Morgunblaðið - 06.10.1987, Síða 12

Morgunblaðið - 06.10.1987, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1987 Afmæliskveðia: Stefán Islandi Nú verð ég illa Qarri góðu gamni. Sjálfur Stefán íslandi á afmæli og ég erlendis. Við — og að mér fínnst sérstaklega ég — eigum honum mikið að þakka og það væri gaman að vera heima og taka þátt í af- mælishátíðinni. A allt verður ekki kosið. Ég get a.m.k. sent honum afmæliskveðju. Þær eru undarlegar stóru tilvilj- animar í þessum heimi. Stefán Guðmundsson fæddist norður í Skagafirði árið 1907 og fékk í vöggugjöf nokkuð sem enginn ann- ar fékk. Hann fæddist með röddu, öllum öðrum röddum fegurri. Það vissi auðvitað enginn þá en duldist ekki þeim sem til drengsins heyrðu þegar hann fór að vaxa úr grasi. Hljómur raddarinnar var svo ólýs- anlega tær og bjartur. Hún var ekki bara fögur söngrödd heldur langtum meira. Hún hafði þennan ómótstæðilega hljóm sem hrífur hug og hjörtu. Langa hefð í tónlist eigum við íslendingar ekki. Pyrsta hljómsveit- in, Hljómsveit Reykjavíkur, var stofnuð árið 1921, sama ár og Car- uso dó. Það var því augljóslega langt í land að ópera yrði færð upp á íslandi þegar hinn ungi söngnemi fór til Ítalíu til narhs árið 1929. Sem kaupsýslumaður hefur velgjörðar- maður Stefáns, Richard Thors, eflaust velt fyrir sér hvort pening- um hans til söngnemans væri vel varið. í því sambandi gæti verið forvitnilegt að vita hvaða hlutföll veðmangari myndi setja á dæmi af þessu tagi. Hvaða líkur væru á því að lítt menntaður íslenskur drengur gæti orðið óperusöngvari, sem stæði á engan hátt að baki þeim söngvurum sem aldir voru upp í hjarta tónlistarinnar, sjálfri vöggu óperunnar. Richard var auðvitað ekki að hugsa um ávöxtun fjár síns. Hann vildi bara sjá góðan árangur og íslendingar áttu allir að njóta góðs af því. Drengurinn með guilið í hálsinum átti eftir að verða hjart- fólgnasti söngvari þjóðarinnar. Hann var orðinn 44 ára og konung- legur hirðsöngvari þegar hann söng í fyrstu óperu sem flutt var í Þjóð- leikhúsinu árið 1951 sem var Rigoletto eftir Verdi. Ennþá, 36 árum síðar, er talað um þess aupp- færslu svipað og ennþá er talað um hina ótal tónleika sem hann hélt hér heima í sumarleyfum frá Kon- unglegu óperunni í Kaupmanna- höfn. Samt munu upptökumar lifa lengst. Á mjög mörgum heimilum eru til plöntumar jgóðu með söng Stefáns íslandi. I gegnum þær kynntust margir í fyrsta skipti ópem- og einsöng. Og ekki dónaleg kynni það. Upptökumar vom ekki eins góðar þá og þær em í dag. En söngurinn er meðal þess allra besta sem heyrðist frá samtíma- söngvumm og oft betra en það besta sem út kemur á plöntum í dag. Stefán hefur ekki verið að drolla í sínu söngnámi. Það er aug- ljóst. Á Ítalíu var á þeim tíma kenndur sannur Bel Canto-stíll og hann hefur Stefán tileinkað sér full- komlega. Stungum fínnst manni eins og tilviljanir og heppni hafí elt söngv- arann frá fyrstu tíð. Þegar betur er að gáð var þetta ekki bara svo, frekar hitt að hver er sinnar gæfu Rigoletto í Þjóðleikhúsinu. Stefán íslandi í hlutverki hertogans af Mantora. UMRÆÐU SKÁLD- SAGA UM BÖRN Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Peter Handke: BARNASAGA. Pétur Gunnarsson þýddi. Punkt- ar 1987. Peter Handke (f. 1942) er víðkunn- ur austurrískur rithöfundur. Hann vakti mikla athygli á þingi Gmppe 47 í Princeton 1966 þegar hann snerist öndverður gegn þeirri stefnu sem þá einkenndi þýskar bókmennt- ir. Hann lýsti því yfír að heimurinn yrði ekki túlkaður í myndum heldur með orðum og gerðist upp frá því höfundur sem lagði áherslu á hvers- dagsleg samskipti og daglegt tal. Hann er í senn skáldsagna- og leik- ritahöfundur og hefur samið kvikmyndahandrit. Tvö leikrita hans hafa ratað upp á íslenskt leik- svið: Kaspar og Svívirtir áhorfend- ur. Bamasaga er stutt skáldsaga, saga bams og foreldra þess, einkum föður. Foreldramir skilja og faðir- inn tekur að sér að sjá um bamið. Faðir og bam flytja til útlanda. Frásögnin af dvöl þeirra erlendis verður til að gera söguna alþjóðlega og fylla hana af ýmiss konar skírskotunum sem ekki ganga upp nema í ijósi samtímasögu, ekki síst með hlutdeild Þjóðveija til hennar í huga. Peter Handke Sagan flallar vissulega um fóður og bam og það hvemig umhverfi og hversdagsleiki og hinar ýmsu mannlegu kenndir ráða ferðinni í lífínu. En sagan er öðrum þræði umræðuskáldsaga, vekur máls á ýmsu sem venjulega liggur í þagn- argildi. Hvemig er það til dæmis með böm. Á að dýrka þau eða gagn- rýna, eru þau í raun öll þar sem þau eru séð? Er ekki hægt að efast um þau, líta jafnvel á þau sem fjandsamleg? Spuminga af þéssu tagi spyr Peter Handke í Bama- sögu. Sagan er einkum merkileg fyrir umræðuna, það sem drepið er á og aðeins svarað til hálfs. Lesandinn á náttúrulega að taka afstöðu sjálf- ur og gerir það með sínum hætti, hver og einn lesandi samkvæmt eigin reynslu og skilningi. Ég efast um að Bamasaga verði mörgum lesendum minnisstæð. Stíll hennar er þannig að fátt situr eftir að lestri loknum. En í heild sinni er sagan umræða af því tagi sem kemur okkur við og fær okkur til að skoða hug okkar. Þetta er saga sem verður að meta eftir viðleitni fremur en skáldskapargildi því að skáldskapurinn er af skomum skammti í sögunni. Að mínum dómi er hér á ferð bók sem fyrst og fremst verður að leggja á félagslegt mat. Stendur bókin fyrir sínu sem könnun, rannsókn geta menn spurt. Þýðing Péturs Gunnarssonar er á viðfelldnu máli og hann hefur greinilega vandað verkið. En jafn- vel hjá Pétri Gunnarssyni er dálítið snúið orðalag á köflum. Bamasaga er þó með betri þýðingum úr þýsku sem ég hef rekist á nýlega. Það er eins og þýskan sé ofjarl hinna bestu þýðenda, jafnvel mjög smekkvísir þýðendur gera sig seka um að draga dám af henni þegar orða skal þýsk- an texta á íslensku. Sem Cavaradossi í Tosca, í Þj’oðleikh’usinu smiður. Enda þótt veðmangarar hefðu ekki veðjað á söngnema frá íslandi árið 1929 hafa gallalausir hæfíleikar Stefáns ekki leynt sér og því mjög skiljanlegt að tónlist- aráhugamenn hafí hrifíst með og stutt hann. Þá var það hvorki tilvilj- un né heppni að Stefán fór til óþekkts en mjög góðs söngkennara. Með viljastyrk og skynsemi vaidi söngneminn þann kennara sem honum einum hentaði best. Gmnn- urinn sem Emesto Caronna lagði var sterkur og entist Stefáni allan hans söngferil. Ég ætla ekki að rekja æfíágrip. Mig langar einungis að endingu til þess að þakka fyrir hönd íslenskra óperusöngvara fyrir kjarkmikið brautryðjandastarf og fyrir að setja markið það hátt í upphafí að okkar tónlistarlíf nýtur enn góðs af. Með hjartans afmæliskveðju, Skrifað í Aþenu. Júlíus Vífill Ingvarsson. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Níels Jónsson og Þóra Hlöðversdóttir með viðurkenningamar. Höfn: Viðurkerniingar veittar fyrir snyrtilega garða Höfn. Umhverfismálanefnd Hafn- arhrepps á Höfn í Homafirði veitti viðurkenningar sínar fyr- ir snyrtilegustu garða í eigu einstaklinga og fyrirtækja fyr- ir árið 1987 þriðjudaginn 29. september sl. Viðurkenningu fyrir garð fyrir- tækja hlaut Landsbanki íslands, Háfnarbraut 15 og veitti Níels Jónsson útibússtjóri henni við- töku. Viðurkenningu fyrir garð einstaklinga hlutu þau Ingvi Þór Sigurðsson og Þóra Hlöðvers- dóttir fyrir garð sinn, Kirkjubraut 54 og veitti Þóra henni viðtöku. Umhverfísmálanefnd lagði einkum til grundvallar vali sínu flölbreytni og snyrtimennsku í ræktun og umhverfí svo og að garðamir gleddu augu þeirra er framhjá fæm. Formaður umhverfísmála- nefndar Hafnarhrepps er Magnús Jónasson garðyrkjumaður. — JGG.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.