Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Morgunblaðið/Júlíus Börnin og umferðarhraðinn íbúasamtök Þingholta ákváðu að kalla síðasta föstudag „umferðardag" og fóru böm frá skólum og dagheimilum hverfisins í kröfugöngu að Skólavörðuholti, þar sem fundað var um umferðar- mál. Börain báru borða, þar sem á var letrað„keyrið á 30 eða hægar“. Sigmund Johannsson: Notagildi Sigmundsbún- aðarins stórlega skert „Málið tekið til gagngerrar endur- skoðunar,“ segir siglingamálastjóri „ATHUGUN Siglingamálastofn- unar nú varðandi sjálfvirkan sleppibúnað gúmmíbjörgunar- báta er sérstaklega i sambandi við minni báta, m.a. vegna ábend- inga Rannsóknaraefndar sjó- slysa og athugunin snertir þann möguleika að björgunarbátar losni strax og þeir koma í sjó og blásist þegar upp,“ sagði Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri í samtali við Morgunblaðið. „Það er grundvallarhugmyndin hjá Sigmund Johannssyni, upphafs- manni sjálfvirka sleppibúnaðarins. Sú hugmynd að bátamir losni og blásist út um leið og þeir fara í sjó er framkvæmanleg með Sigmunds- búnaðinum í stærri bátum, en ekki á þeim minni eins og Siglingamála- stofnun hefur ákveðið að þeir skuli tengdir, en það var ákveðið fyrir þremur og hálfu ári og eftir því sem ég kemst næst mun það því miður hafa verið án samráðs við hönnuð búnaðarins, Sigmund.“ JHorgunblnbib í dag JBorflimblabib MENNIIMG LISTIR BílaverkstŒÖi Badda B Allur sleppibúnaður Sigmunds er smíðaður þannig að björgunarbátur byrjar að blásast upp um leið og hann fer í sjó, hvort sem manns- höndin kemur nærri eða ekki. „Eins og búnaðurinn er útfærður á minnstu skipunum í dag er þessi möguleiki Sigmundsbúnaðar ekki nýttur eins og höfundur gerir ráð fyrir, en Sigmundsbúnaðurinn er sá eini sem hefur þessa eiginleika," sagði siglingamálastjóri. „Nú hefur málið hins vegar verið tekið til gagngerrar endurskoðunar." Sigmundsbúnaður færir björgun- arbát út fyrir hættupunkta innan- borðs og blæs bátinn upp um leið og hann fer í sjó. Reynslan hefur sýnt að bátur byrjar að blásast upp innan við tíu sekúndum eftir að búnaðurinn er kominn í sjó þannig að björgunarbáturinn á að vera til- búinn við skipshlið um það bil einni mínútu síðar. Á sjómannadaginn í sumar sendi Sigmund eftirfarandi bréf til sigl- ingamálastjóra: Loðnuveiðin: Hnausþykk- ar torfur út af Vest- fjörðum Rannsóknarskipið Árai Frið- riksson fann talsvert af loðnu, hnausþykkar torfur, norðvestur af Vestfjörðum við miðlínuna milli Grænlands og íslands. Veð- ur á þeim slóðum var að ganga niður á föstudag og voru þijú skip þá á miðunum og biðu færis. Bræla var á loðnumiðunum um miðja vikuna og flest skip í vari undir landi. Þijú skip tilkynntu um afla á fimmtudag, Guðrún Þorkels- dóttir SU fór til Eskifjarðar með 700 tonn, Hrafn GK til Bolungar- víkur með 500 tonn og Víkurberg GK með 300 tonn á sama stað. Mát hf. í Þorlákshöfn gjaldþrota: Skuldir yf ir 50 milljónir króna FYRIRTÆKIÐ Mát hf. í Þorláks- höfn hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta, að beiðni stjómenda félagsins. Gjaldþrotaskiptin fara fram hjá sýslumannsembættinu á Selfossi. Fyrirtækið skuldar að minnsta kosti 50 milljónir kr. Eignir Máts hf. hafa ekki verið skrifaðar upp þannig að ekki er vitað hvort eignir hrökkvi fyrir skuldum eða hvað mikið muni vanta þar upp á. Mát hf. á meðal annars stórt verksmiðjuhús í Þorlákshöfn, vélar og bifreið. Þá eru verðmæti talin geta verið í viðskiptavild og vörumerki. Mát hf. framleiðir innréttingar, samkvæmt Mát-einingakerfí. Starfsmenn hafa verið 12—15. Samkvæmt upplýsingum Sigurðar Jónssonar fulltrúa sýslumanns hef- ur verið ákveðið að halda áfrarn framleiðslu enn um stund. Ingimundur Einarsson hdl. hefur verið ráðinn bústjóri. Kröfulýsing- arfrestur verður auglýstur á næstunni. Bresk tímarit um Ráðhús Reykjavikur: Eiginlegur íslensk- ur stíll fundinn „Vegna ákvörðunar þinnar sem þegar hefur verið framkvæmd án samráðs við undirritaða um að björgunarbátar í Sigmundsbúnaði skuli ekki vera tengdir eins og bún- aðurinn er hannaður, sé ég mig tilneyddan að lýsa því hér með yfir að búnaðurinn er mér nú algjörlega óviðkomandi. Með þessu hefur þú stórlega skert getu búnaðarins, svo afgerandi getur verið við björgun mannslífa við vissar kringumstæð- ur. Þar sem Sigmundsbúnaðurinn er fullkomnari en kröfur eru um í reglugerð um sjósetningarbúnað frá 1. jan. 1986 tel ég vítavert og með öllu óskiljanlegt hvað liggur á bak við þá hugsun að skerða fyrrnefnd- an þátt búnaðarins. Virðingarfyllst, Sigmund Jo- hannsson hönnuður.“ Einnig skrifar Friðrik Ásmunds- son skólastjóri Stýrimannaskólans { Vestmannaeyjum undir bréfið vegna samstöðu við Sigmund frá upphafí þessa máls. í viðtali við Morgunblaðið sagði Friðrik Ásmundsson: „í þessu máli þarf ekkert að ræða við hönnuð Sigmundsbúnaðar, það vandamál sem siglingamálastjóri hefur rætt um í blöðum er ekki fyrir hendi í Sigmundsbúnaði, en það er til stað- ar í öðrum sjálfvirkum sleppibúnaði sem er því miður um borð í Iang- stærstum hluta bátaflotans. Þar búa menn við falskt öryggi." FYRIRHUGAÐ Ráðhús Reykja- víkur hefur hlotið nokkra umfjöllun breskra fagtímarita á sviði arkitektúrs og hefur verð- launatillaga þeirra Margrétar Harðardóttur og Steve Christer hlotið mikið hrós. Heldur eitt tímaritið því fram að í kraðaki áhrifa erlendra skóla sé loks fundinn hinn eiginlegi íslenski stíll. í júlíhefti tímaritsins Building Design segir að vandi íslenskrar byggingarlistar sé sá, að enginn arkitektaskóli sé í landinu og að í Reykjavík ægi saman alls kyns stílbrigðum, eftir því hvar arkitekt- amir hafa verið í námi. Einnig segir þar að í reykvískri byggingarlist togist á viljinn til að vera stórborg og þeir möguleikar, sem 100.000 manna borg býður upp á. Hins veg- ar segir blaðið: „Niðurstaða samkeppninnar um Ráðhús Reykja- víkur vekur þá von í bijósti að fundinn sé hinn gullni meðalvegur milli stórborgarbragsins og stað- reynda smáborgarinnar, sem gæti orðið vettvangur er leiddi til ábyrg- rar og einkennandi íslenskrar byggingarlistar." Októberhefti tímaritsins The Architectural Review tekur einnig ráðhúsið til umfjöllunar. Greinar- höfundur er sammála því sem að framan var sagt um vanda íslenskr- ar byggingarlistar. Vegna hinna ýmsu stílbrigða í byggingum borg- arinnar sé ráðhúsið ekki eins framandlegt og ætla mætti. Telur hann að í góðri birtu verði húsið jafn tigulegt og fallegt og dóm- nefndin telur það vera og teikningar bendi til. Sjá grein um ráðhúsið á bls. 22-23 í B-blaði. Akstur unglinga á óskráðum bílum NOKKUÐ hefur borið á því að undanförnu að unglingar í Mos- fellsbæ stundi akstur á óskráðum bildruslum í sandgryfjum við Varmá. Á fimmtudag barst lögreglunni tilkynning um að tveimur númers- lausum bifreiðum, Saab og Escort, hefði verið stolið í Mosfellsbæ. Önn- ur þeirra fannst í gryfjunum og hafði verið velt þar. Hin fannst utan vegar við hesthús bæjarbúa. Að sögn lögreglunnar er ekki óalgengt að unglingar leiki sér á óskráðum bíldruslum þarna í gryfjunum. Hafði lögreglan það eftir bæjar- starfsmönnum, að eftir hveija helgi þyrfti að flarlægja þaðan ónýtar bifreiðar, sem fara beint á haugana. Lögreglan hefur þungar áhyggj- ur af því að unglingamir fari sér að voða við þessa undarlegu tóm- stundaiðju og beinir því til foreldra að reyna að stemma stigu við hættuakstri afkvæmanna. Reynsatindur ekki keyptur FRÉTT Morgunblaðsins í gær um að Samheiji á Akureyri íhugi kaup á færeyska skipinu Reynsatindi er ekki á rökum reist. Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri fyr- irtækisins sagði í gærmorgun að fyrirtækið væri að athuga ýmsa möguleika varðandi kaup á skipi > stað Sveinborgar en Reynsatindur kæmi ekki til greina. Sunnuhlíðarsamtökin: 40 íbúðir fyrir aldraða reistar á sex mánuðum „VIÐ héldum í gær svokallað reisugilli vegna bygginga 40 þjónustuíbúða fyrir aldraða, sem Sunnuhlíðarsamtökin hafa byggt á sex mánuðum. Eftir rúma tvo mánuði verður helm- ingur þessara íbúða tilbúinn," sagði Ásgeir Jóhannesson, stjóraarformaður samtakanna. Samtökin reistu hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð í Kópavogi að mestu með fijálsum framlögum á tveimur árum og nú hafa þjón- ustuíbúðirnar verið byggðar við hlið þess. „Þjónustuíbúðirnar eru af þremur stærðum, stofuíbúðir, og tveggja og þriggja herbergja íbúðir," sagði Asgeir. „Verð er nálægt gangverði á fijálsum markaði og eru allar íbúðirnar seldar. Við könnun í Kópavogi kom í ljós, að um 92% 65 ára og eldri býr í eigin íbúð. Þess vegna hafa 90% af þessum íbúðum verið boðnar eldri borgurum, en bæjar- félagið kaupir 10% fyrir eigna- laust eða eignalítið fólk,“ sagði Ásgeir Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.