Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.10.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Blönduvirkjun kostar sex milljarða króna: Mesta íM'ðanjarðar- maimvii’ki á Lslandi FYRIR fáum árum olli fyrirhuguð virkjun Blöndu hörðum deilum í þeim hreppum sem upprekstur eiga á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Þær deilur leystust að lokum með samningum Landsvirkjunar við bændur, þó langt í frá allir væru sáttir við málalok, og nú hefur verið grafið mesta neðanjarðarmannvirki á Islandi í landi Eiðsstaða í Blöndudal. Þar er nú unnið við að steypa stöðvarhús hálft þriðja hundrað metra undir yfirborði jarðar og nær kílómeter inn í fjallinu. Þegar upp verður staðið og virkjunin komin í endanlegt horf hefur á heiðum uppi litið dagsins ljós þriðja stærsta stöðuvatn á íslandi, 56 ferkílómetrar að stærð. Jafnframt er Blönduvirkjun fyrsta stórvirkjunin utan eldvirkra svæða á íslandi, en hinar allar eru á vatnasvæði Tungnár/Þjórsár. Samningurinn kveður á um upp- græðslu þijú þúsund hektara lands í stað þess sem tapast og viðhaldi gróðurs þar. Þar af eru 2.400 hekt- arar á Auðkúluheiði og 600 hektar- ar á Eyvindarstaðarheiði. Tilraunir með uppgræðslu voru fyrst gerðar 1981 og er nú búið að sá í 1250 hektara lands. Þá er í samningnum ákvæði um vegagerð á afréttinum, stækkun gangnamannaskála og flutning tveggja annarra vegna uppistöðu- lónsins og uppsetningu girðinga. Vegalagningu um heiðamar er nú mikið til lokið, en samtals eru heiða- vegimir um 180 kílómetrar að lengd, austan og vestan Blöndu. Þijár brýr hafa verið byggðar í tengslum við vegalagninguna, brýr yfir Ströngukvísl, Mælifellsá og Hrafnbjargakvísl. Byggður hefur verið gangnamannaskáli við Ströngukvísl 250 fermetrar að stærð, en eftir er að færa og endur- byggja gangnamannaskála við Galtará og Kolkukvísl. Þá hafa ver- ið settar upp girðingar samtals um Gangsetningu frestad um þrjú ár Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrsta vél Blönduvirkjunar af þremur kæmist í gagnið á næsta ári, en gangsetningu hefur tvisvar verið frestað og nú er stefnt að því að virkjunin hefji rafmagnsframleiðslu vorið 1991. Á yfirborðinu er þess lítt farið að gæta, því ekki verður byijað á stíflugerð fyrr en á næsta ári. Neðanjarðar hefur hins vegar mikið verið unnið og nú er lokið greftri jarðgangna og hvelfíngar, þar sem stöðvarhúsið mun rísa. Hvelfingin er 66 metra löng, 12,5 metra breið og 28 metra há. Hverfl- amir verða þrír og geta framleitt 50 megavött hver. Vatnið er leitt til þeirra frá yfírborðinu um 230 metra Iöng þrýstigöng, sem eru 3,8 metrar í þvermál. Önnur álíka löng göng, kapla- og lyftugöng, liggja frá stöðv- arhúsinu til stjómstöðvar og spennu- virkis á Eiðsstaðabrúnum. Um þau verður farið til daglegs eftirlits. Hvoru tveggja þessi göng eru bomð með borkrónu jafnri þvermáli gangnanna, en ekki sprengd í bergið. Frárennslisgöng virlq'unarinnar eru 1.700 metra löng og opnast í Gilsárgili. Þaðan er vatninu veitt um 800 metra langan frárennslisskurð í farveg Blöndu. Auk framan- greindra gangna liggja 800 metra löng aðkomugöng úr Blöndudal að stöðvarhússhvelfíngunni og fer öll umferð um þau á byggingartíman- um. Aðkomu- og frárennslisgöngin eru sprengd í bergið. Nálægt flórir áratugir eru liðnir frá því fyrst hófust athuganir á virkjun Blöndu og var þá hugmynd- in sú að veita ánni niður í Vatnsdal og virkja hana ásamt upptakakvísl- um Vatnsdalsár. Árið 1949 gerðu Pálmi Hannesson, rektor, og Sig- urður Thoroddsen, verkfræðingur, vettvangsathuganir á svæðinu vegna þessa, en síðar var horfið frá þessari hugmynd vegna náttúm- vemdarsjónarmiða. Árið 1972 var fyrst farið að huga að virkjun Blöndu í eigin farvegi og núverandi virkjunartilhögun leit dagsins ljós 1978, eftir samanburð við aðra virkjunarkosti, sem þóttu óhag- kvæmari. Bætur vegna landtaps Áður en framkvæmdir hófust sumarið 1983 var gerður samning- ur við bændur um bætur til þeirra vegna beitilands, sem fæn undir vatn vegna uppistöðulónsins. 60 kílómetrar að lengd, sem er inn- an við helmingur þess sem þarf að girða. Hafist handa sumarið 1983 Sveinn Þorgrímsson er staðar- verkfræðingur við Blönduvirkjun og hefur verið það frá því fram- kvæmdir hófust. Hann sagði að framkvæmdir sumarið 1983 hefðu einkum falist í vegalagningu, upp- setningu vinnubúða og lagningu rafmagns um svæðið. Árið eftir eða í ágúst 1984 hefði verið gerður fyrsti verksamningurinn í sambandi við neðanjarðarvirkið og varðandi fyrsta áfangann í botnrás í Blöndu- gili við Reftjamarbungu, þar sem Blanda verður stífluð. Vinna hefur verið stöðugt í gangi síðan og nú er lokið allri vinnu við gröft jarðgangna og unnið við að steypa upp stöðvarhúsið neðanjarð- ar og fóðra vatnsrásina til þess með stálplðtum. Því verki verður haldið áfram í vetur, en næsta sumar verð- ur byijað á jarðvegsstíflunni í Blöndu, sem er 25 kflómetra frá stöðvarhúsinu. Stíflan verður 800 metrar að lengd og 40 metra há til að byija með, en ákvæði eru um það S samningnum við bændur að lónið verði ekki stækkað í fulla stærð fyrr en þörf er fyrir það vegna miðlunar rafmagns í landskerfinu. Flatarmál uppistöðulónsins verður þá 39 ferkflómetrar og miðlunar- lými lónsins 220 gígalítrar. Við fjögurra metra hækkun stíflunnar stækkar lónið í 56 ferkílómetra og miðlunarrýmið í 400 gígalítra. Sam- tals fara um 900.000 rúmmetrar af jarðefnum í stífluna og verða þau tekin úr námum í næsta nágrenni, rýstigöngin eða vatnsrásin nið- r til stöðvarhússins. Þegar orgunblaðsmenn voru á ferð í rkjuninni var unnið við að læða göngin með þunnu steypu- igi til styrkingar, eins og gert r f öllum göngum f virkjuninni. okkur hundruð metrum neðar ís stjórnstöð virkjunarinnar og jennuvirki, en ekki þarf nema rfáa menn til þess að reka virkj- nina þegar hún er komin f agnið. ÍUL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.