Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 33 flforgmtliljifrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 55 kr. eintakiö. Ár frá leiðtogafundi Um þessa helgi er ár liðið frá því, að þeir Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hittust hér í Reykjavík. Fundi þeirra lauk undir kvöldmat sunnudaginn 12. október. í forystugrein Morgunblaðsins daginn eftir sagði meðal annars um niður- stöðu viðræðnanna: „I stuttu máli kom í ljós, að risaveldin ættu að geta náð samkomulagi um fækkun meðaldrægra eld- flauga í Evrópu og Asíu. Þau ættu að geta samið um mikla fækkun langdrægra eldflauga. Þau ættu að geta jafnað ágrein- ing sinn um tilraunir með kjarnorkuvopn. Það, sem veldur því, að þetta er allt sett í við- tengingarhátt er sú staðreynd, að leiðtogarnir kvöddust ósáttir um afstöðuna til geimvarna, það er varnarkerfa gegn langdræg- um eldflaugum." Og þriðjudag- inn 14. október sagði í forystugrein Morgunblaðsins: „í framtíðinni verður ekki fjallað um samskipti stórveld- anna og vígbúnað og afvopnun án þess að nefna land okkar og höfuðborg. I Reykjavík kom í fyrsta sinn afdráttarlaust í ljós um hvað Bandaríkin og Sov- étríkin geta samið og um hvað þau virðast ekki geta samið. I kjölfarið fylgir vafalaust mikið áróðursstríð, sem að sjálfsögðu beinist eingöngu að því að ná athygli íbúa hins frjálsa heims. Miklu skiptir að menn láti ekki rugla sig í ríminu og taki af- stöðu á grundvelli þekkingar og raunsæis. Ástæðulaust er að örvænta um að nýtt tímabil spennu og kulda í samskiptum stórveldanna sé að renna upp. Sterkar líkur eru á því, að þeg- ar áróðursstríðinu linni verði á ný sest á rökstóla og samið um verulega kjarnorkuafvopnun, enda er grundvöllur fyrir slíku samkomulagi ef báðir aðilar hafa vilja til að leysa ágreining sinn." Því er þetta rifjað upp hér og nú, að í samskiptum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hefur þróunin verið á þann veg, sem þarna er lýst. Sovétmenn fikr- uðu sig frá fleygnum vegna geimvarnanna og nú er unnið að því baki brotnu í Genf að berja saman samning um út- rýmingu á meðaldrægum eld- flaugum. Er þess vænst, að hann verið undirritaður í Banda- ríkjunum innan tiltölulega skamms tíma. Þá hefur verið ítrekað, að langdrægum eld- flaugum skuli fækkað. Jafnan þegar rætt er um þessi mál öll er Reykjavíkurfundurinn nefnd- ur sem vendipunktur, svo að notað sé sama orð og Mikhail Gorbachev gerði í nýlegri ræðu í Múrmansk. Þótt Sovétmenn hafi lítið gert annað en að gangast inn á gamlar og nýjar tillögur Bandaríkjamanna og Vestur- landa frá fundinum í Reykjavík, er sú mynd gjarnan dregin ugp, jafnvel af utanríkisráðherra ís- lands, að Sovétmenn hafi betur í áróðursstríðinu. Slái menn lengi og oft á þessar nótur sann- færast þeir sjálfir að lokum og jafnvel fleiri. Sovétmenn töpuðu áróðursstríðinu um meðaldrægu eldflaugarnar á sínum tíma. Þeir vinna það ekki, þegar rætt er um fækkun flauganna, nema forvígismenn Vesturlanda haldi illa á málum. Mestu skiptir að sjálfsögðu að sjá það, sem er á bak við áróðurinn. Strax frá því að fundurinn í Reykjavík var boð- aður með 11 daga fyrirvara voru margir fullir efasemda um réttmæti þess, að leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna hittust í skyndi. Eins og fundunum í Höfða hefur verið lýst síðan er ljóst, að þar hefur margt verið gert í flýti og kannski án minni fyrirhyggju en ella hefði mátt vænta, vegna þess sem í húfí var og er. Einn þeirra manna, sem var á móti þessum skyndifundi, er Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Hann hefur nú í heilt ár varað við ráðabruggi leiðtoganna um út- rýmingu kjarnorkuvopna. í nýlegri grein í vikuritinu News- week talar hann oftar en einu sinni um „áfallið í Reykjavík". Þannig sýnist sitt hverjum. Víst er, að sú skipan öryggismála, sem lagður var grundvöllur að á fundinum í Höfða, á eftir að vera lengi í gerjun og kann að leiða til meiri breytinga, en við getum séð fyrir. Reykjavíkurfundurinn var heimssögulegur. Um það verður ekki deilt. Hann skipti einnig miklu til að auka sjálfstraust okkar f slendinga og leiddi okkur í návígi við kvikuna í hinum flóknu alþjóðamálum. Fundur- inn yar mikilvæg staðfesting á réttmæti íslenskrar utanríkis- stefnu. Að öllu þessu búum við lengur en í eitt ár og eigum að REYKJAVIKURBREF nýta okkur eftir fremsta megni. rtatMaafttittwni Menningarlegt sjálf stæði Þeir sem börðust ákveðn- ast fyrir því að einokun ríkisútvarpsins yrði rofin gerðu það að sjálfsögðu á þeim forsendum að nýjar stöðvar umgeng- just íslenzkan menning- ararf af þeirri nærgætni og 'með þeirri yirðingu sem sómir þeirri nýju kynslóð á íslandi sem þolir ekki höft en leggur áherzlu á frelsi einstaklingsins og minnkandi ríkisafskipti. Fyrir þeim vakti að sjálfsögðu að íslenzk tunga yrði í hávegum höfð í nýjum fjölmiðlum, bæði í sjónvarpi og þeim útvarpsstöðvum sem leyft yrði að starfa í kjölfar víðsýnni af- stöðu alþingis en verið hafði. Reynslan hefur sýnt okkur að á þessu er því miður meinbugur. íslenzk tunga er ekki alltaf í fyrirrúmi í þessum fjölmiðlum. Sjónvarps- stöðvarnar varpa að miklu leyti út ensku tali, þannig að engilsaxneska er að verða það tungumál sem mest og oftast hljómar á íslenzkum sjónvarpsheimilum. Þó að myndir séu textaðar nægir það ekki í mörgum tilfellum, jafnvel fréttamyndir eru með ensku tali og er það vægast sagt óþolandi. Textun fréttamynda er oft ábóta- vant og alltof mikið af engilsaxnesku efni látið fljóta með af þeirri ástæðu einni að það er nærtækt. Á ítalíu t.a.m. grípa fréttaþulir fram í fyrir hvaða erlendum höfðingja sem er, hvort sem hann heitir Reagan eða Thatcher, þannig að sjón- varpið verður fyrst og síðast miðill fyrir ítalska tungu og ítalskt fólk. En þá þarf ekki heldur á eins mikilli textun að halda og hér heima, en hún er harla misjöfn, svo að ekki sé meira sagt. (Fyrir skemmstu var talað um að erfa ein- hvern af peningum í ríkissjónvarpinu og alltaf um að erfa þegar átt var við að arfleiða, en sú sögn virðist ekki vera í orðabók ríkisfjölmiðilsins!) ítalir hafa reynslu fyrir því að hafa glat- að tungu sinni einu sinni og hyggjast ekki glata henni öðru sinni. AÍlar þjóðir sem rækta garðinn sinn í alvöru gera það með syipuðum hætti. Reglugerð fyrir íslenzkt sjónvarp og útvarp gerir einnig ráð fyrir því, að erlendum tungum séu skorður sett- ar í þessum fjölmiðlum. En meðan sama ástand ríkir og verið hefur geta sjónvapsstöðvarnar ekki hreykt sér hátt og þurfa aukið aðhald svo að íslenzk menningararfleifð fjúki ekki út í veður og vind og íslenzk tunga njóti þeirra nauðsynlegu forréttinda sem hún á skilið. Ef hún yrði að einhverju hrognamáli eins og til að mynda því sem innfæddir tala á Bahamaeyjum þar sem allsráðandi er ein- hvers konar illskiljanleg enskublanda enda engin æðri menntun í landinu, til að mynda háskólar, þá höfum við glutrað niður því sem okkur var trúað fyrir og hefðum fulla ástæðu til að fyrirverða okkur fyrir hlut- skipti okkar. I athyglisverðri grein eftir Steingrím Gaut Kristjánsson borgardómara sem birt- ist hér í blaðinu fyrir skömmu bendir höfundur á það sem hann kallar „þjóðnýt- ingu vitleysunnar" og segir m.a.: „Loks hjó sá er hlífa skyldi. Sjálft ríkisútvarpið setti á stofn sérstaka deild sem nær ein- göngu flytur afurðir bandarísks afþrey- ingariðnaðar í formi tónlistar eða meira og minna vel lukkaða eftirlíkingu hennar. A eftir fylgdi skriða útvarpsstöðva, sem allar virðast hafa sem næst sömu dag- skrá, aðallega auglýsingar og dægurtón- list, með ótrúlega fábreyttu lagavali." Segir greinarhöfundur að mörgum hafi mislíkað að ríkisvaldið skyldi ganga til liðs við gróðaöflin og setja erlenda iðnaðaraf- urð í sæti þjóðlegrar tónlistar með erlend- um textum sem heyrast sem betur fer sjaldnast og er það hin mesta guðsblessun að margra dómi. Þessi tegund nýs siðar hefur lítt aðlag- ast arfi okkar og ber að harma það því að hingað til hafa íslendingar ávallt verið fullfærir um að tileinka sér erlend áhrif með þeim hætti að breyta þeim í mikil- væga íslenzka reynslu. Um þetta segir greinarhöfundur ennfremur: „Margir Is- lendingar virðast álíta að aldalangri nrrfiimiifttiwifr einangrun þjóðarinnar sé nú farsællega lokið, en menningarástandinu verður kannski bezt lýst með því að líkja því við það ef við hefðum á sínum tíma veitt Bret- um leyfi til að athafna sig óhindrað í landhelgi okkar en varið hana af hörku fyrir öðrum." Og loks segist hann ekki enn hafa „haft spurnir af menningarþjóð sem hefur afsalað sér menningarlegu sjálfstæði með þeim hætti sem íslenzka ríkið hefur gert með stofnun og rekstri „Rásar tvö"." Allt er þetta íhugunarefni og ástæða fyrir fólkið í landinu til að gera sér ein- hverja grein fyrir því á hvaða leið við erum. Við ætluðum aldrei að kaupa neitt frelsi því verði að íslenzkri tungu og arfleifð yrði fórnað á altari þess. Þvert á móti höfum við trúað því að frelsið efli þessa arfleifð og blási nýju lífi í gamlan veru- leika. Hættulegar krossgötur Við erum á krossgötum í hættulegum tæknibúnum heimi. Við þurfum að ná átt- um. Við þurfum að horfast í augu við hættur. Við eigum að melta erlend áhrif eins og íslenzka þjóðin hefur ávallt gert en ekki að verða þeim að bráð. í Morgunblaðinu fyrra laugardag var frétt þess efnis að hin kristilega útvarps- stöð, Alfa, hefði undanfarin fimmtudag^- kvöld sent út þátt á ensku með banda- rískum prédikara. Kjartan Gunnarsson formaður útvarpslaganefndar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samkvæmt reglugerð skyldi efni flutt á íslenzku. Þegar menn fá aukið frelsi eiga þeir að fara vel með það. Þeir eiga að virða það. Þeir eiga að virða reglur lýðræðislegs samfélags eins og okkar. Annars á að setja frelsinu skorður. Ekkert frelsi er svo dýrmætt að það megi verða til þess að eyðileggja tungu okkar og arf. Á skal að ósi stemma. Þessir hálf engilsaxnesku ljós- vakar verða að gera sér grein fyrir því. Þjóðin mun aldrei skrifa upp á neinn þann víxil sem arfur okkar og íslenzk menning hefur ekki efni á. Menntamálaráðherra ber skylda til þess í framhaldi af samþykkt alþingis og í samræmi við reglur um ljós- vaka að fylgjast með því að þær séu haldnar og þá ekki sízt að við verndum börnin okkar fyrir útlenzkum hroða, ölum þau upp í íslenzku andrúmi, látum þau tala hlusta og hugsa á íslenzku, ekki sízt á heimilunum sem er friðhelgur griðastað- ur þeirra. Frumskylda okkar er við þessa tungu, þennan menningararf og svo börn- in sem eiga að flytja þennan arf inní framtíðina. Megi íslenzku þjóðinni og for- ráðamönnum hennar auðnast að varðveita íslenzkt samfélag eins og efni standa til og saga okkar gefur vísbendingu um. Allt annað eru aukaatriði á þeirri líðandi stund sem við getum haft einhver áhrif á. Erlend- ar tungur eiga aldrei að vera í fyrirrúmi í íslenzku samfélagi. Þær eru einungis tæki í samskiptum við aðrar þjóðir og til að auka mönnum þekkingu. En þær geta aldrei komið í stað íslenzkunnar, mega það ekki, og erlendum áhrifum á að breyta í íslenzkan veruleika með svipuðum hætti og Jónas gerði þegar hann snaraði ljóði Heines og sagði: Sefur nú Selfjall og svarta teygir skuggafingur af Skeiðum fram. Sjónvarpsskóli á vegum háskólans Með þessum hætti og að fyrirmynd lista- skáldsins góða eigum við að breyta mikil- vægri erlendri reynslu í íslenzkan veruleika. Það getum við m.a. gert með því að breyta fjölmiðlum fólksins í landinu í hvítan galdur, til fræðslu og þroska. Við eigum að gera gangskör að því að fjöl- þætt kennsla verði tekin upp í ríkissjón- varpinu og áherzla lögð á íslenzka tungu, sögu og menningu. En þar á einnig að miðla annarri mikilvægri þekkingu svo að við séum enn betur í stakk búin til að til- einka okkur erlend áhrif sem máli skipta. Tungumálakennsla á að sjálfsögðu að vera sterkur þáttur í starfsemi Sjónvarpsskól- ntmni irrtftni tnimif i u ans. Og hann á að vera undir stjórn vel menntaðra manna, ekki sízt háskólakenn- ara. Það verður skemmtilegt þegar við höfum eignazt enn eitt menntasetrið, Sjón- varpsskóla ríkisútvarpsins. Gleymum því ekki að beittasta vopnið í sjálfstæðisbaráttu okkar var tungan og sérstæður menningararfur. Jón Sigurðsson var sjálfur merkur fræðimaður í íslenzkum efnum og fánaberarnir frumkvöðlar í menningarmálum, fyrsti ráðherrann ást- sælt þjóðskáld. Það var kannski engin tilviljun, a.m.k. táknrænt. Hvað um metnaðinn? Sú var tíðin að ýmsir töldu að varnarlið- ið gæti haft afdrifarík áhrif á arf íslend- inga og tungu okkar. Menn þurfa ekki að hafa þessar áhyggjur lengur. Bandaríska sjónvarpinu hefur verið lokað, fáir hlusta á útvarp hersins og samskipti við varnarlið- ið eru minni nú en nokkru sinni, jafnvel svo að af ummælum fulltrúa þess mætti helzt ráða að þeir varnarliðsmenn teldu einangrunina næsta óbærilega eftir að nýja flugstöðin tók til starfa. En hvað sem andlegri heilsu varnarliðsins líður verður að telja að nú ríki eðlilegra ástand á Keflavíkurflugvelli en áður var og raunar hefði flugstöðin átt að rísa fyrir löngu. Þeir sem höfðu aftur á móti miklar áhyggjur af bandaríska sjónvarpinu á Keflavíkurflugvelli á sínum tíma hafa áreiðanlega einnig ærna ástæðu til að hafa þó nokkrar áhyggjur af ljósvökunum og þeirri engilsaxnesku síbylju sem við höfum sjálf valið og dynur nú á íslenzkum heimilum og vinnustöðum frá morgni til kvölds. Útlenzkar bíómyndir hafa að miklu leyti tekið við af íslenzka baðstofuylnum og þó að reynt sé að texta þær fer ekki hjá því að sérhver íslendingur fær meiri daglegan skammt af ensku tali, bæði í söng og samræðum, en sæmir rótgróinni menningu okkar eða samrýmist því tak- marki að vernda andlega auðlegð íslenzkr- ar menningar og þá tungu sem okkur hefur verið trúað fyrir. Eitthvað þætti skjóta skökku við ef íslenzk dagblöð væru öðrum þræði skrifuð á enska tungu þótt það sé kannski ekki alveg sambærilegt við tal í bíómyndum. En það er þó sambæri- legt við erlent tal í fréttamyndum og ýmsu öðru daglegu dagskráreftii ljósvakafjöl- miðlanna. Blöðin þurfa dag hvern að rísa undir þeim metnaði að varðveita íslenzkt ritmál og verða að hlíta þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Áðhald og sjálfs- gagnrýni er fyrsta boðorðið á hverri góðri ritstjórn. Samt vill margt fara úrskeiðis, ekki síður hér á Morgunblaðinu en í öðrum fjölmiðlum. En þá er reynt að bæta úr þótt misjafnlega takist til. Hvað sem því líður verður blöðunum ekki legið á hálsi fyrir að selja áskrifendum sínum efni í erlendum búningi og standa þau að því leyti feti framar en aðrir fjölmiðlar í landinu. Stundum er þess óskað að auglýs- ingar séu t.a.m. birtar á erlendum málum hér í blaðinu, því hefur verið hafnað með örfáum undantekningum og þá þannig að íslenzkur texti birtist jafnhliða. Þannig var á sínum tíma hafnað stórauglýsingu frá erlendum banka hér í blaðinu vegna þess að viðkomandi vildi ekki gangast undir þá reglu að Morgunblaðið birti texta sinn helzt einvörðungu á íslenzku. Um þetta eru ótal dæmi og hafa áreiðanlega öll íslenzk dagblöð einhvern tíma þurft að horfast í augu við þessa freistingu án þess að láta undan henni. Með þeim hætti einum getum við varið íslenzka menningarlög- sögu og svo auðvitað með því að telja erlent tal í ljósvökum illa nauðsyn og und- antekningu en sízt af öllu einhverja aðalreglu sem helgast af mikilvægri list- rænni miðlun, en slfk miðlun er undantekn- ing í ljósvökunum sem eru frekar farvegjur fyrir stóriðju í hugbúnaði en listræna tján- ingu. Raunar er sjónvarpið mestmegnis skemmtiiðnaður og neyzluvara í formi léttrar tónlistar og skvaldurmynda. En það er einnig vel fallið til kynningar á mynd- list (Cézanne) og óperuín, s.s. Cosi fan tutti, II trovatore og Don Giovanni sem við höfum séð í sjónvarpi ríkisútvarpsins. Einnig mætti geta vel heppnaðra útsend- inga frá merkum tónleikum. En þetta eru Laugardagur 10. október Dýrmæt forréttíndi í nútímaþjóðfélagi — þögniu. undantekningarnar sem sanna regluna. Og ýmislegt góðgæti af þessu tagi geta menn fengið hjá myndbandaleigum sem einnig hafa upp á að bjóða ágætar kvik- myndir innan um drasl og léttmeti til afþreyingar. Forréttindin nær einsdæmi Við minntumst á varnarliðið. Sagt er að fylgi við það og þá öryggisstefnu sem möricuð hefur verið á alþingi íslendinga undanfarna tæpa fjóra áratugi sé nú minna en nokkru sinni áður. Allir vita hver ástæð- an er, hvalveiðideilan við Bandarikin. Við þolum enga svokallaða íhlutun útlendinga í okkar mál og er það í sjálfu sér vel en þá viljum við einatt gleyma því að dvöl varnarliðsins hér á landi og samstarfið við Bandaríkin hafa veitt okkur forréttindi sem eru nær einsdæmi. I skjóli þeirra höfðu Loftleiðir lengi vel margvísleg for- réttindi fram yfir önnur flugfélög í Evrópu, þeirra vegna brutum við á bak aftur úrelt lög Bandaríkjaþings um einokun á flutn- ingi bandarískra skipa fyrir Bandaríkjaher og náðum aftur í okkar hendur margvís- legum flutningum sem Rainbow Navigati- on höfðu náð til sfn í skjóli fyrrnefndra einokunarlaga svo að ekki sé talað um lausn þorskastríða fyrir tilverknað Atlants- hafsbandalagsins. Þá ættu menn einnig að gæta þess að Bandaríkjastjórn gekk í hvaladeilunni þvert á bandarísk lög og almenningsálitið i Bandarikjunum til að þóknast meirihluta íslendinga og íslenzk- um stjórnvöldum í þessari viðkvæmu deilu og má ætla að slík afstaða Bandaríkja- stjórnar sé án fordæma svo að ekki sé meira sagt. Samt tókst að rugla menn í ríminu og hefur það skaðað sambúð Bandaríkjanna og íslands, að minnsta kosti tfmabundið, en vinátta þessara tveggja þjóða innan Atlantshafsbandalags- ins hefur verið grundvallaratriði í utanrík- is- og öryggfisstefnu íslendinga. Vonandi verður skaðinn bættur sem fyrst svo að öryggi landsins verði áfram tryggt og þar méð jafnvægi sem stuðlar að afvopnun eins og nú blasir við. Við eigum áreiðan- lega meira í húfí en Bandaríkin í þessu samstarfi. Án tengsla við Atlantshafs- bandalagið og varnir þess værum við öryggislaus á viðkvæmu svæði í Norður- Atlantshafi. Varnarlaust ísland getur boðið hættunni heim. Það væri eins og hvert annað sár sem sýklar sæktu f. Bandarfska vamarliðið er ekki á íslandi í þeim tilgangi einum að verja Bandaríkin fyrir sovézkri árás heldur til að tryggja öryggi íslands og koma í veg fyrir að okkur sé hætta búin af einræðisöflum sem nú leika lausum hala við suðurlandamæri Sovétríkjanna, í Afganistan. Ef varnarliðið og aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu væri ekki fyrst og síðast til að verja frelsi og lýðræði Islands og lóð á þá vogarskál að koma í veg fyrir lífshættuleg átök stórveldanna, væri engin ástæða fyrir okkur að eiga þetta samstarf við aðrar þjóðir. Þá gætum við sent varnar- liðið heim og gengið úr NATO. En hvort tveggja, Atlantshafsbandalagið og varnar- liðið, gæta lífshagsmuna okkar. Aðild okkar að þessu öryggissamstarfi treystir einnig öryggi Bandaríkjanna og Vestur- Evrópu, og þá ekki sízt öryggi frænda okkar Norðmanna og Dana. Það eru þannig gagnkvæmir hagsmunir sem fylgja aðild okkar að öryggissam- starfí vestrænna ríkja. Hálf einangruð varnarstöð á Suðurnesjum og nokkrar rat- sjárstöðvar til eftirlits með sovézkum flugvélum og kafbátum eru einu framlög okkar til þessa samstarfs og ástæðulaust að láta sem það sé í þágu allra annarra en okkar. Ef svo væri gætu samstarfsaðil- ar okkar — og raunar allir aðrir — litið á varnir og ðryggi íslands sem söluvöru og hugsjón okkar ekki þá, fyrst og síðast, að verja frelsi okkar heldur fyrirlitlega og dulbúna tilraun til að græða á löngun annarra þjóða til að verja frelsi sitt og framtíð. íslenzka þjóðin hefur ávallt sýnt svart á hvítu að hún metur frelsi sitt meir en svo. Hún hefur í raun og veru ávallt verið reiðubúin að leggja allt í sölurnar svo að hér megi rfkja lýðræðislegt samfélag frjálsra Islendinga. Og þá auðvitað með ísíenzkan menningararf að bakhjarli og varðveizlu hans og íslenzkrar tungu að takmarki. Varnarstöðin á Keflavfkurflug- velli er ill nauðsyn í ótryggum og hættuleg- um heimi. Hún þrýstir sér ekki inn á sérhvert sjónvarpsheimili í landinu eins og það viðstöðulausa erlenda efni sem þjóðin þarf að búa við í þessum áleitnu miðlum. Það er engin lausn að benda mönnum á að þeir geti skrúfað fyrir tækin. Kvikmynd- in er nýjabrum okkar tíma og því í senn vinsæl og handhæg afþreying. Þannig gegnir sjónvarpið nú sama hlutverki og Fornaldarsögur Norðurlanda áður fyrr. En þær voru skrifaðar á íslenzka tungu. Þannig á skemmtiefni okkar einnig að vera, í fslenzkum búningi. Sjónvarpið er engar fslendinga sögur. Það er farvegur fyrir sápuóperur. Það er mið- ill Dynastýs og Dallass, þessarar enda- lausu síbylju. Framhaldsþáttanna, stóriðjunnar. Skemmtiiðnaðarins sem er að gleypa allt samtfmalff. En þessi iðnaður fyllir ekkert tóm í manninum, tómið stækkar bara. Þetta minnir helzt á orð Þórbergs í Kompaníinu um þorstann í helvíti. Skemmtiefni í hófi er hverjum manni nauðsynlegt, að vísu, og alls góðs mak- legt. En heimurinn færist ekki, þótt þetta efni væri á ástkæra, ylhýra málinu. Það gæti varla verið nein goðgá. Kvikmyndalistin getur aftur á móti full- næg^t svipuðum kröfum og miklar bók- menntir, örfáir leikstjórar og leikarar hafa sýnt það og sannað. En það er önnur saga. Efni í annað bréf. M Islenzk tunga er ekki alltaf í fyr- irrúmi í þessum fjölmiðlum. Sjón- varpsstöðvarnar varpa að miklu leyti út ensku tali, þannig að engil- saxneska er að verða það tungu- mál sem mest og oftast hljómar á íslenzkum sjón- varpsheimilum. Þó að myndir séu textaðar nægir það ekki í mörg- um tilf ellum, jafnvel frétta- myndir eru með ensku tali og er það vægast sagt óþolandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.