Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987 Um „leignliða“ og lúxuskerrur eftírJón Baldvin Hannibalsson Af skæðadrífu greina í Morgun- blaðinu í dag (24.9.) má ráða, að leiguliðum fjármagnsmarkaðarins þykir mikið við liggja að sanna, að þeir hafí ekki varið einum milljarði króna til að fjármagna glæsikerrur og forstjórabíla í stað „tækninýj- unga í atvinnulífinu“. Þetta er skiljanlegt. Vonandi verður uppnámið til þess að þessi fyrirtæki birti almenningi skrá yfír bílaeign sína og þá jafnframt skýr- ingar á því hvað af þessum bílaflota má flokka undir heillandi „tækni- nýjungar í atvinnulífinu". Æsingurinn er þó með öllu ástæðulaus að því er varðar um- mæli mín um þessa hugsjónastarf- semi í þágu atvinnulífs. Eg hef einfaldlega hvergi fullyrt að upp- runi þess fjár sé erlendur, né heldur að forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafí brotið lög. Það sem ég hef sagt er þetta: „Nýjustu upplýsingar herma að um 1 milljarður króna hafí farið um þennan farveg (þ.e. farveg fjár- mögnunarleigufyrirtækja) til bif- reiðakaupa." Hér er ekkert fullyrt fyrirfram um það að fjármagnið sé erlent að uppruna né heldur á hve löngum tíma. Skæðadrífan missir því marks og er mér með öllu óviðkomandi. Almenningi til fróðleiks hef ég hins vegar aflað upplýsinga frá Bifreiðaeftirliti ríkisins um bifreiða- eign fjögurra fjármögnunarfyrir- tækja og bið Morgunblaðið að birta þá töflu til fróðleiks. Af töflunni má ráða að bflaflotinn samanstandi af 1049 stykkjum og þar af hafí 882 bflar verið leigðir á árinu 1987. Þegar leigusalamir hafa birt greinargóðar upplýsingar um verð (og tækninýjungar flotans) geta menn ráðið í það, hversu miklu fjár- magni hafí verið varið til þessarar kaupleigu. Af minni hálfu er ekki fleira um það að segja að sinni. Hitt er verra, að formaður Félags íslenskra iðnrekenda, Víglundur Þorsteinsson, heldur áfram að mis- skilja villandi upplýsingar frá Seðlabanka um hlut opinberra að- ila, lánastofnana og einkaaðila í því innstreymi erlends lánsfjármagns, sem áætlað er að komi inn í landið umfram lánsfjáráætlun á yfirstand- andi ári. Seðlabankanum til afbötunar verður þó að taka fram að í greinar- gerð bankans (dags. 23.9.) koma fram skýringar, sem fara langleið- ina í að skýra, í hverju misskilning- ur Víglundar er fólginn. Það hvarflar ekki að mér að Víglundur fari vísvitandi með rangt mál. Mis- skilningur hans á sér einfaldar skýringar: Tafla Seðlabankans, sem hann augljóslega dregur ályktanir sínar af, var einfaldlega villandi. Nú hefur Seðlabankinn sjálfur leið- rétt þetta. Þar með vænti ég þess að Víglundur láti sér segjast. Til frekara öryggis mun fjár- málaráðuneytið senda frá sér rækilega greinargerð um þetta mál á morgun, þar sem þessi misskiln- ingur verður leiðréttur svo að ekki verði um villst. Staðreyndirnar eru þessar: 1. Hreinar, langar erlendar lántök- ur, að viðbættum lántökum fjár- mögnunarleiga eru taldar verða tæpir 4,8 milljarðar umfram áætlun ársins 1987. Þessar lántökur umfram áætlun sundurliðast með eftirfarandi hætti: 2. Opinberir aðilar 497 m. í reynd er þessi tala 282 m. þar sem endurlán úr ríkissjóði til B- hluta fyrirtækja í atvinnurekstri nemur 275 m. 3. Lánastofnanir hafa farið 180 m. umfram áætlun. Undir þeim lið eru tekin lán vegna atvinnufyrirtækja 715 m. kr. 4. Atvinnufyrirtæki hafa farið 1535 m. umfram áætlun. Við þessa tölu má síðan bæta ca. 2 milljörðum um farveg fjármögn- unarleigufyrirtækja sem að lang- mestum hluta eru til einkaaðila. Að teknu tilliti til þessa hafa einka- aðilar farið meira en 3 milljarða umfram áætlun. Vonandi höfum við Víglundur báðir annað og þarfara við okkar tíma að gera en að halda áfram þrætubókarlist um staðreyndir sem ekki verða véfengdar. Fróðleiksfúsum lesendum Morg- unblaðsins, sem vilja sannreyna þessar tölur, bendi ég á að fyna í tvær töflur fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar, sem ég læt fylgja þessari grein og skýra málið til fullnustu. Til áréttingar vísa ég síðan til grein- argerðar fjármálaráðuneytisins um málið, sem send verður út til birt- Jón Baldvin Hannibalsson Til umhugsunar: Flott- ræfilsháttur forsljóra- veldisins á því miður meira skylt við hegðun- armynstur nýríkra olíufursta eða valda- brasara ór 4ða heimin- um en raunverulegra frumkvöðla „tækninýj- unga í atvinnuífi". Ekki minnist ég þess t.d. að Einar Guðfinnsson í Bolungarvík haf i á sinni tíð hreykt sér með þvílíkum hætti frammi fyrir vinnandi fólki, sem hann gjarnan kall- aði „sitt fólk“. ingar á morgun. Víglundur fullyrðir að ríkisstofn- anir og sveitarfélög séu ábyrg fyrir ca. 350 milljónum króna af viðskipt- um fjármögnunarleigufyrirtækja „þrátt fyrir bann fjármálaráðu- neytis við því að ríkisstofnanir geri slíka samninga". Þetta hefur verið mér tilefni til að skrifa ríkisendurskoðun bréf í dag þar sem ég krefst þess að sann- leiksgildi þessarar fullyrðingar verði kannað og forstöðumenn þess- ara ríkisstofnana, ef rétt rejmist, krafðir sagna um, hvaðan þeir hafí fengið heimildir til slíkrar lántöku. Til umhugsunar: Flottræfílshátt- ur forstjóraveldisins á því miður meira skylt við hegðunarmynstur nýríkra olíufursta eða valdabrasara úr 4ða heiminum en raunverulegra frumkvöðla „tækninýjunga í at- vinnuífi". Ekki minnist ég þess t.d. að Einar Guðfínnsson í Bolungarvík hafí á sinni tíð hreykt sér með þvflíkum hætti frammi fyrir vinn- andi fólki, sem hann gjaman kallaði „sitt fólk“. Vonandi verður þetta moldviðri ekki til þess að leiða sjónir manna frá kjama málsins sem er sá, að ríkisstjóm landsins geri skyldu sína í því að koma í veg fyrir nýja verð- bólguholskeflu, sem verður öllum til tjóns. í stjónarmyndunarviðræð- um lögðu sjálfstæðismenn á það höfuðáherslu að aðhald á sviði pen- ingamála, einkum þó takmarkanir á innstreymi erlends lánsijármagns, væri enn þýðingarmeira en að rétta við hallann á ríkissjóði. Mér er spum: Hefur þetta eitt- hvað breyst eða skolast til? Ut af fyrir sig er það ekki mitt mál, hvort forstjóraveldið á íslandi hefur meiri áhuga á eigin bílífí en tækniframförum í atvinnulífí. Það er hins vegar mál sem varðar fjár- málaráðherra og ríkisstjóm ef fyrirtæki greiða fyrir flottræfils- hættinum með því að auglýsa eitthvert „skattahagræði" sem gylliboð í kaupbæti. Óvissu um skattameðferð þarf að eyða. Fjár- málaráðherra mun því ábeita sér fyrir því að kaupleigu- eða fjár- mögnunarleigusamningar af þessu tagi verði því aðeins undanþegnir söluskatti, að samningamir feli í sér eignayfirfærslu með sama hætti og kaupsamningar. Undanþága frá söluskatti verði háð því skilyrði að leigumunir séu eignfærðir og af- skrifaðir í reikningum leigutaka og skattmeðferðin verði þar af leiðandi hin sama, hver svo sem fjármögn- unaraðferðin er. Höfundur er fjármálaráðherra. Löng erlend lán 1987 (milljónir króna) Horfur um Lántökur Lánsfjár- lántökur umfram I. Opinberir aðilar Ríkissjóður, A-hluti Ríkissjóður, B-hluti Fyrirt. m/eignarað. ríkissj. Sveitarfélög þ.a. skuldabr. skammt.lána II. Lánastofnanir Framkvæmdasjóður Fiskveiðasjóður, greiðsluh. Fiskveiðasjóður, útlán Iðnlánasjóður Iðnþróunarsjóður Byggðastofnun Útflutningslánasjóður Tekin lán vegna atv.fyrirt. III. Atvinnufyrirtæki Baldur hf. Stykkishólmi Herjólfur hf. Vestmannaeyjum Raðsmíðaskip (fíögur) Togarinn Merkúr Stálvík hf. Lán atv.fyrirt. um lánastofn. Annað Heildarlántökur (I+...+III) Erlendar afborganir Langar erlendar lántökur, nettó IBg skv. Spá áætlun 1987 Seðlabanka 1987 1987 2250 3640 3047 497 1700 2275 2055 355 _ 275 275 275 500 570 570 70 350 520 147 -203 373 1565 2460 1745 180 0 330 330 330 400 400 400 0 220 420 420 220 320 400 400 80 75 360 360 285 520 520 520 0 30 30 30 0 _ — -715 -715 4100 4100 5635 1535 35 35 25 — 25 — 600 — 600 — 160 — 160 — 25 25 25 — — — ' 715 715 3255 4075 4075 820 8215 10200 10427 2212 6300 5750 5750 -550 1915 4450 4677 2762 Auk ofanffreindra langra erlendra lána þjóðarbúsins á árinu 1987 eru lántökur fjármögnunar- leiga áœtlaðar um 2.000 m.kr. i ár. Þessar lántökur eru að langstœrstum hluta vegna atvinnufyrirtsekja. Hreinar langar erlendar iántökur að viðbœttum lántökum Qármögnunarieiga eru þvf taldar verða tæpir 4,8 milljarðar umfram áætlanir ársins. Heildarfjöldi ökutækja í eign fjögurra fjármögnunarleigufyrirtækja Nafn Bifr. Tengiv. Dráttarv. VéUI. AIU Lind hf. 97 97 á árinu 1987 88 88 Lýsing hf. 154 2 2 158 á árinu 1987 154 2 2 158 Glitnir hf. 618 4 4 5 631 á árinu 1987 464 4 5 473 Féfang hf. 162 1 163 á árinu 1987 162 1 163 Samtals 1049 Á árinu 882 :87 Löng erlend lán 1987 (milljónir króna) Opinberir aðilar Lánsfjár- lög 1987 2550 Lántökur ætlaðar undir atv. Skuldbr. skammt.lána Lánastofnanir 1565 Tekin lán út á langl.nefnd Atvinnufyrirtæki 4100 Tekin lán um ríkissjóð Tekin lán um lánastofnanir Lántökur vegna raðsmíðaskipa Heildarlántökur (I+...+III) 8215 Horfur um Lántökur lántökur Samræming umfram skv. viðáætlun áætlun Seðlabanka Frávik 1987 1987 3640 1090 -593 497 -220 -373 2460 895 -715 180 -715 4100 0 1535 1535 220 715 600 10200 1985 227 2212 Frumvarp um breytingar á skattalögnm vegna fjárfestingarleigu: Leigumunir verða bók- færð eign leigutakans Fjármálaráðherra mun á næsta þingi flytja frumvarp til breyt- inga á skattalögum sem miða að því að tryggja jöfnuð i skatta- legri meðferð fjármögnunarforma. Fyrstu hugmyndir fela í sér að að leigumunir skuli eignfærðir í reikningum leigutaka en ekki leigusala ef ákveðin skilyrði eru fyrir hendi svo leigusamn- ignur verði talinn jafngilda eignayfirfærslu. Þessar breytingar verða felldar saman við aðrar sem fyrirhugaðar eru á skattlagn- ingu atvinnurekstrar. Hugmyndir þessar voru kynntar á fréttamannafundi í gær og tengj- ast umræðu um hert eftirlit með fjármögnunarleigufyrirtækjum. í frétt frá Qármálaráðuneytinu segir að mikil óvissa hafí ríkt um með- ferð fjárfestinga af þessu tagi og fyrir liggi að fyrirtæki á þessu sviði hafí beitt því fyrir sig í aug- lýsingum að þetta form ijárfest- ingar njóti sérstaks skattalegs hagræðis eða fríðinda. Síðan segir að það geti ekki verið ágreiningsefni að fullkom- lega óeðlilegt hljóti að teljast að tiltekið form fjárfestinga njóti sérstakra fríðinda umfram önnur. Þá sé einnig ljóst að óvissa í þessu efni geti leitt til þess að reikning- ar fyrirtækja gefí ekki rétta mynd af stöðu þeirra og eignir, rekstrar- afkoma og skuldbindingar verði vantaldar vegna þessara viðskipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.