Alþýðublaðið - 17.05.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.05.1932, Blaðsíða 2
ALf»ÝÐUBLAÐI© i sumar< Sennilegt sfldarverð nm sjo krónur. Viðtal við Finn Jósson. í Japan. Finmir Jónsson, forstjóri Sam- vdnnufélags fsfirðinga, kom með Goðafossi á laugardaginn frá út- löndum. Hvernig eru horfurnar með síldarsöluna og síldveá'ðarnar í suimar? spyrjum vér Finn. Horfurnar eru slæmar, segir Fánnur. Vegna vand ræ'öa land- búnaðarins í Svíþjóö mun síldar- neyzla minka þar, svo eru þar til stórar birg'ðir af kryddsíld frá árinu, sem leið, sem verða not- a'ðar fyrst, áður en nýjar verða keyptar. Mikið umtal hefir verið um að tolla kryddsíld í Svíþjóð, en kryddsíldarverk- smiðjurnar eru á móti tollum. En til þess u'ð fri'ða sænsku fiisfci- mennina hafa verksmiðjurnar gert samninga vi'ð rnarga sænska reknetabáta um að kauþa krydd- síld af þeim, og mun því verða mieira af þess konar skipum hér en áður. Þá hafa Norðmenn einnig boð- i'ð mjög ódýra kryddsíld í Sví- þjóð, en síldin, sem krydduð er úti í skipunum, þykir verri en sú, sem krydduð er í la-ndi, svo þrátt fyrir alt eru taldar líkur til þess, að Svíar muni kaupa nokku'ð af kryddsíld af íslend,- ingum. Þó varla rneira en um þri'ðjung af því, sem þeir keyptu ári'ð sem leið. — Hafa margir verið að bjóða íslenzka síld í Svíþjó'ð? Já, fjölda roargir, nokkrir út- gerðarmenn, en þó miklu fleiri, sem ekkert fást vi'ð útgerð, en eru fúsir til þess a’ð stunda það, sem kalla'ð var leppmenska í gamla daga, þar á meðal nokkrir, sem hvorki hafa skip til þess aö veiða né bryggjur til þess aö salta á. En þessir síðast töldu hafa bo'ðið síldina ódýrast. — Mun máki'ð hafa veri'ð gert af fyrir-fram-samningum ? Þa'ð hefir verið mjög erfitt að ná fyrir-fram-samningum vegna hins mikla framboðs, vegna verzl- unarkreppunnar og viegna þess, hve giengi sænsku krónunnar er lágt og vegna þess, a'ð yfir hefir vofa'ð síðan á nýjári, að Svíar settu toll á kryddsíld. Eitthvað örlítið hefir þó verið gert af i yrir-fra'm-samningum, bæði um saltsíld og kryddsíld, fyrir verð er svarar til um sjö krónum fyrir tunnu af nýrri síld. — Það er verið að bjóða rnönn- um samninga hér fyrir 5 kr. tunn- una; áhtur þú vera nokkuð vit í því verði? Nei, svarar Finnur. í fyrsta lagi er ekki hægt að veiða síld upp á að fá það verð, og í öðru lagi er síldarverðið enn á erlendum marka'ði þannig, að þetta svarar ekki til þess. Síldin verður með sjö króna verði á tunnu svo ó- dýr matvara að hún er fullkom- lega samkeppnisfær við aðxa mat- vöru, þar sem á annað borð er nokkur markaður fyrir síld. — Hvað er um danska síldar- inarkaðinm ? Danir ger'ðu í fyrra út leiðang- ur hingað til lands til síldveiöa, og var það gert með ríkisstyrk. En það tapaðist á honum stórfé, og diki er talið líklegt, að danska ríkið styðji slíka útgerð aftur í cir. Þó er ekki óhugsandi, að það verðá, gert út styrklaust, því veið- arfæri og allur útbúnaður mu:n fáanJegt með mjög lágu ver'ði. Enda myndi nýr lei'ðangur dansk- ur njóta verndartolls, sem ér á erlendri kryddsíld í Danmörku, 5 krónur á hverri tunnu, en um toll þennan ver'ður að segja, að þa'ð er óskiljanlegt, eins og verzi- unarjöfnuð'urinn er milli Dan- merkur og íslands, að íslending- ar þurfi að þola slík ókjör. — En hvað er um síldarmark- aðinm í Þýzkalandi? Þjóðverjar kaupa árlega um 1 milljón tunnur af saltsíld, en þar af var íslenzk síld a'ð eins 30 þúsund tunnur, þa'ð er 3»/o af síidarinnflutningi Þjóðverja, á síð- ast liðnu ári, en það er þó meira) en nokkru sinni áður. En íslenzka fsíldin í fyrra var því miður mest- öll skemd og mikið ábótavant um verkun og aðgreiningu. Með bættum verkunaraðferðum, sem við verðum að læra af Skotum, er tvímælalaust hægt að auka mjög mikið markað fyiir ís- lenzka síld í Þýzkalandi. Segja má þó, a'ð í þeirn þr.eim lönd- um ,sem ég hefi nefnt, séu miklir örðugleikar og óvissa. Ver'ðfallið frá fyrir-fram-samningum Einka- isölunnar í fyrra er mjög miM-ð, en þó er enn alvarlegra að mark- aðurinn þrengist frá því, siem var, einkum vegna þess, a'ð það er ýmist búið að loka hon- um að nokkru leyti með toll- múrum eða verið að tala um að gera það. Þetta getur orðið tii þess að dnepa niður síldveiðarn- ar og eyðileggja atvinnu fyrir þúsundum manna alls staðar á landinu og svifta ríkissjóð stór- tekjum. En ekki verður séð að íslenzk stjórnarvöld geri neitt til þess að reyna að hiind-ra þetta, svo sem með verzlunarsamning- um við erlend ríki. Norðmenn hafa bjargað sínum síldarútvegi með verzlunarsamningi við Rússa. Fyrir nokkra eftirgangsmiuni mun sendiherra fslands í Khöfn loks iseint í síðast liðnum mánuði hafa v-erið falið að athuga líkur fyrir slikum samningum, en engan ar- angur mun það hafa borið enn þá, enda áhugi hjá ríkisstjórn- inni mjög lítiii eða enginn. ForssBtisráðherrann mptnr. Tokio, 16. maí. U. P. FB. Sex yfirforingjar úr landhernum og herskipaflotanum réðust inn í bú- stað Inukai forsætisráðheriia í dag. Héldu sumir þeirra ráðherr- anum, en hiinir s,kutu tveimur skammbyssuskotum í höfuð hon- um. Bedð ráðherrann þegar bana. — Þegar yfirforingjarnir höfðu framið verknað þennan gáfu þeir sig lögreglunni á vald. Síðar: Ríkisstjórnin í Japan hefir beðist lausnar og hefir kieáisarinn tekið lausnarbeiðnina til gredina. Stjórnin gegnir þó störf- um tiil bráðahirgða eða unz ný stjórn hefir verið inynduð. To.kio, 17. maí. UP.-FB. Seiyu- kaiflokkurinn kvað hafa ákveðið að benda á Suzuki innanrikis- málaráðherxa, sem bráðabirgða- eftirmann Inukai. Forsetabosnlnoabaráttaii í Banðaiíhjnnam bjrrjnð N-ew York, 17. maí. U. P. FB. Alfred Smith forsetaefni demo- >crata í forsetalrosningurimn hefir birt kosningastefnuskrá sína. M. a. vill hann framlengja skulda- greiðslufrestinn eftir því sem þörf krefur ,leyfa framleiðslu og sölu á vínum og skattleggja í þarfir ríkisins og leggja mikla áherzlu á framkvæmdir af hálfu hins op- inbera. ■— Smith áfeldist þjóð- þingið fyrir framkomu þess gagn- vart forsetanum í spiamaðlar- og tekjuauka-málunum. Hvatti bann til þess, að þingið veitti Hoover fult vald til þess að framkvæma fyrirætlanir sínar í þessum efn- um. j i Verkfall í byltinolashini. Sevilla, 15. maí. U. P. FB. Vexk- fall hefir verið hafið í byltiingiar- skyni í Andalusiu og horfurnar þær, að þátttakendum í því fjölgi. Nokkrir menn hafa verið handteknir vegna þess, að sprengikúlur fuindust hjá þeim. — Tvéir menn særðust í Maiaga, er barist var með sprengikúlum. Pólitiskt morð í Berlín, Sama dag sem prússniesku kosningarnar fóm fraim fanst blóðugt lík inni í garði í eiinu úthverfi Berlinar. Við raninisiókn lögreglunnar koiu í ljóis, að hinn myrti var þektur byggingafræð- dngur, &em var í Hitliers-flokkn- um. Höfðu þrír Hitlerssinnar myrt hann af því að þeir héldu að hann væri njósnari fyrir komrn- únista. Ræktnnarlanð hanðn Halnfirðinonni. Nú er alþingi hefir skotið því- á frest til næsta þings, að Hafn- arfjarðarkaupstaður geti fengið keyptan hluta úr landi Garða- kirkju, en Hafnfirðingum er mikil nauðsyn á að geta íengiið landið til afnota nú þegar, þá flytur Jón Baldvinsson þingsályktunartillögu í efri deild um, að deildin skorí á stjórnina að leigja kaupstaðnum hluta úr Garðakirkjulandi. Bend- ir hann á það í greinargerð til- lögunnar, að nú í atvinnuskortin- um er sérstök nauðsyn á, að ekkert tækifæri til arðvænlegra starfa dragist úr hömlu, og fyrir því má það ekki undan dragast, að bæjarbúar geti fengið landið til ræktunar nú í sumar. Hins vegar ætti að mega telja það nokkurn vegiinn víst, samkvæmt samþykt þeirri, er dieildiiin gierðí um þetta mál um daginn, aðí veitt verði á næsta þingi heimilcl sú um sölu á landdnu, er nú var fardð fram á, og ætti því stjórn- inni að vera óhætt að selja Hafn- arfjarðarkaupstað landið á leiga. Sáttmálasjóðui1 íhalds og ,Framsóknar‘ löggiltur. Fjármálaráðherrar „Framsókn-- ar“ og íhalds, Ásgeir og Magnús Guðmundsson, og Hannes á Hvammstanga hinn þriðji, tókir sér fyrir hendur að lappa upp á: Sáttmálasjóð þessara flokka, sem þeir rangnefna jöfnunarsjóð og fundinn er upp til þess að hamlai gegn kröfu Alþýðuflokksins lum.' Jöfnunarsjóð til atvinnubóta 1 at- vinnuskortsárum. Árangurinn af viðgerðarstarfi þremenni!ngann.a: varð sá, að svo ólíidegt, sem það var áður, að nokkur eyrir kæmi nokkru sinni í sjóðíinn, þá' eru líkurnar þó hálfu minini eftir. Stjórnin á siem sé ekki að eins að undanskilja allar þær umfram- tekjur ríkisins, sem hún telur að fari í „óhjákvæmilegar" greiðsl- ur, án þesis að urn það séu niein önnur takmörk sett, hvað teljast skuli til hins „óhjákvæmiiega", umfram lögákveðin útgjöld, heldur skal auk þess taka frá fjórar milljónir kr. í viöbót, áöur en nokkur eyrir er látinn í sjóð- inn. Með þessari uppálöppun var. sáttmálasjóður íhaldianna sendup aftur til efri dieildar, og þannig á sig kominn var hann löggiltuc á föstudaginn eð var sem sam- eigínliegt minniismierki þeirra. Hafnarfjörðiir. Silfitrbrúokaup eiga á morgun Símion Kristjánisson hafnsögumaö- ur og Áslaag Ásmundsdóttir, Viesturbrú 17 B.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.