Morgunblaðið - 11.10.1987, Side 26

Morgunblaðið - 11.10.1987, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Sovétríkin og Norðurlönd: Stefnan vor hin sama, en breyttar áherslur - segir Oleg Grinevsky, farandsendiherra Sovétríkjanna Í GÆRMORGUN átti Oleg Grinevsky, farandsendiherra Sovétríkjanna, viðrœður við embættismenn íslenska utanrík- isráðuneytisins i Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu. Þar voru rædd afvopnunarmál, til- lögur Gorbachevs um samdrátt herja á Norðurhöfunum auk ann- ara málefna ríkjanna. í máli Grinevskys á blaðamannafundi Blömasíofa FriÖjinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið oll kvöld til Id. 22,- einnig um helgar. Skreytingar vlð öll tilefni. '' Gjafavörur. að loknum viðræðunum kom m.a. fram sú skoðun hans að Evró- purikin hefðu nú mun meira til afvopnunarmála að leggja en áður og sagði hann íslendinga og ríkisstjóm þeirra fara þar fremst í flokki. Grinevsky lagði áherslu á nauðsyn kjamorku- vopnalauss svæðis á Norður- höfum og þegar hann var spurður um hversu víðtækt slíkt svæði ætti að vera sagði hann að slíkt þyrfti að ræða á ráð- stefnu viðkomandi ríkja, sem allt eins gæti verið haldin i Reykjavík. A blaðamannafundinum í sendi- ráði Sovétríkjanna kynnti Grinev- sky afstöðu ríkisstjómar sinnar til þeirra alþjóðamála, sem nú eru efst á baugi. Bar þar hæst hugmyndir um friðlýsingu norðurhvels jarðar, afvopnunarviðræður risaveldanna, Reykjavíkurfundinn og afleiðingar hans, sem og fyrirhugaðan leið- togafund í Washington. Grinevsky var inntur eftir því hvers vegna Sovétríkin legðu slíka áherslu á kjarnorkuvopnaleysi Norðurlanda þegar Gorbachev hefði sjálfur lýst því yfír í Múrmansk á dögunum að þar væru engin kjam- orkuvopn. Einu kjamorkuvopnin sem þar hefðu fundist hefðu rekið á §'örur Svía í sovéskum kafbáti. Grinevsky sagði að hann væri hæstánægður með núverandi kjam- orkuvopnaleysi Norðurlanda, en hins vegar hefðu Sovétríkin enga tryggingu fyrir því að svo yrði á viðsjárverðum tímum. Hvað kjam- orkuvopn Sovétmanna varðaði sagði hann að þeir væm, sem fyrr hefði komið fram, reiðubúnir að fækka þeim við landamæri sín og í grennd. Þá var Grinvsky spurður um af- stöðu Sovétmanna til þeirrar tillögu Alþingis að lýst yrði yfír kjamorku- vopnalausu svæði, sem næði milli Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mmom/Gmnít Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Oleg Grinevsky (t.v.) ásamt sovéskum túlki sínum. Grænlands og Uralfjalla, svo að í raun yrði hægt að tala um kjam- orkuvopnalausa Evrópu. „Spurn- ingunni um hvaða svæði er að ræða er enn ósvarað, en hún þarf vissu- lega umræðu við. Nú væri réttast að viðkomandi lönd settust á rök- stóla og ræddu málin — hversu víðtækt svæðið eigi að vera, hvem- ig framkvæmdinni skuli háttað og eftirliti með að hugsanlegt sam- komulag yrði haldið." Grinevsky var þá spurður .hvort hann ætti þá við hugmynd Gorbac- hevs, sem hann nefndi í Múrmansk í liðinni viku, um slíkt ráðstefnu- hald í Leníngrad. „Eða Reykjavík," svaraði Grinevsky. Blaðamaður spurði hvort nokkur von væri til þess að Sovétríkin ræddu í alvöru samdrátt, svo ekki væri minnst á friðlýsingu, flota- stöðvar eins og Múrmansk, sem væri stærsta flotastöð í heimi og liggur við Barentshaf, sem væri griðastaður þeirra kafbáta Rauða flotans, sem bera langdrægar kjamorkuflaugar. Grinevsky fór í fýrstu undan f flæmingi, en svaraði svo að um leið og aðrar þjóðir færu að ræða þessi mál í alvöru myndu Sovétríkin feta þá braut, sem þau hefðu markað. Hvað Múrmansk varðaði vildi hann ennfremur benda á að sú flotastöð væri á sovésku landsvæði öfugt við sumar flota- stöðvar Bandaríkjanna. Þá var sendiherrann spurður hvort í raun væri um nokkra stefnu- breytingu að ræða í málefnum Norðurhafa síðan á valdaskeiði Brezhnevs. Hann kvað nei við, grundvallarstefnan væri enn hin sama, en áhersluatriðin væm önn- ur. Að lokum var Grinevsky spurður hvort öryggis- og vamarmál Norð- urhafa yrðu á dagskrá leiðtoga risaveldanna þegar þeir fyndust í Washington. Sagði hann að svo yrði ekki — þar yrðu engin svæðis- bundin mál rædd. Aðeins yrði tekið á afvopnunarmálum, samskiptum risaveldanna og mannréttindamál- um auk annarra sérstakra málefna, sem samkomulag hefði orðið um að ræða. Frumsýnir stórmyndina: „Nornirnar frá Eastwick“ I i«* 14 l í „Seinheppnir sölumenn" I einu orði sagt stórkostleg mynd. Aðalhlutverk: Jack Nicholson, Cher, Susan Sarandon, Michelle Pfheiffer. Sýnd kl. 5 - 7.05 - 9.05 -11.10 __ s <-vs IEYFUSS leVIK ' “One ofthe best Amwican títós oftheyear” ★ ★★1/2 Mbl. Aðalhlutverk: Richard Dreyfus, Danny De Vito. Sýnd kl. 5 - 7.05 - 9.05 - 11 I „Töfrapotturinn" , Kwlk „Leynilögreglu- CXlðP músin Basilu Sýnd kl. 3 PéturPan Wíalt DLsneyS PETER PAN ........ Sýndkl.3 „Svarta ekkjan" ★ ★ Mbl. Sýndkl. 7.05-9.05 „Tveir á toppnum" ★ ★★ Mbl. Sýndkl.5-11.10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.