Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 9 HUGVEKJA Hvíklardagiir eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON ■ 18. sd.e. Trin. MK. 2; 14.-28. í dag er sunnudagur, fyrsti dagur vikunnar, hvíldardagur. Á dögum hebrea og síðan gyðinga, allt fram til þessa dags, er laugar- dagur hvíldardagur. Þeir miða við sköpunarfrásöguna í Biblíunni, að Guð hvíldi sig sjöunda dag sköp- unarinar. Kristnir menn helga sunnudaginn til hvíldar og trúar- iðkunar vegna upprisu Jesú Krists á páskadagsmorgun, sunnudegi. Þannig viljum við hvem sunnudag minnast sigurs yfir dauða og minnast Krists sem frelsara. Nýtur þú hvíldardagsins? Ef svo er þá óska ég þér til ham- ingju, en ef svo er ekki bið ég þig um að hugleiða með mér, hvað það er sem kemur f veg fyrir að þú njótir dagsins, njótir hvfldar, njótir þess að vera til. Forsenda hvfldar er að vera þar sem manni líður vel, fínna fyrir öryggi, eiga samfélag við þá sem manni þykir vænt um og síðast en ekki sízt að vera þreyttur eftir að hafa lokið starfi, þar sem mað- ur hefur lagt sig fram og reynt að gera sitt besta. Það að láta sér líða vel er að vera sáttur við hlutskipti sitt hvert svo sem það er, kvíða ekki framtíð og syrgja ekki fortíð. Sé svo getur maður fundið þessa öryggis- kennd, sem tengist því að eiga heimili og einhvem eða einhverja sem láta sér annt um mann. Þá er gott að loknu dagsverki, jafn- vel viðfangsefnum heillar viku, að skilja verkefnin eftir og vera sáttur við það sem maður hefur gert, því engu verður breytt, mis- tök bíða úrlausnar og annað bíður árangurs og uppskeru. Allt verður að hafa sinn tíma. Hvfldin einnig. Hvflík gjöf. Að eiga sér hvfldar- dag. Að geta verið með sínum nánustu og ræktað þau tilfínn- ingabönd sem svo nauðsynlegft er að hlúa að með kærleika og hlýju, aðgát og helgi. Ég held að þessi hvfldardagur sem við öllum viljum eiga sé í hættu. Við sem emm svo oft í tímaþröng, skipuleggjum allt það ógerða á hvfldardaginn. Tóm- stundastarf, ferðalög, heimsóknir, bíóferðir, skemmtanir og hvað það annars heitir, — allt á að gerast á hvfldardegi. Meira að segja verslanir em famar að hafa opið á hvfldardegi. Hvar er skjólið sem við leitum að? Er það heima? Þá hefur sjónvarpið lengstan útsend- ingartíma. Með Stöð 2 er það allan daginn. Og nær hann jrfir útvarp- ið. Með fleiri stöðvum veldur það æ meiri hávaða, þannig að hvfldardagurinn fær ekki nein grið fyrir skerandi dansmúsík. Og hvað um kirkjugöngu? Hvfldardagurinn er svo ásettur að æ færri sjá sér tíma til slíkrar ferðar. Stórhátíðir og jarðarfarir em látnar duga í flestum tilfellum. Er þetta hvfldardagurinn sem á að gefa grið og frið til að safna krafti til nýrra starfa og verk- efna? Ef svo er mætum við þreyttari til vinnu á mánudegi en þegar við lukum starfí á föstu- dagskvöldi. Og ef hvfldardagurinn verður annasamasti dagur vik- unnar týnum við sjálfum okkur, fjölskyldu okkar og vinum. Þvf ef við njótum ekki hvfldar einn dag í viku til að rækta kærleik- ann, ástina og vináttuna í umhverfí þagnar þar sem orð ást- vina mætast og snerting er fundin, tekið utan um og haldið á, þá eins og týnum við okkur sjálfum. í upphafí textans í dag segir frá því þegar Jesús kallaði toll- heimtumanninn Leví til fylgdar við sig og hvemig faríseamir hneyksluðust. Svar Jesú var: „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir sem sjúkir em.“ Og síðast í textanum segir frá hneykslan fariseanna þegar Jesús fór með lærisveinum sínum um sáðlönd á hvfldardegi og þeir týndu öx á leiðinni. Þá sagði Jes- ús: „Hvfldardagurinn varð til mannsins vegna, og eigi maðurinn vegna hvfldardagsins; svo að mannssonurinn er jafnvel herra hvfldardagsins." Ef við emm ekki sátt við okkur sjálf og umhverfi okkar og týn- umst ef til vill í hraða og hávaða dagsins, þá getum við reynt á hvfldardegi að lifa kall Jesú: „Fylg þú mér.“ Og ef við stöndum upp og reynum, þá ber svo margt við. Ferð okkar með honum gæti legið um akur heimilis okkar á hvfldar- degi og hann gæti spurt okkur um jarðveginn, sáninguna, að- hlynninguna og uppskemna. Hvemig ræktar þú heimili þitt, hvemig hlúir þú að því og hvers væntir þú? Kannt þú þá list að helga þér hvfldardaginn heima? Taka hann frá öðmm dögum til að hlúa að því sem er þér kærast og mest virði. Gefa þér á þeim degi tíma til þakkargjörðar og bænar. Tína öxin á akrinum, njóta uppskemnnar, njóta þess að vera til, fínna til öryggis, eiga samfélag og hvflast. Öxin á akrinum em því aðeins þar að þú hafí áður starfað af heilindum, ræktað jörðina og sáð. Þannig er starf undanfari hvfldar en í hvfldinni dagurinn sem okkur var gefinn, dagurinn sem við ráð- um yfir, dagurinn sem við getum valið til fylgdar við þann sem kallar: „Fylg þú mér.“ Gengi: 9. okt. 1987: Kjarabréf 2,324 -Tekjubréf 1,223 - Markbréf 1,180 -Fjölþjóðabréf 1,060 ÞAÐ SKILAR HAGNAÐI AÐ ÞIGGJA RÁÐ SÉRFRÆÐINGA FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS ÞÚ GETUR TREYST ÞEIM FYRIR SPARIFÉ ÞÍNU: ÞÚ FÆRÐ EINKARÁÐGJAFA ÞÉR TIL AÐSTOÐAR HVAÐ KEMUR SÉR VEL FYRIR ÞIG? Ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins eru þrautreyndir á verðbréfa- markaðinum.Peir gæta þess að þú fáir hámarks ávöxtun af sparifé þínu. Upphæðin skiptir ekki höfuðmáli. Þú getur fjárfest í mörgum tegund- um verðbréfa og byrjað smátt eða stórt. Allt eftir því hvað fjárhagur þinn leyfir. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að finna hentugustu leiðina til að spara og hagnast í fjármálum þínum Það margborgar sig fyrir þig að koma og ræða við okkur á verðbréfamarkaðinum í Hafnarstræti 7 eða í Kringlunni. Við, ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins, bjóðum ykkur velkomin. Þú færð svarið þegar þú kemur og ræðir við ráðgjafa okkar. Þér til glöggvunar koma nokkur dæmi um leiðir til úrlausnar. Kjarabréf eru einföld og þægileg til ávöxtunar og söfnunar á sparifé. Þú getur byrjað með rúmar 1000 krónur til kaupa á Kjarabréfum. Tekjubréf eru hagstæð þegar þú vilt.fá greiddar reglulega tekjur af sparifé þínu. Markbréf eru fjárfesting í viðskiptakröfum og skuldabréfum - aðallega til skamms tíma. Fjölþjóðabréf þegar þú vilt fjárfesta í innlendum og erlendum hluta- bréfum. Fjármálareikningurinn er sérlega hagstæður þegar þú ætlar að ávaxta stærri fjárhæðir með fjölþættum verðbréfaviðskiptum. Þjónustuþættir eru fleiri s.s. innheimtu-, tekju- og sparnaðarþjónusta. Anna Heiðdal Kolbrún Kolbeinsdóttir Pétur Kristinsson FJARFESTINGARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík S (91) 28566 Kringlunni 123 Reykjavík S 689700 Rósa E. Helgadóttir Valur Blomsterberg Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa visvso
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.