hópferðir, viðskiptaferðir, móttöku erlendra ferðamanna og leiguflug til Spánar. Hún sérhæfi sig í ráðstefnuhaldi hér á landi og hafi í því skyni gefið út kynning- arbæk'mg, sem hafi verið dreift víða erlendis. 150 manns á niðja- móti á Barðaströnd ■ jfiM* ■ vl'síáíSsí'’ ,|*i^€lSISÉtkí Börn Steinunnar og Þórðar, talið frá vinstri. Aftari röð: Steinþór, Sveinn, Kristján, Karl, Július og Ólafur. Fremri röð: Jóhanna og Björg. Innri-Múla Barðaströnd. HELGINA 21.-23. ágúst var haldið hér á Barðaströnd niðja- mót hjónanna Steinunnar B. Júlíusardóttur, f. 20. mars 1895, d. 13. febrúar 1984 og Þórðar Ólafssonar, f. 24. ágúst 1887, d. 10. apríl 1984, frá Innri-Múla. Tilgangur mótsins var m.a. sá að minnast þess að 24. ágúst voru 100 ár liðin frá fæðingu Þórðar. Mótið var vel sótt og þegar fjöl- mennast var voru um 150 manns samankomnir. Þeim hjónum Stein- unni og Þórði varð 9 bama auðið, sem öll eru á lífi og voru þau öll þama utan eitt, sem komst ekki. Mótsgestir héldu til í gmnnskól- anum og félagsheimilinu Birkimel og reistar voru tjaldbúðir við ána Móru. Byijað var á að koma saman á föstudagskvöldið en þá var haldin grillveisla. Að henni lokinni var kveiktur varðeldur og yfir honum var sungið fram yfir miðnætti. Á laugardaginn var komið saman til að vera við helgistund í Haga- kirkju. Sr. Þórarinn Þór messaði. Kristján Þórðarson las minningar- ræðu um foreldra sína eftir Björgu Þórðardóttur, dóttur þeirra. Að helgistund lokinni var farið út í kirkjugarð að leiði þeirra Steinunn- ar og Þórðar. Því næst var haldið í rútuferð út að Múla og gengið niður í fjöm í blíðskaparveðri. Seinni part laugardagsins var matarveisla í félagsheimilinu, þar sem borinn var fram þjóðlegur matur. Sigurður Einarsson kokkur á Hótel Sögu undirbjó matarveisl- una. Seinna um kvöldið var svo kvöld- vaka sem Þórður Júlíusson Þórðar- sonar stjómaði og var þá öllum fijálst að koma með eitthvert skemmtiefni og leggja annað til málanna. Þar kom best í ljós að nóg er um efnilega skemmtikrafta innan þessarar ættar. Þegar búið var að troða upp með skemmtiatrið- um var slegið upp balli. Hljómsveit skipuðu mótsgestir sjálfír. Vom ein- ir 7 manns sem skiptust á að vera í henni, sumir vanir að koma fram í hljómsveitum. Hljómsveitin hélt uppi fjöri til kl. 2 um nóttina. Það var að heyra á mótsgestum að þeir hefðu verið mjög ánægðir með mótið og það hefði í alla staði tekist vel. - SJÞ Hamborg er fyrir vandláta - Við fljúgum þangað fimmtudaga og sunnudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.